Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2014 19:00 Vísir/Getty Gunnar Nelson er enn ósigraður í UFC-bardagadeildinni eftir sigur á Omari Akhmedov frá Rússlandi í fyrstu lotu í bardaga þeirra í kvöld. Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í rúmt ár en hann var lengi frá vegna meiðsla. Gunnar sýndi hins vegar að hann er sterkari en nokkru sinni fyrr og var með mikla yfirburði gegn Akhmedov í bardaga þeirra í veltivigt í O2-höllinni í Lundúnum í kvöld. Gunnar vann bardagann á hengingu, með bragði sem nefnist á ensku „guillotine choke“, eftir fjórar mínútur og 36 sekúndur. Hann kom Rússanum niður á gólfið með öflugu höggi um miðja lotuna og var þá kominn í kjörstöðu. Gunnar hélt Rússanum pikkföstum í gólfinu og lét höggin dynja á andliti hans, bæði með hnefa og olnboga. Akhmedov blæddi nokkuð úr skurði sem hafði opnast fyrir neðan vinstra augað og virtist aðeins tímaspursmál hvenær Gunnar myndi ná að klára bardagann. Það gerði hann með því að ná taki á hálsinum og klára bardagann á hengingu, sem fyrr segir. Þetta var tólfti sigur Gunnars á ferlinum og þriðji undir merkjum UFC. Hann er enn ósigraður en hefur gert eitt jafntefli. „Mér líður ótrúlega vel. Ég elska að berjast á Englandi og elska áhorfendur hér. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Gunnar í viðtali eftir bardagann. Hann var spurður hvort hann hefði verið með ákveða áætlun fyrir bardagann (e. gameplan). „Nei, það var engin áætlun frekar en venjulega. Ég sem það eins og bardaginn þróast. Ég var að þreifa á honum - fá tilfinningu fyrir honum og hans hreyfingum. Ég sá svo opnun og lét vaða.“ Hann efaðist svo aldrei um útkomuna eftir að bardaginn færðist niður á gólfið. „Já, ég var öruggur.“ Ljóst er að frami Gunnars innan raða UFC verður enn meiri eftir sigur kvöldsins en þjálfari hans, John Kavanagh, spáði því fyrir bardagann að Gunnar yrði heimsmeistari í veltivigt innan tólf mánaða.Vísir/GettyBein lýsing:20.35: Við segjum þetta gott af lýsingunni í bili en við verðum að sjálfsögðu með frekari umfjöllun um bardagann á næstunni. Fylgist með hér á Vísi.20.30: Það sást ekki á Gunnari eftir bardagann - það er að segja eftir að það var búið að þurrka blóð Rússans af honum. Þetta var mögnuð frammistaða og yfirburðirnir algjörir. Stemningin í kringum Gunnar var mikil fyrir en hún á eftir að aukast enn frekar eftir þetta. Það eru spennandi tímar fram undan.20.28: Púlsinn er að fara aftur niður eftir þessar örfáu mínútur sem bardaginn stóð yfir. Samkvæmt heimasíðu UFC stýrði Gunnar bardaganum í 3:29 mínútur en Omari í aðeins fimm sekúndur. Gunnar átti fjórtán heppnuð högg en Omari sjö.20.22: Gunnar var tekinn í viðtal eftir sigurinn: „Mér líður ótrúlega vel. Ég elska að berjast á Englandi og elska áhorfendur hér. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Gunnar. Hann var spurður hvort hann hefði verið með ákveða áætlun fyrir bardagann (e. gameplan). „Nei, það var engin áætlun frekar en venjulega. Ég sem það eins og bardaginn þróast.“ Gunnar náði að setja Omari niður í gólfið með þungu höggi snemma í fyrsta bardaganum. „Ég var að hreyfa mig og þreifa á honum. Fá tilfinningu fyrir honum og hans hreyfingum. Ég sá svo opnun og lét vaða.“ Hann efaðist svo aldrei um útkomuna eftir að bardaginn færðist niður á gólfið. „Já, ég var öruggur.“20.17: Gunni stendur upp og nær hálsinum. Klárar þetta! Þetta er búið! Þetta er búið! Choke í fyrstu lotu. Það er blóð á andlitinu hans Gunna en það er rússneskt blóð.20.16: Gunni er búinn að negla hann niður og lætur höggin dynja á andlitinu. Þetta er bara tímaspursmál eins og er. Það bara hlýtur að vera. Sporðdrekinn stingur og stingur og stingur. Tveir olnbogar í röð og höggin halda áfram. Rússinn á ekki breik.20.15: Það blæðir vel úr andliti Omari. Gunni er mjög rólegur. Það er nóg eftir af lotunni. Tæpar þrjár mínútur. Gunni er eins og sporðdreki - yfirvegður og stingur að höggum þegar hann getur. Þarna þekkjum við okkar mann. Olnbogi í andlit og yfirburðirnir eru algerir hjá okkar manni.20.14: Gunni pressar. Við erum þó að enn að bíða eftir fyrsta almennilega högginu. Þarna koma það. Högg í andlitið og Omari fór í gólfið. Omari er með skurð undir vinstra auganum. Gunni er kominn á Rússann eins og sporðdreki og er að taka sér stöðu.20.13: Þetta er byrjað. Gunnar setur upp hendurnar og bíður eftir fyrsta högginu. Omari sparkar en Gunni tekur höggunum. Gunni stýrir ferðinni og bíður færis. Omari kemur að andlitshöggum en Gunni setur upp vörn. Ein mínúta liðin.20.12: Salurinn, sem er að mestu skipaður Bretum og Svíum, heldur með Gunnari. Íslendingarnir í húsinu gera það líka en það þarf ekki að taka það fram.20.11: Omari er ögn hærri og með ögn stærri faðm.20.10: Gunnar gengur í salinn og hljómar Hjálma hljóma um salinn. Það er vel og það er fallegt. Pétur, okkar maður í O2-höllinni, er með gæsahúð og lái honum hver sem vill.20.06: Durgurinn frá Dagestan, Omari Akhmedov, gengur inn undir tónlist kvikmyndarinnar Last of the Mohicans. Pétur segir að lætin í höllinni séu ekkert svo mikil þegar Rússinn gengur inn.20.05: Nú er verið að kynna Gunnar og Akhmedov til leiks. Við erum að tala um þrjár lotur og verður gripið til stigagjöf dómara ef þær verða kláraðar.20.02: Gunnar er rómaður glímumaður en þær fregnir hafa borist úr hans herbúðum að æfingar síðustu mánaða hafi gert hann að betri á fótunum. Það væri ótrúlegt að sjá rothögg hjá Gunnari í kvöld en okkar maður hefur klárað flesta andstæðinga á gólfinu - sjö með uppgjafartaki.19.59: Spennan er að verða óbærileg. En maður hefur það sterklega á tilfinningunni að rólegasti maðurinn í O2-höllinni sé Gunnar Nelson. Og það veit á gott.19.54: Þá er búið að slökkva ljósin í höllinni og allt að verða klárt fyrir aðalsýningu kvöldsins. Pétur segir að Íslendingar í höllinni séu sigurvissir en mjög taugastrekktir, eins og eðlilegt er. Mikil spenna í loftinu.19.51: Taktu þátt í umræðunni á Twitter með kassamerkinu #UFC365. Hér neðst í lýsingunni má sjá hvað menn eru að segja um bardaga kvöldsins og útsendingu Stöðvar 2 Sports.19.45: Svo er það þessi yfirlýsing John Kavanagh, þjálfara Gunnars, í Fréttablaðinu í dag. „Það er enginn vafi í mínum huga að Gunnar Nelson verður heimsmeistari í veltivigt UFC innan fimm bardaga," segir John sem spáir því að Gunnar muni hengja Rússann í fyrstu lotu í dag.19.43: Dana White, forseti UFC, hefur velt þeirri spurningu upp hvort að Gunnari skortir drápseðli. Þetta og margt meira í ítarlegri greiningu Péturs á bardagamanninum Gunnari Nelson. Lestu hana hér.19.40: Gunnar hefur skapað sér stórt nafn í bardagaheiminum en hér gefur Joe Rogan álit sitt á okkar manni. Rogan, sem er einnig vinsæll grínisti, er einn helsti sérfræðingurinn um UFC í Bandaríkjunum.19.37: Kíktu á upphitun Péturs fyrir alla aðalbardaga kvöldsins hér. Það er veisla fram undan fyrir alla aðdáendur bardagaíþrótta en stærsti atburðurinn verður viðureign Alexander Gustafsson og Jimi Manuwa í léttþungavigt.19.34: Svíinn Ilir Latifi var að klára Cyrille Diabate en það var síðasti bardaginn fyrir viðureign Gunnars. Við minnum aftur á að Gunnar á að berjast um klukkan 20.05.19.16: Svíinn Alexander Gustafsson mætir Jimi Manuwa í aðalbardaga kvöldsins en Pétur segir að það séu líklega um tvö þúsund Svíar í O2-höllinni í kvöld. Við treystum því að þeir muni styðja okkar mann til dáða í kvöld.19.14: Sérfræðingar ytra spá flestir Gunnari sigri í kvöld, eins og lesa má um hér. Það er þó alveg ljóst að þetta verður sterkasti andstæðingur Gunnars til þessa. Gunnar hefur tvívegis áður keppti undir merkjum UFC og unnið báða þá bardaga, gegn DaMarques Jonson og Jorge Santiago.19.12: Við á Vísi höfum hitað vel upp fyrir bardagann í vikunni í samstarfi Pétur Marinó Jónsson og hans fólk á mmafrettir.is. Pétur er staddur í O2-Arena í Lundúnum og er aðeins örfá fet frá átthyrningnum. Hann segir að það sé gríðarlega mikil stemning í höllinni og mikil spenna fyrir aðalbardögum kvöldsins.19.09: Bardagi Gunnars er einn af fjórum aðalbardögum kvöldsins og er fyrstur af þeim á dagskrá eftir að sjónvarpsútsendingin hefst, nú klukkan 20.00. Nú eru upphitunarbardagar í gangi en þegar þetta er skrifað eru tveir eftir - svo kemur Gunnar.19.00: Velkomin í beina lýsingu en hér ætlum við að fylgjast með bardaga Gunnars okkar Nelson í UFC London.Tweets about '#UFC365' MMA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Sjá meira
Gunnar Nelson er enn ósigraður í UFC-bardagadeildinni eftir sigur á Omari Akhmedov frá Rússlandi í fyrstu lotu í bardaga þeirra í kvöld. Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í rúmt ár en hann var lengi frá vegna meiðsla. Gunnar sýndi hins vegar að hann er sterkari en nokkru sinni fyrr og var með mikla yfirburði gegn Akhmedov í bardaga þeirra í veltivigt í O2-höllinni í Lundúnum í kvöld. Gunnar vann bardagann á hengingu, með bragði sem nefnist á ensku „guillotine choke“, eftir fjórar mínútur og 36 sekúndur. Hann kom Rússanum niður á gólfið með öflugu höggi um miðja lotuna og var þá kominn í kjörstöðu. Gunnar hélt Rússanum pikkföstum í gólfinu og lét höggin dynja á andliti hans, bæði með hnefa og olnboga. Akhmedov blæddi nokkuð úr skurði sem hafði opnast fyrir neðan vinstra augað og virtist aðeins tímaspursmál hvenær Gunnar myndi ná að klára bardagann. Það gerði hann með því að ná taki á hálsinum og klára bardagann á hengingu, sem fyrr segir. Þetta var tólfti sigur Gunnars á ferlinum og þriðji undir merkjum UFC. Hann er enn ósigraður en hefur gert eitt jafntefli. „Mér líður ótrúlega vel. Ég elska að berjast á Englandi og elska áhorfendur hér. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Gunnar í viðtali eftir bardagann. Hann var spurður hvort hann hefði verið með ákveða áætlun fyrir bardagann (e. gameplan). „Nei, það var engin áætlun frekar en venjulega. Ég sem það eins og bardaginn þróast. Ég var að þreifa á honum - fá tilfinningu fyrir honum og hans hreyfingum. Ég sá svo opnun og lét vaða.“ Hann efaðist svo aldrei um útkomuna eftir að bardaginn færðist niður á gólfið. „Já, ég var öruggur.“ Ljóst er að frami Gunnars innan raða UFC verður enn meiri eftir sigur kvöldsins en þjálfari hans, John Kavanagh, spáði því fyrir bardagann að Gunnar yrði heimsmeistari í veltivigt innan tólf mánaða.Vísir/GettyBein lýsing:20.35: Við segjum þetta gott af lýsingunni í bili en við verðum að sjálfsögðu með frekari umfjöllun um bardagann á næstunni. Fylgist með hér á Vísi.20.30: Það sást ekki á Gunnari eftir bardagann - það er að segja eftir að það var búið að þurrka blóð Rússans af honum. Þetta var mögnuð frammistaða og yfirburðirnir algjörir. Stemningin í kringum Gunnar var mikil fyrir en hún á eftir að aukast enn frekar eftir þetta. Það eru spennandi tímar fram undan.20.28: Púlsinn er að fara aftur niður eftir þessar örfáu mínútur sem bardaginn stóð yfir. Samkvæmt heimasíðu UFC stýrði Gunnar bardaganum í 3:29 mínútur en Omari í aðeins fimm sekúndur. Gunnar átti fjórtán heppnuð högg en Omari sjö.20.22: Gunnar var tekinn í viðtal eftir sigurinn: „Mér líður ótrúlega vel. Ég elska að berjast á Englandi og elska áhorfendur hér. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Gunnar. Hann var spurður hvort hann hefði verið með ákveða áætlun fyrir bardagann (e. gameplan). „Nei, það var engin áætlun frekar en venjulega. Ég sem það eins og bardaginn þróast.“ Gunnar náði að setja Omari niður í gólfið með þungu höggi snemma í fyrsta bardaganum. „Ég var að hreyfa mig og þreifa á honum. Fá tilfinningu fyrir honum og hans hreyfingum. Ég sá svo opnun og lét vaða.“ Hann efaðist svo aldrei um útkomuna eftir að bardaginn færðist niður á gólfið. „Já, ég var öruggur.“20.17: Gunni stendur upp og nær hálsinum. Klárar þetta! Þetta er búið! Þetta er búið! Choke í fyrstu lotu. Það er blóð á andlitinu hans Gunna en það er rússneskt blóð.20.16: Gunni er búinn að negla hann niður og lætur höggin dynja á andlitinu. Þetta er bara tímaspursmál eins og er. Það bara hlýtur að vera. Sporðdrekinn stingur og stingur og stingur. Tveir olnbogar í röð og höggin halda áfram. Rússinn á ekki breik.20.15: Það blæðir vel úr andliti Omari. Gunni er mjög rólegur. Það er nóg eftir af lotunni. Tæpar þrjár mínútur. Gunni er eins og sporðdreki - yfirvegður og stingur að höggum þegar hann getur. Þarna þekkjum við okkar mann. Olnbogi í andlit og yfirburðirnir eru algerir hjá okkar manni.20.14: Gunni pressar. Við erum þó að enn að bíða eftir fyrsta almennilega högginu. Þarna koma það. Högg í andlitið og Omari fór í gólfið. Omari er með skurð undir vinstra auganum. Gunni er kominn á Rússann eins og sporðdreki og er að taka sér stöðu.20.13: Þetta er byrjað. Gunnar setur upp hendurnar og bíður eftir fyrsta högginu. Omari sparkar en Gunni tekur höggunum. Gunni stýrir ferðinni og bíður færis. Omari kemur að andlitshöggum en Gunni setur upp vörn. Ein mínúta liðin.20.12: Salurinn, sem er að mestu skipaður Bretum og Svíum, heldur með Gunnari. Íslendingarnir í húsinu gera það líka en það þarf ekki að taka það fram.20.11: Omari er ögn hærri og með ögn stærri faðm.20.10: Gunnar gengur í salinn og hljómar Hjálma hljóma um salinn. Það er vel og það er fallegt. Pétur, okkar maður í O2-höllinni, er með gæsahúð og lái honum hver sem vill.20.06: Durgurinn frá Dagestan, Omari Akhmedov, gengur inn undir tónlist kvikmyndarinnar Last of the Mohicans. Pétur segir að lætin í höllinni séu ekkert svo mikil þegar Rússinn gengur inn.20.05: Nú er verið að kynna Gunnar og Akhmedov til leiks. Við erum að tala um þrjár lotur og verður gripið til stigagjöf dómara ef þær verða kláraðar.20.02: Gunnar er rómaður glímumaður en þær fregnir hafa borist úr hans herbúðum að æfingar síðustu mánaða hafi gert hann að betri á fótunum. Það væri ótrúlegt að sjá rothögg hjá Gunnari í kvöld en okkar maður hefur klárað flesta andstæðinga á gólfinu - sjö með uppgjafartaki.19.59: Spennan er að verða óbærileg. En maður hefur það sterklega á tilfinningunni að rólegasti maðurinn í O2-höllinni sé Gunnar Nelson. Og það veit á gott.19.54: Þá er búið að slökkva ljósin í höllinni og allt að verða klárt fyrir aðalsýningu kvöldsins. Pétur segir að Íslendingar í höllinni séu sigurvissir en mjög taugastrekktir, eins og eðlilegt er. Mikil spenna í loftinu.19.51: Taktu þátt í umræðunni á Twitter með kassamerkinu #UFC365. Hér neðst í lýsingunni má sjá hvað menn eru að segja um bardaga kvöldsins og útsendingu Stöðvar 2 Sports.19.45: Svo er það þessi yfirlýsing John Kavanagh, þjálfara Gunnars, í Fréttablaðinu í dag. „Það er enginn vafi í mínum huga að Gunnar Nelson verður heimsmeistari í veltivigt UFC innan fimm bardaga," segir John sem spáir því að Gunnar muni hengja Rússann í fyrstu lotu í dag.19.43: Dana White, forseti UFC, hefur velt þeirri spurningu upp hvort að Gunnari skortir drápseðli. Þetta og margt meira í ítarlegri greiningu Péturs á bardagamanninum Gunnari Nelson. Lestu hana hér.19.40: Gunnar hefur skapað sér stórt nafn í bardagaheiminum en hér gefur Joe Rogan álit sitt á okkar manni. Rogan, sem er einnig vinsæll grínisti, er einn helsti sérfræðingurinn um UFC í Bandaríkjunum.19.37: Kíktu á upphitun Péturs fyrir alla aðalbardaga kvöldsins hér. Það er veisla fram undan fyrir alla aðdáendur bardagaíþrótta en stærsti atburðurinn verður viðureign Alexander Gustafsson og Jimi Manuwa í léttþungavigt.19.34: Svíinn Ilir Latifi var að klára Cyrille Diabate en það var síðasti bardaginn fyrir viðureign Gunnars. Við minnum aftur á að Gunnar á að berjast um klukkan 20.05.19.16: Svíinn Alexander Gustafsson mætir Jimi Manuwa í aðalbardaga kvöldsins en Pétur segir að það séu líklega um tvö þúsund Svíar í O2-höllinni í kvöld. Við treystum því að þeir muni styðja okkar mann til dáða í kvöld.19.14: Sérfræðingar ytra spá flestir Gunnari sigri í kvöld, eins og lesa má um hér. Það er þó alveg ljóst að þetta verður sterkasti andstæðingur Gunnars til þessa. Gunnar hefur tvívegis áður keppti undir merkjum UFC og unnið báða þá bardaga, gegn DaMarques Jonson og Jorge Santiago.19.12: Við á Vísi höfum hitað vel upp fyrir bardagann í vikunni í samstarfi Pétur Marinó Jónsson og hans fólk á mmafrettir.is. Pétur er staddur í O2-Arena í Lundúnum og er aðeins örfá fet frá átthyrningnum. Hann segir að það sé gríðarlega mikil stemning í höllinni og mikil spenna fyrir aðalbardögum kvöldsins.19.09: Bardagi Gunnars er einn af fjórum aðalbardögum kvöldsins og er fyrstur af þeim á dagskrá eftir að sjónvarpsútsendingin hefst, nú klukkan 20.00. Nú eru upphitunarbardagar í gangi en þegar þetta er skrifað eru tveir eftir - svo kemur Gunnar.19.00: Velkomin í beina lýsingu en hér ætlum við að fylgjast með bardaga Gunnars okkar Nelson í UFC London.Tweets about '#UFC365'
MMA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Sjá meira