Sport

Heimurinn mun sjá betri Gunnar Nelson en áður

Gunnar í búrinu í gær.
Gunnar í búrinu í gær. vísir/getty
Fjölmiðlar í Lundúnum eru gríðarlega spenntir fyrir bardögum helgarinnar í UFC og Gunnar Nelson fær svo sannarlega sinn skerf af athyglinni.

"Ég er spenntur að vera kominn til baka eftir rúmt ár í burtu. Ég hef verið heill heilsu núna í nokkra mánuði þannig að ég er ánægður," sagði Gunnar í viðtali hjá Severe MMA.

"Ég veit um menn sem hafa meiðst en halda að þeir séu búnir að ná sér af því þeir eru í góðu formi. Ég vildi gefa mér aukatíma til þess að slaka á vöðvunum og ná mér. Hnéð á mér er mjög gott eftir það og ég er sáttur að hafa hvílt mig vel."

Áður en Gunnar meiddist átti hann að keppa í Bandaríkjunum en einhver bið verður á því að hann keppi þar.

"Ég vil endilega berjast í Las Vegas og ég veit að það mun gerast fljótlega. Það er fínt að berjast í London og auðveldara flug líka fyrir mig. Hér á ég marga aðdáendur sem ég kann að meta. Það er alltaf gott að koma hingað."

Gunnar segist alltaf stefna að því að klára andstæðinginn í keppni.

"Þið munuð sjá betri Gunnar Nelson um helgina en þið hafið séð áður," sagði okkar maður kokhraustur.

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild hér að neðan.



MMA

Tengdar fréttir

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov

Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Síðasta æfing Gunnars á Íslandi

Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson í London. Hann fer fram þann 8. mars næstkomandi.

Gunnar í sínu besta formi

Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars

Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans?

Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar

Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Greining á styrkleikum og veikleikum Gunnars

Eins og landsmönnum er kunnugt um mætir Gunnar Nelson aftur í búrið næstkomandi laugardag þegar hann berst við hinn rússneska Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram í O2 Arena í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport! En hverjir eru styrkleikar og veikleikar Gunnars?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×