Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. febrúar 2014 20:00 Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum sem gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. Nú þegar hafa landeigendur nokkurra vinsælla ferðamannastaða ákveðið að hefja gjaldtöku í sumar.Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að landeigendur í Reykjahlíð hefðu tekið ákvörðun um að innheimta gjald af ferðamönnum sem heimsækja Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim fjölmörgu ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Gjaldtaka fyrir að skoða Dettifoss verður 800 krónur. Um 100 þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á síðasta ári og því gætu tekjurnar numið frá 80 til 100 milljónum króna á ári hverju. Nú þegar hafa landeigendur við Gullfoss og Geysi tilkynnt gjaldtöku og sömu sögu er að segja af Kerinu í Grímsnesi og Silfru á Þingvöllum.Náttúrupassinn á lokametrunumRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði kosið að landeigendur hefðu beðið eftir náttúrupassanum. „Ég er að sjálfsögðu hlynntari því að menn hinkri og sjái niðurstöðuna hjá okkur í vinnunni með náttúrupassann sem er núna á lokametrum. Ég vona að ég nái að kynna þær tillögur sem við munum leggja fram öðru hvoru megin við mánaðamótin. Nýjustu áformin eru að hefja gjaldtöku í júní í sumar þannig að ég vona að við náum saman um þetta mál áður en til þeirrar gjaldtöku kemur,“ segir Ragnheiður Elín.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sagði í samtali við Fréttablaðið að tiltrú til náttúrupassans væri lítil. Fátt bendi til þess að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. Ólafur sagðist vilja fá arðinn heim í hérað.Finnst þér eðlilegt að landeigendur gerði sér arð af náttúruperlum landsins? „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það vegna þess að landeigendur verða fyrir ýmsum kostnaði,“ segir Ragnheiður Elín. „Ég sé ekkert athugavert við það að menn fái sanngjarnan arð af þeirri fjárfestingu sem liggur í landinu.“ Tengdar fréttir Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum sem gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. Nú þegar hafa landeigendur nokkurra vinsælla ferðamannastaða ákveðið að hefja gjaldtöku í sumar.Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að landeigendur í Reykjahlíð hefðu tekið ákvörðun um að innheimta gjald af ferðamönnum sem heimsækja Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim fjölmörgu ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Gjaldtaka fyrir að skoða Dettifoss verður 800 krónur. Um 100 þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á síðasta ári og því gætu tekjurnar numið frá 80 til 100 milljónum króna á ári hverju. Nú þegar hafa landeigendur við Gullfoss og Geysi tilkynnt gjaldtöku og sömu sögu er að segja af Kerinu í Grímsnesi og Silfru á Þingvöllum.Náttúrupassinn á lokametrunumRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði kosið að landeigendur hefðu beðið eftir náttúrupassanum. „Ég er að sjálfsögðu hlynntari því að menn hinkri og sjái niðurstöðuna hjá okkur í vinnunni með náttúrupassann sem er núna á lokametrum. Ég vona að ég nái að kynna þær tillögur sem við munum leggja fram öðru hvoru megin við mánaðamótin. Nýjustu áformin eru að hefja gjaldtöku í júní í sumar þannig að ég vona að við náum saman um þetta mál áður en til þeirrar gjaldtöku kemur,“ segir Ragnheiður Elín.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sagði í samtali við Fréttablaðið að tiltrú til náttúrupassans væri lítil. Fátt bendi til þess að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. Ólafur sagðist vilja fá arðinn heim í hérað.Finnst þér eðlilegt að landeigendur gerði sér arð af náttúruperlum landsins? „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það vegna þess að landeigendur verða fyrir ýmsum kostnaði,“ segir Ragnheiður Elín. „Ég sé ekkert athugavert við það að menn fái sanngjarnan arð af þeirri fjárfestingu sem liggur í landinu.“
Tengdar fréttir Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00