Föstudagskvöld í Kænugarði Heimir Már Pétursson í Kænugarði skrifar 21. mars 2014 22:53 Tinnabækurnar, um hinn hreinhjartaða unga blaðamann, voru mér innblástur þegar ég var níu til fimmtán ára og gera auðvitað enn. Ég hef komið víða en aldrei áður hingað til Kiev í Úkraínu. Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn. Viktoria, ung úkraínsk kona sem hefur verið okkur á 365 miðlum innan handar, segir mér að lobbýið hér niðri hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Viktoria segir mér líka að á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu út um glugga á hótelinu, hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll. Glugginn á herberginu mínu er opinn og ég heyri mann halda ræðu í hátalarakerfi núna klukkan rúmlega tíu að kvöldi að staðartíma. Hann talar lágum rómi, ég skil ekki orðin en einhvern veginn skil ég samt hvað hann er að segja. Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig. Mér liður eins og Tinna í Leynivopninu á hóteli í Klow, eða Sprojd eða hvað borgin hét og nú er maðurinn fyrir utan hættur að tala og kona með gjallarhorn hefur tekið við, en samt er allt einhern veginn með ró og spekt. Viktoria var mér algerlega ókunnug þar til fyrir nokkrum klukkustundum. Hún er tæplega þrítug, myndarleg með svart sítt hár. Hún og Julian vinur hennar, sem er á svipuðum aldri, náðu í okkur á flugvöllinn klukkan 18, fyrir fjórum og hálfum tíma. Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu. Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum. Viktoria vinnur hjá fyrirtæki sem dreifir alþjóðlegum kvikmyndum til kvikmyndahúsa í landinu. Hún á ungan son, en ég veit ekki enn hvort hún á eiginmann, kærasta eða kærustu. Við höfum talað svo mikið um byltinguna að hennar einkahagir hafa lítið borist í tal. Julian sagði okkur frá því þegar hann hafði lagt bílnum skammt frá hótelinu og við vorum að ganga síðasta spölin fram hjá ljósmyndum af hinum föllnu, að þegar hann og kærastan hans voru stödd fyrir utan heimili þeirra hinn örlagaríka dag 21. febrúar, hafi þau séð mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim og skotið hann í höfuðið. Og hann sagði okkur hvað kærastan hans varð hrædd.Julian og Viktoria, skammt frá hótelinu.Hér á myndinni sjást þau Julian og Viktoria við blómahaf rétt við hótelið. En ef þið grillið í myndina sjáið þið ljósmynd af konu um fimmtugt sem var skotin til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona,“ hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn. Og nú þegar klukkan er að verða ellefu eru ekki lengur haldnar ræður hér á torginu. Það er föstudagskvöld og plötusnúður hefur ákveðið að nú sé gott fyrir ungt byltingarfólk að dansa og það hreinlega glymur um allt torg hið klassíska diskólag It's Raining Men - og ég get ekki sagt að mér leiðist þessi bylting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Tinnabækurnar, um hinn hreinhjartaða unga blaðamann, voru mér innblástur þegar ég var níu til fimmtán ára og gera auðvitað enn. Ég hef komið víða en aldrei áður hingað til Kiev í Úkraínu. Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn. Viktoria, ung úkraínsk kona sem hefur verið okkur á 365 miðlum innan handar, segir mér að lobbýið hér niðri hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Viktoria segir mér líka að á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu út um glugga á hótelinu, hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll. Glugginn á herberginu mínu er opinn og ég heyri mann halda ræðu í hátalarakerfi núna klukkan rúmlega tíu að kvöldi að staðartíma. Hann talar lágum rómi, ég skil ekki orðin en einhvern veginn skil ég samt hvað hann er að segja. Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig. Mér liður eins og Tinna í Leynivopninu á hóteli í Klow, eða Sprojd eða hvað borgin hét og nú er maðurinn fyrir utan hættur að tala og kona með gjallarhorn hefur tekið við, en samt er allt einhern veginn með ró og spekt. Viktoria var mér algerlega ókunnug þar til fyrir nokkrum klukkustundum. Hún er tæplega þrítug, myndarleg með svart sítt hár. Hún og Julian vinur hennar, sem er á svipuðum aldri, náðu í okkur á flugvöllinn klukkan 18, fyrir fjórum og hálfum tíma. Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu. Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum. Viktoria vinnur hjá fyrirtæki sem dreifir alþjóðlegum kvikmyndum til kvikmyndahúsa í landinu. Hún á ungan son, en ég veit ekki enn hvort hún á eiginmann, kærasta eða kærustu. Við höfum talað svo mikið um byltinguna að hennar einkahagir hafa lítið borist í tal. Julian sagði okkur frá því þegar hann hafði lagt bílnum skammt frá hótelinu og við vorum að ganga síðasta spölin fram hjá ljósmyndum af hinum föllnu, að þegar hann og kærastan hans voru stödd fyrir utan heimili þeirra hinn örlagaríka dag 21. febrúar, hafi þau séð mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim og skotið hann í höfuðið. Og hann sagði okkur hvað kærastan hans varð hrædd.Julian og Viktoria, skammt frá hótelinu.Hér á myndinni sjást þau Julian og Viktoria við blómahaf rétt við hótelið. En ef þið grillið í myndina sjáið þið ljósmynd af konu um fimmtugt sem var skotin til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona,“ hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn. Og nú þegar klukkan er að verða ellefu eru ekki lengur haldnar ræður hér á torginu. Það er föstudagskvöld og plötusnúður hefur ákveðið að nú sé gott fyrir ungt byltingarfólk að dansa og það hreinlega glymur um allt torg hið klassíska diskólag It's Raining Men - og ég get ekki sagt að mér leiðist þessi bylting.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun