Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 27-22 | Sama lið vann fyrir sex dögum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 22. febrúar 2014 11:42 Eyjamenn unnu leikmenn Akureyrar í dag, 27-22, í annað skiptið á einungis sex dögum og styrktu því stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Það sem skildi liðin að var markvarslan sem var mun betri hjá heimamönnum. Leikurinn byrjaði ansi fjörlega og komust Akureyringar yfir strax í byrjun með góðum sóknarleik og ennþá betri varnarleik sem virtist illviðráðanlegur fyrir Eyjamenn.Bjarni Fritzson kom sínum mönnum tveimur mörkum yfir í stöðuna 4-6 en þá mætti stuðningsmannasveit Eyjamanna í húsið og á sama tíma fengu tveir leikmenn gestanna tveggja mínútna brottvísanir. ÍBV nýtti sér liðsmuninn og skoruðu fimm mörk í röð en á þeim tíu mínútna kafla tókst gestunum ekki að koma boltanum framhjá KolbeiniArnarsyni sem stóð í marki Eyjamanna allan leikinn. Staðan í hálfleik var 10-8 en í byrjun seinni hálfleik tókst gestunum að minnka muninn niður í eitt mark með sterkum sóknar- og varnarleik eins og í upphafi leiks. Staðan var svo orðin jöfn 16-16 þegar að Bjarni Fritzson prjónaði sig í gegn og lyfti boltanum skemmtilega yfir Kolbein í markinu.Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson skoruðu næstu fimm mörk heimamanna sem komu sér í þægilega stöðu fyrir seinasta kafla leiksins. Vörn Akureyrar opnaðist upp á gátt þegar að þeir ætluðu sér að setja pressu á Eyjamenn sem nýttu sér það hrikalega vel.Guðni Ingvarsson átti frábæran leik en hann spilaði mikið bæði í vörn og sókn og nýtti öll sín færi. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri heimamanna 27-22 sem styrkja stöðu sína í 2. sætinu á meðan að gestirnir sitja í næst neðsta sæti deildarinnar og virðast vera fastir þar.Kolbeinn Aron Arnarson: Markmiðið var að halda sér uppi „Það er gott að taka þá annan leikinn í röð, mér finnst við vera algjörlega með þá,“ sagði Kolbeinn Aron Arnarson leikmaður Eyjamanna eftir sigurinn. „Við vinnum leikina okkar á vörninni. Markmiðið mitt fyrir tímabilið var bara að halda okkur í deildinni en allt sem gerist gott í viðbót við það er bara frábært,“ sagði Kolbeinn Aron sem varði 18 bolta í markinu í dag. Sóknarleikur Eyjamanna gekk illa fyrstu tuttugu mínúturnar og skoruðu þeir aðeins fjögur mörk á þeim tíma. Kolbeinn segist ekki koma nálægt því og sé aðeins í markinu en bætti þó við í gríni að hann haldi stundum að hann geti gert betur sjálfur .Heimir Örn Árnason: Við verðum að vinna næsta leik „Þetta var mjög svipaður leikur og seinast, við lendum undir en náum þeim í seinni. Munurinn er sá að þeir eru með fleiri sóknarvopn heldur en við,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir fimm marka tap í Eyjum í dag. „Þessi stóri í markinu fór bara að verja í lokin, hann stóð sig vel þó svo að hann hafi átt skilið að fá skot í hausinn fyrir atvikið í lokin,“ sagði Heimir en Kolbeinn sneri sér við og reyndi að verja með því að snúa öfugt í markinu þegar nokkrar mínútur voru eftir. „Það eru sex leikir eftir og við verðum að vinna næsta leik annars erum við fastir í þessu sæti,“ sagði Heimir að lokum en ÍR-ingar sækja leikmenn Akureyrar heim í næstu umferð. Olís-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Eyjamenn unnu leikmenn Akureyrar í dag, 27-22, í annað skiptið á einungis sex dögum og styrktu því stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Það sem skildi liðin að var markvarslan sem var mun betri hjá heimamönnum. Leikurinn byrjaði ansi fjörlega og komust Akureyringar yfir strax í byrjun með góðum sóknarleik og ennþá betri varnarleik sem virtist illviðráðanlegur fyrir Eyjamenn.Bjarni Fritzson kom sínum mönnum tveimur mörkum yfir í stöðuna 4-6 en þá mætti stuðningsmannasveit Eyjamanna í húsið og á sama tíma fengu tveir leikmenn gestanna tveggja mínútna brottvísanir. ÍBV nýtti sér liðsmuninn og skoruðu fimm mörk í röð en á þeim tíu mínútna kafla tókst gestunum ekki að koma boltanum framhjá KolbeiniArnarsyni sem stóð í marki Eyjamanna allan leikinn. Staðan í hálfleik var 10-8 en í byrjun seinni hálfleik tókst gestunum að minnka muninn niður í eitt mark með sterkum sóknar- og varnarleik eins og í upphafi leiks. Staðan var svo orðin jöfn 16-16 þegar að Bjarni Fritzson prjónaði sig í gegn og lyfti boltanum skemmtilega yfir Kolbein í markinu.Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson skoruðu næstu fimm mörk heimamanna sem komu sér í þægilega stöðu fyrir seinasta kafla leiksins. Vörn Akureyrar opnaðist upp á gátt þegar að þeir ætluðu sér að setja pressu á Eyjamenn sem nýttu sér það hrikalega vel.Guðni Ingvarsson átti frábæran leik en hann spilaði mikið bæði í vörn og sókn og nýtti öll sín færi. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri heimamanna 27-22 sem styrkja stöðu sína í 2. sætinu á meðan að gestirnir sitja í næst neðsta sæti deildarinnar og virðast vera fastir þar.Kolbeinn Aron Arnarson: Markmiðið var að halda sér uppi „Það er gott að taka þá annan leikinn í röð, mér finnst við vera algjörlega með þá,“ sagði Kolbeinn Aron Arnarson leikmaður Eyjamanna eftir sigurinn. „Við vinnum leikina okkar á vörninni. Markmiðið mitt fyrir tímabilið var bara að halda okkur í deildinni en allt sem gerist gott í viðbót við það er bara frábært,“ sagði Kolbeinn Aron sem varði 18 bolta í markinu í dag. Sóknarleikur Eyjamanna gekk illa fyrstu tuttugu mínúturnar og skoruðu þeir aðeins fjögur mörk á þeim tíma. Kolbeinn segist ekki koma nálægt því og sé aðeins í markinu en bætti þó við í gríni að hann haldi stundum að hann geti gert betur sjálfur .Heimir Örn Árnason: Við verðum að vinna næsta leik „Þetta var mjög svipaður leikur og seinast, við lendum undir en náum þeim í seinni. Munurinn er sá að þeir eru með fleiri sóknarvopn heldur en við,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir fimm marka tap í Eyjum í dag. „Þessi stóri í markinu fór bara að verja í lokin, hann stóð sig vel þó svo að hann hafi átt skilið að fá skot í hausinn fyrir atvikið í lokin,“ sagði Heimir en Kolbeinn sneri sér við og reyndi að verja með því að snúa öfugt í markinu þegar nokkrar mínútur voru eftir. „Það eru sex leikir eftir og við verðum að vinna næsta leik annars erum við fastir í þessu sæti,“ sagði Heimir að lokum en ÍR-ingar sækja leikmenn Akureyrar heim í næstu umferð.
Olís-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira