Takk fyrir mig! Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2014 10:00 Textar Against Me! hafa aldrei verið svakalegri. vísir/getty Söngkonan Laura Jane Grace fer fyrir bandarísku pönkrokksveitinni Against Me! sem spilaði í Reykjavík fyrir níu árum. Þá gekk Grace undir nafninu Tom Gabel en árið 2012 greindi hún frá því opinberlega að hún væri kona. Í síðasta mánuði sendi sveitin svo frá sér sína fyrstu breiðskífu eftir þessi merkilegu tíðindi. Transgender Dysphoria Blues nefnist gripurinn og um eins konar þemaplötu er að ræða. Grace syngur af mikilli ákefð um reynslu sína af því að vera kona í líkama karlmanns, fordóma samfélagsins og ástina frá sjónarhorni transmanneskju.Ég verð að viðurkenna að áður en ég hlustaði á þessa plötu hélt ég að ég hefði heyrt rokktexta um allt í heiminum. Trúði því að samin hefðu verið lög um hér um bil allt sem hægt er að semja um. En þá varpaði Against Me! þessari kærkomnu sprengju inn í tónlistarveruleika minn. Textarnir á plötunni skipta miklu máli og kenna þeim heilmikið sem hlusta. Grace syngur um það að hana dreymi um að strákarnir sjái hana eins og allar hinar stelpurnar, en sjái þess í stað "bara fagga". Þá syngur hún um kvennaveiðar fortíðar með karlkyns vinum sínum, þar sem hún óskaði sér einskis heitar en að vera eins og þeir. Þetta eru vandamál sem ég hef aldrei staðið frammi fyrir, og aldrei fengið betri innsýn í en nú. Og þetta eru bara tvö lög af tíu. Takk fyrir þetta, Laura. Núna skil ég betur hvernig það er að vera eins og þú. Núna veit ég líka að það er fullt, fullt af rokktextum sem enn á eftir að semja. Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Söngkonan Laura Jane Grace fer fyrir bandarísku pönkrokksveitinni Against Me! sem spilaði í Reykjavík fyrir níu árum. Þá gekk Grace undir nafninu Tom Gabel en árið 2012 greindi hún frá því opinberlega að hún væri kona. Í síðasta mánuði sendi sveitin svo frá sér sína fyrstu breiðskífu eftir þessi merkilegu tíðindi. Transgender Dysphoria Blues nefnist gripurinn og um eins konar þemaplötu er að ræða. Grace syngur af mikilli ákefð um reynslu sína af því að vera kona í líkama karlmanns, fordóma samfélagsins og ástina frá sjónarhorni transmanneskju.Ég verð að viðurkenna að áður en ég hlustaði á þessa plötu hélt ég að ég hefði heyrt rokktexta um allt í heiminum. Trúði því að samin hefðu verið lög um hér um bil allt sem hægt er að semja um. En þá varpaði Against Me! þessari kærkomnu sprengju inn í tónlistarveruleika minn. Textarnir á plötunni skipta miklu máli og kenna þeim heilmikið sem hlusta. Grace syngur um það að hana dreymi um að strákarnir sjái hana eins og allar hinar stelpurnar, en sjái þess í stað "bara fagga". Þá syngur hún um kvennaveiðar fortíðar með karlkyns vinum sínum, þar sem hún óskaði sér einskis heitar en að vera eins og þeir. Þetta eru vandamál sem ég hef aldrei staðið frammi fyrir, og aldrei fengið betri innsýn í en nú. Og þetta eru bara tvö lög af tíu. Takk fyrir þetta, Laura. Núna skil ég betur hvernig það er að vera eins og þú. Núna veit ég líka að það er fullt, fullt af rokktextum sem enn á eftir að semja.
Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira