Þjálfari Anítu vill sjá hana færast nær og nær þessum bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2014 19:15 Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu. Aníta hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, hún er búin að margbæta Íslandsmetið og var á síðasta ári kosin vonastjarnan í evrópskum frjálsum íþróttum. Um næstu helgi mætir Aníta fremstu hlaupakonum heims á HM innanhúss en á dögunum varð hún í 4. sæti á Millrose-frjálsíþróttamótinu í New York. Gaupi spurði þjálfara hennar Gunnar Pál Jóakimssona um hvers væri að vænta á heimsmeistaramótinu. „Ég er að vona að hún taki eitt skref í einu eins og hún hefur alltaf gert. Í fyrra fór hún á Evrópumeistaramótið innanhúss og tók þátt í demantamóti fullorðinna. Í ár er markmiðið að gera vel á heimsmeistaramóti unglinga en HM innanhúss í Póllandi er hún að taka eitt skref í viðbót," sagði Gunnar Páll. „Það eru bara tuttugu í heiminum sem ná lágmarki en það verða eitthvað fleiri með því lönd mega senda keppendur í eina grein ef enginn nær lágmarki frá þeirra landi. Aníta er ein af tuttugu bestu í heiminum, eigum við ekki að segja að stefnan sé á 10. til 15. sæti og að hún komist aðeins ofar en hún er stödd á heimslistanum," sagði Gunnar Páll. Æfingarnar fyrir heimsmeistaramótið hafa gengið vel en Gunnar segir að Aníta eigi mikið inni. „Ég veit að hana langar í met. Mig langar að sjá framfarir hjá henni í hvernig hún glímir við þær bestu og að hún ráði betur við hraðabreytingar í seinni hluta hlaupsins. Ég vil sjá hana vera mjög sterka síðustu 200 metrana í hlaupi þar sem hún er að keppa við sterkari hlaupara," sagði Gunnar Páll. „Það gerði hún um daginn á Millrose-leikunum í New York. Hún var ekki sátt við tímann þar en ég var að benda henni á það að hún hljóp þar sekúndu hraðar en á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Það er að koma styrkur í hana og ég vil sjá hana færast nær og nær þessum bestu," sagði Gunnar Páll að lokum en það má sjá allt innslagið með því að smella hér fyrir ofan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00 Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu. Aníta hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, hún er búin að margbæta Íslandsmetið og var á síðasta ári kosin vonastjarnan í evrópskum frjálsum íþróttum. Um næstu helgi mætir Aníta fremstu hlaupakonum heims á HM innanhúss en á dögunum varð hún í 4. sæti á Millrose-frjálsíþróttamótinu í New York. Gaupi spurði þjálfara hennar Gunnar Pál Jóakimssona um hvers væri að vænta á heimsmeistaramótinu. „Ég er að vona að hún taki eitt skref í einu eins og hún hefur alltaf gert. Í fyrra fór hún á Evrópumeistaramótið innanhúss og tók þátt í demantamóti fullorðinna. Í ár er markmiðið að gera vel á heimsmeistaramóti unglinga en HM innanhúss í Póllandi er hún að taka eitt skref í viðbót," sagði Gunnar Páll. „Það eru bara tuttugu í heiminum sem ná lágmarki en það verða eitthvað fleiri með því lönd mega senda keppendur í eina grein ef enginn nær lágmarki frá þeirra landi. Aníta er ein af tuttugu bestu í heiminum, eigum við ekki að segja að stefnan sé á 10. til 15. sæti og að hún komist aðeins ofar en hún er stödd á heimslistanum," sagði Gunnar Páll. Æfingarnar fyrir heimsmeistaramótið hafa gengið vel en Gunnar segir að Aníta eigi mikið inni. „Ég veit að hana langar í met. Mig langar að sjá framfarir hjá henni í hvernig hún glímir við þær bestu og að hún ráði betur við hraðabreytingar í seinni hluta hlaupsins. Ég vil sjá hana vera mjög sterka síðustu 200 metrana í hlaupi þar sem hún er að keppa við sterkari hlaupara," sagði Gunnar Páll. „Það gerði hún um daginn á Millrose-leikunum í New York. Hún var ekki sátt við tímann þar en ég var að benda henni á það að hún hljóp þar sekúndu hraðar en á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Það er að koma styrkur í hana og ég vil sjá hana færast nær og nær þessum bestu," sagði Gunnar Páll að lokum en það má sjá allt innslagið með því að smella hér fyrir ofan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00 Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47
Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00
Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58
Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21
Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20