Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HK 36-27 | Öruggt hjá Eyjamönnum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 20. mars 2014 17:06 Vísir/Vilhelm ÍBV er komið með 26 stig í Olísdeild karla eftir sigur á botnliði HK í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn voru með tveggja marka forystu í hálfleik og leiddu frá fyrstu mínútu. HK var þó lengst af ekki langt undan en ÍBV stakk af með því að skora átta af níu síðustu mörkum leiksins. ÍBV er sem fyrr þremur stigum á eftir toppliði Hauka en HK, sem er fallið í 1. deildina, er langneðst með þrjú stig. Eyjamenn mættu sterkari til leiks og virtust ætla að valta yfir gestina í byrjun en skyttur heimamanna voru að skjóta gríðarlega vel. Munurinn varð fljótlega fjögur mörk en HK-ingar áttu fá svör við snörpum sóknarleik ÍBV. Mikið var skorað og nýttu HK-ingar sér það þegar að eitthvað klikkaði í sókn Eyjamanna og keyrðu á þá hraðaupphlaup. Gestirnir pössuðu sig á því að lenda ekki of mörgum mörkum á eftir en þeim tókst að minnka muninn í eitt mark nokkrum sinnum í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 16-14 heimamönnum í vil og virtist fátt benda til þess að seinni hálfleikur yrði einstefna. Það tók HK-inga langan tíma að koma sér út á völlinn eftir hálfleiksræðu Ágústar en það tók þá alls ekki langan tíma að jafna metin. Staðan var jöfn eftir 42 sekúndur í seinni hálfleik en þá spýttu heimamenn í lófana og sigldu fram úr gestunum. Um miðbik seinni hálfleiks voru skoruð átta mörk á fjögurra mínútna kafla en markmenn liðanna áttu ekki sína bestu leiki í dag. Munurinn var svo skyndilega orðinn tvö mörk þegar tólf mínútur voru eftir en þá skiptu Eyjamenn aftur um gír og komust níu mörkum yfir áður en flautað var til leiksloka. Sigur Eyjamanna því staðreynd og styrkja þeir því stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. HK-ingar sitja sem fastast á botninum og verða að treysta á fjölgun liða í efstu deild vilji þeir halda sínu sæti.Magnús: Það er getumunur á þessum liðum „Þetta var ekki erfiðara en við áttum von á, það er getumunur á þessum liðum en það er oft hausverkur að gíra menn rétt í svona leiki,“ sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði Eyjamanna eftir góðan sigur gegn föllnum HK-ingum í kvöld. „Ég held að við verðum að segja það að menn séu komnir með þessa sigurhugsun, við erum alltaf á fullu og neitum að gefast upp. Við höfum alltaf trú á því að við getum unnið, þangað til að leikurinn klárast,“ sagði Magnús sem var sáttur með sína menn í kvöld. „Við erum komnir í úrslitakeppnina en núna tekur bara við stigasöfnun, við þurfum öll þau stig sem við getum fengið. Við ætlum okkur að vera á heimavelli í úrslitakeppninni,“ bætti Magnús við en hann skoraði sjö mörk í leiknum og spilaði heilt yfir mjög vel.Vilhelm Gauti: Við erum að spila fyrir stoltið „Við erum aðallega að spila fyrir stoltið og klúbbinn, það er ekki besta tilfinning í heimi að vera fallinn,“ sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK eftir tap í Eyjum í kvöld. „Eyjamenn eru snillingar heim að sækja, þetta var leikur í 48 mínútur og það er hálftíma bæting frá síðasta leik,“ bætti Vilhelm við en hann átti ágætan leik í kvöld. „Já, við erum að sjálfsögðu að horfa til næsta veturs, við viljum halda þessum ungu strákum áfram og erum því farnir að tjalda til næsta tímabils,“ sagði Vilhelm Gauti að lokum en það er nú ekki undir HK-ingum komið hvort þeir spili í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
ÍBV er komið með 26 stig í Olísdeild karla eftir sigur á botnliði HK í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn voru með tveggja marka forystu í hálfleik og leiddu frá fyrstu mínútu. HK var þó lengst af ekki langt undan en ÍBV stakk af með því að skora átta af níu síðustu mörkum leiksins. ÍBV er sem fyrr þremur stigum á eftir toppliði Hauka en HK, sem er fallið í 1. deildina, er langneðst með þrjú stig. Eyjamenn mættu sterkari til leiks og virtust ætla að valta yfir gestina í byrjun en skyttur heimamanna voru að skjóta gríðarlega vel. Munurinn varð fljótlega fjögur mörk en HK-ingar áttu fá svör við snörpum sóknarleik ÍBV. Mikið var skorað og nýttu HK-ingar sér það þegar að eitthvað klikkaði í sókn Eyjamanna og keyrðu á þá hraðaupphlaup. Gestirnir pössuðu sig á því að lenda ekki of mörgum mörkum á eftir en þeim tókst að minnka muninn í eitt mark nokkrum sinnum í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 16-14 heimamönnum í vil og virtist fátt benda til þess að seinni hálfleikur yrði einstefna. Það tók HK-inga langan tíma að koma sér út á völlinn eftir hálfleiksræðu Ágústar en það tók þá alls ekki langan tíma að jafna metin. Staðan var jöfn eftir 42 sekúndur í seinni hálfleik en þá spýttu heimamenn í lófana og sigldu fram úr gestunum. Um miðbik seinni hálfleiks voru skoruð átta mörk á fjögurra mínútna kafla en markmenn liðanna áttu ekki sína bestu leiki í dag. Munurinn var svo skyndilega orðinn tvö mörk þegar tólf mínútur voru eftir en þá skiptu Eyjamenn aftur um gír og komust níu mörkum yfir áður en flautað var til leiksloka. Sigur Eyjamanna því staðreynd og styrkja þeir því stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. HK-ingar sitja sem fastast á botninum og verða að treysta á fjölgun liða í efstu deild vilji þeir halda sínu sæti.Magnús: Það er getumunur á þessum liðum „Þetta var ekki erfiðara en við áttum von á, það er getumunur á þessum liðum en það er oft hausverkur að gíra menn rétt í svona leiki,“ sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði Eyjamanna eftir góðan sigur gegn föllnum HK-ingum í kvöld. „Ég held að við verðum að segja það að menn séu komnir með þessa sigurhugsun, við erum alltaf á fullu og neitum að gefast upp. Við höfum alltaf trú á því að við getum unnið, þangað til að leikurinn klárast,“ sagði Magnús sem var sáttur með sína menn í kvöld. „Við erum komnir í úrslitakeppnina en núna tekur bara við stigasöfnun, við þurfum öll þau stig sem við getum fengið. Við ætlum okkur að vera á heimavelli í úrslitakeppninni,“ bætti Magnús við en hann skoraði sjö mörk í leiknum og spilaði heilt yfir mjög vel.Vilhelm Gauti: Við erum að spila fyrir stoltið „Við erum aðallega að spila fyrir stoltið og klúbbinn, það er ekki besta tilfinning í heimi að vera fallinn,“ sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK eftir tap í Eyjum í kvöld. „Eyjamenn eru snillingar heim að sækja, þetta var leikur í 48 mínútur og það er hálftíma bæting frá síðasta leik,“ bætti Vilhelm við en hann átti ágætan leik í kvöld. „Já, við erum að sjálfsögðu að horfa til næsta veturs, við viljum halda þessum ungu strákum áfram og erum því farnir að tjalda til næsta tímabils,“ sagði Vilhelm Gauti að lokum en það er nú ekki undir HK-ingum komið hvort þeir spili í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.
Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira