Sóknarfæri Sjóvár liggja í sölu líf- og sjúkdómatrygginga Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. mars 2014 08:53 Sjóvá verður átjánda skráða félagið á almennum hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar að loknu hlutafjárútboði félagsins sem hefst á morgun og lýkur á mánudag. Sjóvá, sem var endurreist með stuðningi ríkisins eftir bankahrunið og síðar einkavætt að nýju gegnum Eignasafn Seðlabanka Íslands, er næststærsta tryggingafélag landsins þegar markaðshlutdeild er annars vegar. Félagið hefur haft á bilinu 27-29 prósent markaðshlutdeild í skaðatryggingum á síðustu árum. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, tók við rekstri fyrirtækisins árið 2011 en hann hafði starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1990 þar á undan. Hermann er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Hermann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á Sjóvá í aðdraganda skráningar. Félagið hefur samþykkt arðgreiðslustefnu sem felst í því að útgreiddur arður verði að lágmarki 50 prósent hagnaðar, en ekki verður þó greiddur út arður vegna hagnaðar ársins 2013. Hermann segir að sóknarfæri Sjóvár liggi m.a. á sölu líf- og sjúkdómatryggingum en þessi markaður sé illa nýttur. „Íslenskur markaður er vantryggður. Við Íslendingar erum illa tryggðir í líf- og sjúkdómatryggingum. Líftryggingamarkaðurinn í heild sinni er of lítill miðað við stærð landsins.“Ekkert bónuskerfi„Það er ekkert kaupaukakerfi hjá Sjóvá. Maður verður að hafa hugfast úr hvaða átt félagið er að koma.“Skortur á fyrirhyggju„Á mörgum öðrum stöðum á Norðurlöndunum er ungt fólk farið að hugsa miklu fyrr um líf- og sjúkdómatryggingar en hér.“Eðlileg verðmyndun í Kauphöllinni?„Það er mikið fé á eftir fáum tækifærum. Það er augljóst.“„Það hefur ekki gengið eftir að skapa aukið svigrúm fyrir frumkvöðlafyrirtæki.“„Það eru litlir hvatar fyrir erlenda starfsmenn að koma hingað.“Dýr ESA rannsóknHermann segir kostnað Sjóvár við rannsókn ESA á ríkisstuðningi við félagið hafa verið verulegan, en verið þess virði því niðurstaðan var félaginu hagfelld. Klinkið Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Sjóvá verður átjánda skráða félagið á almennum hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar að loknu hlutafjárútboði félagsins sem hefst á morgun og lýkur á mánudag. Sjóvá, sem var endurreist með stuðningi ríkisins eftir bankahrunið og síðar einkavætt að nýju gegnum Eignasafn Seðlabanka Íslands, er næststærsta tryggingafélag landsins þegar markaðshlutdeild er annars vegar. Félagið hefur haft á bilinu 27-29 prósent markaðshlutdeild í skaðatryggingum á síðustu árum. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, tók við rekstri fyrirtækisins árið 2011 en hann hafði starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1990 þar á undan. Hermann er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Hermann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á Sjóvá í aðdraganda skráningar. Félagið hefur samþykkt arðgreiðslustefnu sem felst í því að útgreiddur arður verði að lágmarki 50 prósent hagnaðar, en ekki verður þó greiddur út arður vegna hagnaðar ársins 2013. Hermann segir að sóknarfæri Sjóvár liggi m.a. á sölu líf- og sjúkdómatryggingum en þessi markaður sé illa nýttur. „Íslenskur markaður er vantryggður. Við Íslendingar erum illa tryggðir í líf- og sjúkdómatryggingum. Líftryggingamarkaðurinn í heild sinni er of lítill miðað við stærð landsins.“Ekkert bónuskerfi„Það er ekkert kaupaukakerfi hjá Sjóvá. Maður verður að hafa hugfast úr hvaða átt félagið er að koma.“Skortur á fyrirhyggju„Á mörgum öðrum stöðum á Norðurlöndunum er ungt fólk farið að hugsa miklu fyrr um líf- og sjúkdómatryggingar en hér.“Eðlileg verðmyndun í Kauphöllinni?„Það er mikið fé á eftir fáum tækifærum. Það er augljóst.“„Það hefur ekki gengið eftir að skapa aukið svigrúm fyrir frumkvöðlafyrirtæki.“„Það eru litlir hvatar fyrir erlenda starfsmenn að koma hingað.“Dýr ESA rannsóknHermann segir kostnað Sjóvár við rannsókn ESA á ríkisstuðningi við félagið hafa verið verulegan, en verið þess virði því niðurstaðan var félaginu hagfelld.
Klinkið Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira