Fjórir bardagakappar sem vert er að fylgjast með á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. mars 2014 23:00 Gustafsson var öflugur gegn Jon Jones. Vísir/Getty Brad Pickett í axlarböndunum með hattinn.Vísir/Getty Risabardagi Gunnars Nelson nálgast óðum og flestir Íslendingar bíða spenntir eftir að sjá hann keppa í fyrsta sinn eftir árs fjarveru frá búrinu. Það eru þó margir aðrir frábærir bardagamenn sem berjast sama kvöld en hér eru fjórir sem vert er að fylgjast með á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport.Brad "One Punch" Pickett Strax á eftir Gunnari berst Brad Pickett gegn UFC nýliðanum Neil Seery. Bardagar Pickett eru alltaf skemmtilegir og gera margir ráð fyrir að Picket gjörsigri Seery sannfærandi. Fimm af síðustu átta bardögum hans hafa verið kjörnir bardagar kvöldsins og einn kjörinn rothögg kvöldsins. Pickett er einfaldlega spennandi bardagakappi og mun mæta trylltur til leiks í heimabæ sínum London. Þetta verður fyrsti bardagi hans í fluguvigtinni eftir að hafa verið í bantamvigtinni lengst af. Pickett er mikill skemmtikraftur og labbar alltaf inn í búrið með hatt og í axlarböndum.Michael JohnsonMichael Johnson hefur litið mjög vel út í síðustu tveimur bardögum sínum. Hann sigraði óvænt hinn reynslumikla Joe Lauzon í ágúst á síðasta ári og rotaði síðan Gleison Tibau á UFC 168 í desember síðastliðnum. Johnson hafnaði í öðru sæti í raunveruleikaseríunni The Ultimate Fighter þar sem hann þótt ekki merkilegur bardagamaður. Þar var hann mest megnis einhæfur glímukappi en hefur bætt sig gífurlega síðan þá. Hann sýndi það gegn Lauzon að hann hefur bætt boxið sitt verulega undanfarið og eru allir vegir færir í léttvigtinni. Á laugardaginn mætir hann Melvin Guillard sem hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið en er þrátt fyrir það alltaf spennandi. Þessi bardagi gæti fleitt Johnson nær topp 10 í léttvigtinni.Alexander Gustafsson Svíinn knái er sá maður sem hefur komist næst því að stöðva léttþungavigtarmeistarann Jon Jones. Jones hefur farið auðveldlega í gegnum alla andstæðinga sína og bjuggust flestir við að það sama yrði uppi á teningnum þegar Alexander Gustafsson mætti Jones. Það var þó aldeilis ekki þar sem Gustafsson var hársbreidd frá því að sigra meistarann. Jones sigraði eftir umdeilda dómaraákvörðun en bardaginn var að margra mati besti bardagi ársins 2013. Margir sjá Gustafsson sem stærstu ógn Jones í léttþungavigtinni og framtíðarmeistara deildarinar. Hann þarf þó fyrst að komast í gegnum Jimi Manuwa. Með sigri er næsta víst að Gustafsson fái annað tækifæri til að berjast um titilinn og flestir spá Svíanum sigri á laugardaginn. Hann þarf þó að sýna kænsku gegn Manuwa sem hefur rotað 13 af 14 andstæðingum sínum.Jimi Manuwa Margir vanmeta Manuwa í bardaganum gegn Gustafsson en hann hefur unnið alla 14 bardaga sína - 13 með rothöggi eða tæknilegu rothöggi og einn með hengingu. Manuwa er gífurlega höggþungur sparkboxari og gæti Gustafsson fengið að finna fyrir því á laugardaginn. Manuwa hefur aðeins fjórum sinnum farið í aðra lotu enda vanur að klára andstæðinga sína fljótt. Það gæti vissulega þýtt að Manuwa lendi í vandræðum ef Gustafsson tekst að draga hann inn í seinni loturnar, sérstaklega í ljósi þess að bardaginn er fimm lotur. Þessi bardagi gæti hins vegar hæglega endað snemma með rothöggi frá Manuwa.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Innlendar MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00 Gunnar Nelson flaug til London í morgun | Þriðji UFC-bardaginn handan við hornið Gunnar Nelson er mættur til London þar sem hann berst við Rússann Omari Akhmedov á laugardaginn. 3. mars 2014 20:00 Gunnar í sínu besta formi Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 28. febrúar 2014 16:28 Innrás Rússa í UFC og lykillinn að velgengni þeirra Gunnar Nelson mætir Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars næstkomandi. Aðdáendur UFC hafa eflaust tekið eftir innrás Rússa í UFC á undanförnu ári. Flestum Rússunum í UFC hefur gengið gríðarlega vel en af hverju eru þeir svona sigursælir? 18. febrúar 2014 22:45 Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00 Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 2. mars 2014 19:00 Gaf 300 aðdáendum eiginhandaáritun Framundan er þriðji UFC-bardagi Gunnars Nelson en hann berst við Rússann Omari Akhmedov í O2-höllinni í London á laugardaginn. 4. mars 2014 13:14 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira
Brad Pickett í axlarböndunum með hattinn.Vísir/Getty Risabardagi Gunnars Nelson nálgast óðum og flestir Íslendingar bíða spenntir eftir að sjá hann keppa í fyrsta sinn eftir árs fjarveru frá búrinu. Það eru þó margir aðrir frábærir bardagamenn sem berjast sama kvöld en hér eru fjórir sem vert er að fylgjast með á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport.Brad "One Punch" Pickett Strax á eftir Gunnari berst Brad Pickett gegn UFC nýliðanum Neil Seery. Bardagar Pickett eru alltaf skemmtilegir og gera margir ráð fyrir að Picket gjörsigri Seery sannfærandi. Fimm af síðustu átta bardögum hans hafa verið kjörnir bardagar kvöldsins og einn kjörinn rothögg kvöldsins. Pickett er einfaldlega spennandi bardagakappi og mun mæta trylltur til leiks í heimabæ sínum London. Þetta verður fyrsti bardagi hans í fluguvigtinni eftir að hafa verið í bantamvigtinni lengst af. Pickett er mikill skemmtikraftur og labbar alltaf inn í búrið með hatt og í axlarböndum.Michael JohnsonMichael Johnson hefur litið mjög vel út í síðustu tveimur bardögum sínum. Hann sigraði óvænt hinn reynslumikla Joe Lauzon í ágúst á síðasta ári og rotaði síðan Gleison Tibau á UFC 168 í desember síðastliðnum. Johnson hafnaði í öðru sæti í raunveruleikaseríunni The Ultimate Fighter þar sem hann þótt ekki merkilegur bardagamaður. Þar var hann mest megnis einhæfur glímukappi en hefur bætt sig gífurlega síðan þá. Hann sýndi það gegn Lauzon að hann hefur bætt boxið sitt verulega undanfarið og eru allir vegir færir í léttvigtinni. Á laugardaginn mætir hann Melvin Guillard sem hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið en er þrátt fyrir það alltaf spennandi. Þessi bardagi gæti fleitt Johnson nær topp 10 í léttvigtinni.Alexander Gustafsson Svíinn knái er sá maður sem hefur komist næst því að stöðva léttþungavigtarmeistarann Jon Jones. Jones hefur farið auðveldlega í gegnum alla andstæðinga sína og bjuggust flestir við að það sama yrði uppi á teningnum þegar Alexander Gustafsson mætti Jones. Það var þó aldeilis ekki þar sem Gustafsson var hársbreidd frá því að sigra meistarann. Jones sigraði eftir umdeilda dómaraákvörðun en bardaginn var að margra mati besti bardagi ársins 2013. Margir sjá Gustafsson sem stærstu ógn Jones í léttþungavigtinni og framtíðarmeistara deildarinar. Hann þarf þó fyrst að komast í gegnum Jimi Manuwa. Með sigri er næsta víst að Gustafsson fái annað tækifæri til að berjast um titilinn og flestir spá Svíanum sigri á laugardaginn. Hann þarf þó að sýna kænsku gegn Manuwa sem hefur rotað 13 af 14 andstæðingum sínum.Jimi Manuwa Margir vanmeta Manuwa í bardaganum gegn Gustafsson en hann hefur unnið alla 14 bardaga sína - 13 með rothöggi eða tæknilegu rothöggi og einn með hengingu. Manuwa er gífurlega höggþungur sparkboxari og gæti Gustafsson fengið að finna fyrir því á laugardaginn. Manuwa hefur aðeins fjórum sinnum farið í aðra lotu enda vanur að klára andstæðinga sína fljótt. Það gæti vissulega þýtt að Manuwa lendi í vandræðum ef Gustafsson tekst að draga hann inn í seinni loturnar, sérstaklega í ljósi þess að bardaginn er fimm lotur. Þessi bardagi gæti hins vegar hæglega endað snemma með rothöggi frá Manuwa.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Innlendar MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00 Gunnar Nelson flaug til London í morgun | Þriðji UFC-bardaginn handan við hornið Gunnar Nelson er mættur til London þar sem hann berst við Rússann Omari Akhmedov á laugardaginn. 3. mars 2014 20:00 Gunnar í sínu besta formi Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 28. febrúar 2014 16:28 Innrás Rússa í UFC og lykillinn að velgengni þeirra Gunnar Nelson mætir Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars næstkomandi. Aðdáendur UFC hafa eflaust tekið eftir innrás Rússa í UFC á undanförnu ári. Flestum Rússunum í UFC hefur gengið gríðarlega vel en af hverju eru þeir svona sigursælir? 18. febrúar 2014 22:45 Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00 Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 2. mars 2014 19:00 Gaf 300 aðdáendum eiginhandaáritun Framundan er þriðji UFC-bardagi Gunnars Nelson en hann berst við Rússann Omari Akhmedov í O2-höllinni í London á laugardaginn. 4. mars 2014 13:14 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00
Gunnar Nelson flaug til London í morgun | Þriðji UFC-bardaginn handan við hornið Gunnar Nelson er mættur til London þar sem hann berst við Rússann Omari Akhmedov á laugardaginn. 3. mars 2014 20:00
Gunnar í sínu besta formi Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 28. febrúar 2014 16:28
Innrás Rússa í UFC og lykillinn að velgengni þeirra Gunnar Nelson mætir Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars næstkomandi. Aðdáendur UFC hafa eflaust tekið eftir innrás Rússa í UFC á undanförnu ári. Flestum Rússunum í UFC hefur gengið gríðarlega vel en af hverju eru þeir svona sigursælir? 18. febrúar 2014 22:45
Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00
Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 2. mars 2014 19:00
Gaf 300 aðdáendum eiginhandaáritun Framundan er þriðji UFC-bardagi Gunnars Nelson en hann berst við Rússann Omari Akhmedov í O2-höllinni í London á laugardaginn. 4. mars 2014 13:14