„Ekki bera neinn saman við Michael Jordan“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. febrúar 2014 10:06 Horace Grant, hér lengst til hægri, ásamt Michael Jordan og John Paxson. „Ekki bera neinn saman við Michael Jordan," var meðal þess sem Horace Grant sagði í viðtali við íþróttafréttamanninn Bill Simmons í þættinum BS Report í gær. Grant fór yfir 17 ára feril sinn í viðtalinu. Hann lék með Michael Jordan og Scottie Pippen hjá Chicago Bulls og vann með þeim þrjá meistaratitla; 1991, '92 og '93. Hann flutti sig þá yfir til Orlando Magic og lék með hinu magnaða tvíeyki Shaquille O'Neal og Anfernee „Penny“ Hardaway. Það lið komst í úrslit 1995 en tapaði gegn Houston Rockets. Grant lék aftur með Shaq, hjá Los Angeles Lakers, tímabilið 2000 - 2001. Þar lék hann einnig með Kobe Bryant. Horace Grant sagði að ekki væri hægt að bera neinn saman við Jordan. Hann væri einfaldlega bestur. „Ekkert lið gat sigrað Chicago Bulls þegar Jordan var í sínu besta formi. Með fullri virðingu fyrir öllum, enginn hefði getað sigrað hann. Hann fann alltaf leið til þess að vinna leiki," útskýrði Grant. Grant sagði frá stemningunni inni í klefa Bulls eftir frægt atvik þegar Scottie Pippen neitaði að fara inn á völlinn á lokasekúndum leiks gegn New York Knicks, eftir að Phil Jackson, þjálfari liðsins, fyrirskipaði Toni Kukoc að taka síðasta skot leiksins. „Bill Cartwright lét Pippen heyra það. Þegar Pippen sá mann eins og Cartwright, með tárin í augunum, rann upp fyrir honum hversu mikil mistök hann hafði gert. En við fyrirgáfum honum," útskýrði Grant. Hann sagði einnig að Bulls-liðið hefði væntanlega unnið níu titla ef því hefði verið haldið saman á 10. áratugnum. Hann sagði einnig að stór egó hafi eyðilegt flest liðin sem hann hafi spilað í. „Þetta snerist of mikið um hver fékk að leggja í bestu bílastæðin og hver fékk bestu auglýsingasamningana, þetta var ótrúlegt." Hér að neðan má sjá helstu tilþrif Horace Grant og hlusta í leiðinni á Hip-hop tónlist frá 10. áratugnum. NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
„Ekki bera neinn saman við Michael Jordan," var meðal þess sem Horace Grant sagði í viðtali við íþróttafréttamanninn Bill Simmons í þættinum BS Report í gær. Grant fór yfir 17 ára feril sinn í viðtalinu. Hann lék með Michael Jordan og Scottie Pippen hjá Chicago Bulls og vann með þeim þrjá meistaratitla; 1991, '92 og '93. Hann flutti sig þá yfir til Orlando Magic og lék með hinu magnaða tvíeyki Shaquille O'Neal og Anfernee „Penny“ Hardaway. Það lið komst í úrslit 1995 en tapaði gegn Houston Rockets. Grant lék aftur með Shaq, hjá Los Angeles Lakers, tímabilið 2000 - 2001. Þar lék hann einnig með Kobe Bryant. Horace Grant sagði að ekki væri hægt að bera neinn saman við Jordan. Hann væri einfaldlega bestur. „Ekkert lið gat sigrað Chicago Bulls þegar Jordan var í sínu besta formi. Með fullri virðingu fyrir öllum, enginn hefði getað sigrað hann. Hann fann alltaf leið til þess að vinna leiki," útskýrði Grant. Grant sagði frá stemningunni inni í klefa Bulls eftir frægt atvik þegar Scottie Pippen neitaði að fara inn á völlinn á lokasekúndum leiks gegn New York Knicks, eftir að Phil Jackson, þjálfari liðsins, fyrirskipaði Toni Kukoc að taka síðasta skot leiksins. „Bill Cartwright lét Pippen heyra það. Þegar Pippen sá mann eins og Cartwright, með tárin í augunum, rann upp fyrir honum hversu mikil mistök hann hafði gert. En við fyrirgáfum honum," útskýrði Grant. Hann sagði einnig að Bulls-liðið hefði væntanlega unnið níu titla ef því hefði verið haldið saman á 10. áratugnum. Hann sagði einnig að stór egó hafi eyðilegt flest liðin sem hann hafi spilað í. „Þetta snerist of mikið um hver fékk að leggja í bestu bílastæðin og hver fékk bestu auglýsingasamningana, þetta var ótrúlegt." Hér að neðan má sjá helstu tilþrif Horace Grant og hlusta í leiðinni á Hip-hop tónlist frá 10. áratugnum.
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira