Fótbolti

Tíu leikja sigurganga Salzburg-liðsins í Evrópu á enda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Valencia fagna einu af þremur mörkum sínum í Sofía í kvöld.
Leikmenn Valencia fagna einu af þremur mörkum sínum í Sofía í kvöld. Vísir/AP
Austurríska liðið Red Bull Salzburg tókst ekki að vinna ellefta Evrópuleikinn í röð í kvöld þegar liðið heimsótti Basel í Sviss í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Basel og Red Bull Salzburg gerðu þá markalaust jafntefli en seinni leikurinn fer fram í Austurríki í næstu viku. Jafntefli var því ekkert slæm úrslit fyrir Red Bull liðið.

Red Bull Salzburg vann fyrstu tíu leiki sína í Evrópudeildinni þar á meðal tvo sigra á hollensku meisturunum í Ajax í 32 liða úrslitunum (3-0 og 3-1). Ekkert lið hefur náð að vinna jafnmarga Evrópuleiki í röð á þessu tímabili.

Spænska liðið Valencia er í frábærum málum eftir 3-0 útisigur á búlgarska liðinu en Spánverjarnir skoruðu tvö markanna eftir að þeir misstu mann af velli með rautt spjald.

Jackson Martinez var hetja Porto-manna í 1-0 heimasigri á ítalska liðinu Napoli.

Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:

Sextán liða úrslit - fyrri leikir

(Leikir sem byrjuðu klukkan 18.00)     

Ludogorets Razgrad - Valencia    0-3

0-1 Barragan (5.), 0-2 Federico Cartabia (35.), 0-3 Philippe Senderos (59.).

Porto - Napoli    1-0

1-0 Jackson Martinez (57.).

Basel - Red Bull Salzburg    0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×