Ísland vann Svíþjóð og fékk brons á Algarve Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2014 12:56 Frábær árangur hjá stelpunum. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Ísland kom fram hefndum gegn Svíþjóð frá tapinu á EM síðasta sumar með því að vinna Svía, 2-1, í leiknum um þriðja sætið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. Fékk íslenska liðið því bronsverðlaun á mótinu og er þetta í annað sinn sem liðið fær verðlaun á Algarve.Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands á 28. mínútu þegar hún slapp ein í gegnum vörn Svía og kom boltanum í netið, samkvæmt lýsingu á Facebook-síðu KSÍ. Aðeins þremur mínútum síðar barst boltinn aftur inn fyrir vörn Svía þar sem markadrottning Harpa Þorsteinsdóttir var með allt á hreinu og jók forystu Íslands í 2-0. Þannig stóð í hálfleik. Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks fékk FanndísFriðriksdóttir dauðafæri sem henni tókst ekki að nýta en Svíar sóttu þó meira í síðari hálfleik. Íslenska liðið varðist vel í seinni hálfleik en tókst þó ekki að halda hreinu. Þær sænsku minnkuðu muninn, 2-1, með marki Antoniu Göransson á 90. mínútu leiksins. Okkar stúlkur héldur þó út í uppbótartímanum og lönduðu fræknum og góðum sigri á sterku liði Svíþjóðar sem komst í undanúrslit á EM á heimavelli síðasta sumar með því að vinna Ísland, 4-0.Freyr Alexandersson var að stýra íslenska liðinu í fyrsta skipti á Algarve-mótinu og vann til verðlauna með liðið á sínu fyrsta móti. Stelpurnar fengu skell gegn Þjóðverjum í fyrsta leik en hristu hann af sér og unnu þrjá leiki í röð; gegn Noregi, Kína og Svíþjóð.Dóra María Lárusdóttir var fyrirliði íslenska liðsins í dag í sínum 100. landsleik en Þóra B. Helgadóttir spilaði einnig sinn 100. landsleik fyrr á mótinu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gefið 21 leikmanni tækifæri í byrjunarliðinu á Algarve-mótinu en um leið hefur liðið náð öðrum besta árangri sínum á mótinu frá upphafi. Liðið spilar um bronsið í dag. 12. mars 2014 07:00 Dóra María fyrirliði í 100. landsleiknum Kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. 12. mars 2014 10:45 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Sjá meira
Ísland kom fram hefndum gegn Svíþjóð frá tapinu á EM síðasta sumar með því að vinna Svía, 2-1, í leiknum um þriðja sætið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. Fékk íslenska liðið því bronsverðlaun á mótinu og er þetta í annað sinn sem liðið fær verðlaun á Algarve.Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands á 28. mínútu þegar hún slapp ein í gegnum vörn Svía og kom boltanum í netið, samkvæmt lýsingu á Facebook-síðu KSÍ. Aðeins þremur mínútum síðar barst boltinn aftur inn fyrir vörn Svía þar sem markadrottning Harpa Þorsteinsdóttir var með allt á hreinu og jók forystu Íslands í 2-0. Þannig stóð í hálfleik. Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks fékk FanndísFriðriksdóttir dauðafæri sem henni tókst ekki að nýta en Svíar sóttu þó meira í síðari hálfleik. Íslenska liðið varðist vel í seinni hálfleik en tókst þó ekki að halda hreinu. Þær sænsku minnkuðu muninn, 2-1, með marki Antoniu Göransson á 90. mínútu leiksins. Okkar stúlkur héldur þó út í uppbótartímanum og lönduðu fræknum og góðum sigri á sterku liði Svíþjóðar sem komst í undanúrslit á EM á heimavelli síðasta sumar með því að vinna Ísland, 4-0.Freyr Alexandersson var að stýra íslenska liðinu í fyrsta skipti á Algarve-mótinu og vann til verðlauna með liðið á sínu fyrsta móti. Stelpurnar fengu skell gegn Þjóðverjum í fyrsta leik en hristu hann af sér og unnu þrjá leiki í röð; gegn Noregi, Kína og Svíþjóð.Dóra María Lárusdóttir var fyrirliði íslenska liðsins í dag í sínum 100. landsleik en Þóra B. Helgadóttir spilaði einnig sinn 100. landsleik fyrr á mótinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gefið 21 leikmanni tækifæri í byrjunarliðinu á Algarve-mótinu en um leið hefur liðið náð öðrum besta árangri sínum á mótinu frá upphafi. Liðið spilar um bronsið í dag. 12. mars 2014 07:00 Dóra María fyrirliði í 100. landsleiknum Kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. 12. mars 2014 10:45 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Sjá meira
Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gefið 21 leikmanni tækifæri í byrjunarliðinu á Algarve-mótinu en um leið hefur liðið náð öðrum besta árangri sínum á mótinu frá upphafi. Liðið spilar um bronsið í dag. 12. mars 2014 07:00
Dóra María fyrirliði í 100. landsleiknum Kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í leiknum um bronsið á Algarve-mótinu í fótbolta í dag. 12. mars 2014 10:45
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti