Svartasti bjórinn og fyrsti mjöðurinn Úlfar Linnet skrifar 2. febrúar 2014 18:04 Úrvalið af þorrabjór hefur aldrei verið meira. Nú stendur sala á þorrabjórum sem hæst. Þessi séríslenski flokkur telur eina 6-7 bjóra þetta árið og til viðbótar kemur íslenskur mjöður á markað í fyrsta skipti. Til að gefa öllum bjórunum nægilegt rými er umfjöllunin sem hófst í vikunni brotin niður í þrjá þætti. Í dag verður fjallað um bjóra og mjöð frá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson og Borg brugghúsi.Surtur Imperial Stout (10%) er 23. bjórinn frá Borg og þriðja útgáfan af Surti. Þetta er stór, svartur bjór með dökka froðu. Hann ilmar af amerískum humlum, rist, maltsætu og örlitlu áfengi. Í bragðinu koma humlar, rist, sæta og súkkulaði við sögu. Surtur hefur mjúka áferð og kraftmikið eftirbragð þar sem rist og beiskja taka völdin. Borg hefur bætt Surtinn þorra eftir þorra og nær í ár að toppa sig með Surti sem er á sama tíma kröftugur og ljúfur.Fyrir hverja: Espresso fólk og þá sem una dökkum og bragðmiklum bjórum.Þorra Gull (5,6%) er bruggaður úr alíslensku byggi og er afrakstur mikilla tilrauna Ölgerðarinnar á notkun þess undangengin ár. Bjórinn er gullinn með ljósa froðu, ilmar af korni og sætu. Þorra Gull er nokkuð þurr, humlar doka við í eftirbragði og sýra er vel greinileg. Þrátt fyrir að vera bragðmeiri en heilsárs bróðirinn er hann engu að síður léttur í bragði.Fyrir hverja: Þá sem eru á höttunum eftir þorrabjór í léttari kantinum og alla áhugamenn um íslenskt korn.Frá Borg kemur nú á þorranum Kvasir (9%) sem er fyrsti íslenski mjöðurinn. Þrátt fyrir að Kvasir komi frá Borg og sé seldur í bjórflöskum skal því haldið til haga að hér er ekki bjór á ferð. Mjöður er algjörlega kornlaus drykkur, aðeins bruggaður til úr vatni og hunangi. Í glasi minni Kvasir um margt á freyðivín, ljós með hvíta froðu. Ilmurinn ber með sér epli, sýru, sætu og barnæskuminningar um ávaxtatyggjó. Kvasir er snarpur, eilítið súr og þurr. Minnir ekki á nokkurn hátt á sæta flata miði sem seldir hafa verið á Íslandi. Val á hunangi hefur mikil áhrif á bragð mjaðarins. Í Kvasi er notað appelsínublómahunang sem var sértaklega flutt til landsins af þessu tilefni.Fyrir hverja: Cava- og hvítvínsfólk auk allra sem ekki hafa smakkað mjöð. Matur Úlfar Linnet Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið
Nú stendur sala á þorrabjórum sem hæst. Þessi séríslenski flokkur telur eina 6-7 bjóra þetta árið og til viðbótar kemur íslenskur mjöður á markað í fyrsta skipti. Til að gefa öllum bjórunum nægilegt rými er umfjöllunin sem hófst í vikunni brotin niður í þrjá þætti. Í dag verður fjallað um bjóra og mjöð frá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson og Borg brugghúsi.Surtur Imperial Stout (10%) er 23. bjórinn frá Borg og þriðja útgáfan af Surti. Þetta er stór, svartur bjór með dökka froðu. Hann ilmar af amerískum humlum, rist, maltsætu og örlitlu áfengi. Í bragðinu koma humlar, rist, sæta og súkkulaði við sögu. Surtur hefur mjúka áferð og kraftmikið eftirbragð þar sem rist og beiskja taka völdin. Borg hefur bætt Surtinn þorra eftir þorra og nær í ár að toppa sig með Surti sem er á sama tíma kröftugur og ljúfur.Fyrir hverja: Espresso fólk og þá sem una dökkum og bragðmiklum bjórum.Þorra Gull (5,6%) er bruggaður úr alíslensku byggi og er afrakstur mikilla tilrauna Ölgerðarinnar á notkun þess undangengin ár. Bjórinn er gullinn með ljósa froðu, ilmar af korni og sætu. Þorra Gull er nokkuð þurr, humlar doka við í eftirbragði og sýra er vel greinileg. Þrátt fyrir að vera bragðmeiri en heilsárs bróðirinn er hann engu að síður léttur í bragði.Fyrir hverja: Þá sem eru á höttunum eftir þorrabjór í léttari kantinum og alla áhugamenn um íslenskt korn.Frá Borg kemur nú á þorranum Kvasir (9%) sem er fyrsti íslenski mjöðurinn. Þrátt fyrir að Kvasir komi frá Borg og sé seldur í bjórflöskum skal því haldið til haga að hér er ekki bjór á ferð. Mjöður er algjörlega kornlaus drykkur, aðeins bruggaður til úr vatni og hunangi. Í glasi minni Kvasir um margt á freyðivín, ljós með hvíta froðu. Ilmurinn ber með sér epli, sýru, sætu og barnæskuminningar um ávaxtatyggjó. Kvasir er snarpur, eilítið súr og þurr. Minnir ekki á nokkurn hátt á sæta flata miði sem seldir hafa verið á Íslandi. Val á hunangi hefur mikil áhrif á bragð mjaðarins. Í Kvasi er notað appelsínublómahunang sem var sértaklega flutt til landsins af þessu tilefni.Fyrir hverja: Cava- og hvítvínsfólk auk allra sem ekki hafa smakkað mjöð.
Matur Úlfar Linnet Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið