„Við Erna Hrönn verðum þarna í fyrirpartíinu í Háskólabíó að spjalla við góða gesti og hita upp fyrir kvöldið,“ segir Sverrir Bergmann, en hægt verður að fylgjast með honum ásamt Ernu Hrönn Ólafsdóttur að heilsa upp á gesti Hlustendaverðlaunanna fyrir hátíðina sjálfa á PoppTíví í kvöld.
Útsending hefst klukkan 18:30 og verður bein útsending frá Háskólabíó á PoppTíví og Vísir.is.
„Við ætlum að spjalla við þá sem eru tilnefndir og síðan bara þá sem eru í stuði.“ segir Sverrir en tvíeykið er með vinsælan morgunþátt á FM957 alla virka morgna.
Hlustendaverðlaunin fara fram í kvöld og er spáð miklu stuði í Háskólabíói. „Það getur allt gerst,“ segir Sverrir Bergmann, léttur í bragði.
Fylgstu með fyrirpartíinu
