Vodafone harmar vistun gagnanna: „Gögnin áttu ekki að vera geymd“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. janúar 2014 06:45 Fjarskiptalög kveða skýrt á um að varðveisla gagna lengur en í sex mánuði sé óheimil. vísir/pjetur Gögn sem Vodafone veitti lögreglu um fimm ára gömul símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli áttu ekki að vera geymd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar fréttar Vísis í gærkvöldi. Í fréttinni kemur fram að Vodafone hafi í febrúar 2012 veitt lögreglu upplýsingar um þrjú símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu frá árinu 2007. Í gögnunum kom fram úr hvaða númeri var hringt, nafn þess sem hringdi, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga er fjarskiptafyrirtækjum aðeins heimilt að geyma slíkar upplýsingar í sex mánuði. Í tilkynningu Vodafone segir að fyrirtækið harmi að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Ljóst væri að umræddum gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir gögnunum við Vodafone og áframsendi þau síðan í tölvupósti til lögreglunnar á Akranesi sem fór með rannsókn málsins, sem sneri að lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu.Tilkynningin frá VodafoneVegna upplýsinga sem fram koma í tveggja ára gömlum rannsóknargögnum lögreglu um meint kynferðisbrot og birt hafa verið á netinu vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri.Í gögnunum er að finna afrit af tölvusamskiptum tveggja lögreglumanna þar sem m.a. sést beiðni sem send var Vodafone í kjölfar dómsúrskurðar. Í beiðninni er óskað eftir tilteknum gögnum frá fyrirtækinu vegna rannsóknar málsins. Í svari fyrirtækisins koma fram upplýsingar um þrjú símtöl frá árinu 2007. Fram kemur úr hvaða númeri var hringt, nafn hringjanda, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Tölvusamskiptin milli lögreglu og Vodafone áttu sér stað í febrúar 2012. Ljóst er að umrædd[um] gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Rétt er að taka fram að skömmu eftir að þessi samskipti áttu sér stað var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun. Engin gögn eldri en 6 mánaða eru geymd hjá Vodafone í dag.Vodafone harmar að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Í þessu tilfelli er verið að afhenda lögreglu gögn vegna rannsóknar í sakamáli og samkvæmt dómsúrskurði. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd gögnin áttu ekki að vera geymd. Það skal ítrekað að engin fjarskiptagögn eldri en 6 mánaða eru nú geymd hjá fyrirtækinu en farið var í sérstaka athugun á því í kjölfar innbrots á vef Vodafone seint á síðasta ári. Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Gögn sem Vodafone veitti lögreglu um fimm ára gömul símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli áttu ekki að vera geymd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar fréttar Vísis í gærkvöldi. Í fréttinni kemur fram að Vodafone hafi í febrúar 2012 veitt lögreglu upplýsingar um þrjú símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu frá árinu 2007. Í gögnunum kom fram úr hvaða númeri var hringt, nafn þess sem hringdi, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga er fjarskiptafyrirtækjum aðeins heimilt að geyma slíkar upplýsingar í sex mánuði. Í tilkynningu Vodafone segir að fyrirtækið harmi að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Ljóst væri að umræddum gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir gögnunum við Vodafone og áframsendi þau síðan í tölvupósti til lögreglunnar á Akranesi sem fór með rannsókn málsins, sem sneri að lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu.Tilkynningin frá VodafoneVegna upplýsinga sem fram koma í tveggja ára gömlum rannsóknargögnum lögreglu um meint kynferðisbrot og birt hafa verið á netinu vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri.Í gögnunum er að finna afrit af tölvusamskiptum tveggja lögreglumanna þar sem m.a. sést beiðni sem send var Vodafone í kjölfar dómsúrskurðar. Í beiðninni er óskað eftir tilteknum gögnum frá fyrirtækinu vegna rannsóknar málsins. Í svari fyrirtækisins koma fram upplýsingar um þrjú símtöl frá árinu 2007. Fram kemur úr hvaða númeri var hringt, nafn hringjanda, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Tölvusamskiptin milli lögreglu og Vodafone áttu sér stað í febrúar 2012. Ljóst er að umrædd[um] gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Rétt er að taka fram að skömmu eftir að þessi samskipti áttu sér stað var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun. Engin gögn eldri en 6 mánaða eru geymd hjá Vodafone í dag.Vodafone harmar að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Í þessu tilfelli er verið að afhenda lögreglu gögn vegna rannsóknar í sakamáli og samkvæmt dómsúrskurði. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd gögnin áttu ekki að vera geymd. Það skal ítrekað að engin fjarskiptagögn eldri en 6 mánaða eru nú geymd hjá fyrirtækinu en farið var í sérstaka athugun á því í kjölfar innbrots á vef Vodafone seint á síðasta ári.
Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40
Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13
„Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08
„Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45