Innlent

Breytingartillaga samþykkt einróma

Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Frá fundi Sjálfstæðismanna í Garðabæ.
Frá fundi Sjálfstæðismanna í Garðabæ. vísir/daníel
Breytingartillaga við uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var í kvöld samþykkt einróma á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, ekki kom til atkvæðagreiðslu.

Athygli vakti að kosið var með handauppréttingum.

Tillagan felur í sér að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri sem skipar 1.sæti á listanum verði færður í 8.sæti og að Sturla Þorsteinsson, bæjarfulltrúi, sem fyrir var ekki inni á lista uppstillingarnefndar fái 7.sæti á listanum. Einnig fól hún það í sér að Kristinn Guðlaugsson, fyrrum bæjarfulltrúi á Álftanesi, fái sæti aftarlega á lista.

Tillagan var borin upp á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í safnaðarheimilinu í Vídalínskirkju í kvöld.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×