Jordan: Phil Jackson mun standa sig hjá Knicks Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2014 11:45 Phil Jackson verður maðurinn á bakvið tjöldin hjá New York Knicks. Vísir/EPA Phil Jackson, sigursælasti þjálfarinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, verður kynntur sem nýr forseti New York Knicks í dag en hann verður æðsti maður hjá félaginu og sér um daglegan rekstur liðsins. Fram kemur á vef ESPN að Jackson hafi verið í viðræðum við Knicks í marga mánuði en hann hefur lengi langað til að vinna á bakvið tjöldin hjá NBA-liði eftir áratugi á parketinu. Jackson, sem vann sex meistaratitla sem þjálfari Chicago Bulls og fimm sem þjálfari Los Angeles Lakers, varð einnig meistari í tvígang sem leikmaður New York Knicks árin 1970 og 1973. Liðið hefur ekki unnið NBA-deildina síðan þá en Jackson bíður erfitt og vandasamt verkefni að koma New York-liðinu aftur á toppinn eftir mörg erfið ár þar í borg. „Phil getur gert góða hluti með liðið því hann er einstakur. Hann er frábær að hafa stjórn á stórstjörnum með mikið egó og fá alla til að róa í sömu átt,“ segir MichaelJordan við ESPN um sinn gamla lærimeistara. „Phil er frábær. Hann er mjög gáfaður og verður fljótur að komast að því hvað hann þarf að gera. Hann á líka marga vini í deildinni, eins og mig, sem verða alltaf tilbúnir að hjálpa honum.“ „Eina vandamálið er að enginn af okkur mun hjálpa honum með því að gefa eftir góða leikmenn eða valrétti í nýliðavalinu. Það er sá hluti starfsins sem er erfiðastur. En ég óska honum velgengni. Ég hef trú á honum og veit að hvað sem hann tekur sér fyrir hendur mun ganga upp á endanum,“ segir Michael Jordan.Michael Jordan trúir á sinn mann.Vísir/EPA NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira
Phil Jackson, sigursælasti þjálfarinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, verður kynntur sem nýr forseti New York Knicks í dag en hann verður æðsti maður hjá félaginu og sér um daglegan rekstur liðsins. Fram kemur á vef ESPN að Jackson hafi verið í viðræðum við Knicks í marga mánuði en hann hefur lengi langað til að vinna á bakvið tjöldin hjá NBA-liði eftir áratugi á parketinu. Jackson, sem vann sex meistaratitla sem þjálfari Chicago Bulls og fimm sem þjálfari Los Angeles Lakers, varð einnig meistari í tvígang sem leikmaður New York Knicks árin 1970 og 1973. Liðið hefur ekki unnið NBA-deildina síðan þá en Jackson bíður erfitt og vandasamt verkefni að koma New York-liðinu aftur á toppinn eftir mörg erfið ár þar í borg. „Phil getur gert góða hluti með liðið því hann er einstakur. Hann er frábær að hafa stjórn á stórstjörnum með mikið egó og fá alla til að róa í sömu átt,“ segir MichaelJordan við ESPN um sinn gamla lærimeistara. „Phil er frábær. Hann er mjög gáfaður og verður fljótur að komast að því hvað hann þarf að gera. Hann á líka marga vini í deildinni, eins og mig, sem verða alltaf tilbúnir að hjálpa honum.“ „Eina vandamálið er að enginn af okkur mun hjálpa honum með því að gefa eftir góða leikmenn eða valrétti í nýliðavalinu. Það er sá hluti starfsins sem er erfiðastur. En ég óska honum velgengni. Ég hef trú á honum og veit að hvað sem hann tekur sér fyrir hendur mun ganga upp á endanum,“ segir Michael Jordan.Michael Jordan trúir á sinn mann.Vísir/EPA
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira