Hvað má setja í bjór? Úlfar Linnet skrifar 20. janúar 2014 16:50 Nokkuð hefur verið fjallað um hvalabjór Steðja sem kemur eða kemur ekki á markað í næstu viku þegar sala á þorrabjór hefst. Það er ljóst að Steðji hefur gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn þegar kemur að vali á hráefnum en hvað má setja í bjór? Í dag gildir sú regla víðast hvar í heiminum að setja megi öll hráefni í bjór sem teljast til matvæla en þetta fyrirkomulag sem setur mikla ábyrgð á herðar bruggmeistarans. Þjóðverjar hafa háttað sínum reglum á anna veg og í brátt 500 ár hafa þýskir bruggmeistarar þurft að takmarka sig við grunnhráefnin; vatn, ger, bygg, hveiti og humla. Hægt er að gera fjölbreytta og skemmtilega bjóra úr grunnhráefnunum og mjög margir bjórar nútímans innihalda ekki annað. Belgar hafa aldrei fylgt þessum þýsku línum og státa í dag af ákaflega fjölbreyttri bjórmenningu, eitthvað sem Íslendingar virðast ætla að upplifa haldi sú þróun sem nú á sér stað áfram. Grunnþætttir bjórs eru nokkuð einfaldir. Bygg eða annað korn gefur af sér sykrur sem ger breytir að mestu yfir í áfengi. Þær sykrur sem eftir verður gerir bjór örlítið sætan en til að skapa jafnvægi er beiskum humlum bætt í. Ef hrísgrjón, maís eða sykur má finna í innihaldslýsingu hefur þeim hráefnum verið bætt í bjórinn til þess að gera hann áfengari án þess að gera hann bragðmeiri. Ekki er útilokað að finna E-efni í bjór en þau eru helst notuð til að gefa bjór lit eða hafa áhrif á geymsluþol.Þrátt fyrir að flestir bjórar séu eingöngu kryddaðir með humlum má nota ýmis krydd. Fjögur Íslensk brugghús, Víking, Einstök , Gæðingur og Ölvisholt nota koríanderfræ og appelsínubörk með góðum árangri í hveitibjóra að Belgískri fyrirmynd. Íslenskt krydd notar Kaldi í hvannarbjórinn Stinnings Kalda auk þess sem Borg notar blóðberg í Snorra. Síðustu jól fóru mörg brugghús kryddleiðina og mátti finna bjór með lakkrís, negul, engifer, eini, kakó og kanil svo dæmi séu tekin. Ávextir, ber og hnetur koma einnig vel til greina. Finna má bjóra í Vínbúðunum sem innihalda banana, kókoshnetur, kirsuber, jarðaber, heslihnetur, ylliber og fleira. Það er því ljóst að landamærin liggja ekki við vatn, korn, ger og humla. Fátítt telst þó þegar hráefnin koma úr dýraríkinu og spennandi að sjá hvort fyrsti íslenski bjórinn kryddaður með spendýri muni koma á markað. Matur Úlfar Linnet Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið
Nokkuð hefur verið fjallað um hvalabjór Steðja sem kemur eða kemur ekki á markað í næstu viku þegar sala á þorrabjór hefst. Það er ljóst að Steðji hefur gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn þegar kemur að vali á hráefnum en hvað má setja í bjór? Í dag gildir sú regla víðast hvar í heiminum að setja megi öll hráefni í bjór sem teljast til matvæla en þetta fyrirkomulag sem setur mikla ábyrgð á herðar bruggmeistarans. Þjóðverjar hafa háttað sínum reglum á anna veg og í brátt 500 ár hafa þýskir bruggmeistarar þurft að takmarka sig við grunnhráefnin; vatn, ger, bygg, hveiti og humla. Hægt er að gera fjölbreytta og skemmtilega bjóra úr grunnhráefnunum og mjög margir bjórar nútímans innihalda ekki annað. Belgar hafa aldrei fylgt þessum þýsku línum og státa í dag af ákaflega fjölbreyttri bjórmenningu, eitthvað sem Íslendingar virðast ætla að upplifa haldi sú þróun sem nú á sér stað áfram. Grunnþætttir bjórs eru nokkuð einfaldir. Bygg eða annað korn gefur af sér sykrur sem ger breytir að mestu yfir í áfengi. Þær sykrur sem eftir verður gerir bjór örlítið sætan en til að skapa jafnvægi er beiskum humlum bætt í. Ef hrísgrjón, maís eða sykur má finna í innihaldslýsingu hefur þeim hráefnum verið bætt í bjórinn til þess að gera hann áfengari án þess að gera hann bragðmeiri. Ekki er útilokað að finna E-efni í bjór en þau eru helst notuð til að gefa bjór lit eða hafa áhrif á geymsluþol.Þrátt fyrir að flestir bjórar séu eingöngu kryddaðir með humlum má nota ýmis krydd. Fjögur Íslensk brugghús, Víking, Einstök , Gæðingur og Ölvisholt nota koríanderfræ og appelsínubörk með góðum árangri í hveitibjóra að Belgískri fyrirmynd. Íslenskt krydd notar Kaldi í hvannarbjórinn Stinnings Kalda auk þess sem Borg notar blóðberg í Snorra. Síðustu jól fóru mörg brugghús kryddleiðina og mátti finna bjór með lakkrís, negul, engifer, eini, kakó og kanil svo dæmi séu tekin. Ávextir, ber og hnetur koma einnig vel til greina. Finna má bjóra í Vínbúðunum sem innihalda banana, kókoshnetur, kirsuber, jarðaber, heslihnetur, ylliber og fleira. Það er því ljóst að landamærin liggja ekki við vatn, korn, ger og humla. Fátítt telst þó þegar hráefnin koma úr dýraríkinu og spennandi að sjá hvort fyrsti íslenski bjórinn kryddaður með spendýri muni koma á markað.
Matur Úlfar Linnet Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið