Sport

Þráinn og Sigrún Helga sigurvegarar Mjölnir Open 9

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Þráinn Kolbeinsson (til hægri) sigraði sinn flokk og opinn flokk karla.
Þráinn Kolbeinsson (til hægri) sigraði sinn flokk og opinn flokk karla. Kjartan Páll Sæmundsson
Um helgina fór Mjölnir Open fram í níunda skipti. Keppt var í nogi uppgjafarglímu og var mótið eitt fjölmennasta glímumót Íslands.

Keppt var í fimm þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka. Þau Þráinn Kolbeinsson og Sigrún Helga Lund, bæði úr Mjölni, sigruðu opnu flokkanna en þau sigruðu einnig opnu flokkana í fyrra. Þráinn sigraði -99 kg flokk karla og Sigrún Helga +60 kg flokk kvenna og voru þau því tvöfaldir sigurvegarar um helgina.

87 keppendur frá fimm félögum tóku þátt og er þetta eitt stærsta glímumót sem haldið hefur verið á Íslandi.

Björn Lúkas Haraldsson úr Sleipni fékk verðlaun fyrir flottasta uppgjafartakið þegar hann sigraði Egill Øydvin Hjördísarson með glæsilegum “flying armbar”.

Mjölnir sigraði alla flokkana nema einn en úrslit allra flokkanna má sjá hér að neðan.

-60 kg flokkur kvenna

1. sæti: Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)

2. sæti: Andrea Stefánsdóttir (Mjölnir)

3. sæti: Heiðdís Ósk Leifsdóttir (VBC)

+60 kg flokkur kvenna

1. sæti: Sigrún Helga Lund (Mjölnir)

2. sæti: Dóra Haraldsdóttir (Mjölnir)

3. sæti: Kristine Slisane (Mjölnir)

-66 kg flokkur karla

1. sæti: Axel Kristinsson (Mjölnir)

2. sæti: Bjarki Ómarsson (Mjölnir)

3. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)

-77 kg flokkur karla

1. sæti: Pétur Jónasson (Mjölnir)

2. sæti: Hjalti Andrés (Mjölnir)

3. sæti: Sigurgeir Heiðarsson (Mjölnir)

-88 kg flokkur karla

1. sæti: Diego Björn Valencia (Mjölnir)

2. sæti: Eiður Sigurðsson (Mjölnir)

3. sæti: Björn Lúkas (Sleipnir)

-99 kg flokkur karla

1. sæti: Þráinn Kolbeinsson (Mjölnir)

2. sæti: Ingþór Örn Valdimarsson (Fenrir)

3. sæti: Eggert Djaffer Si Said (Mjölnir)

+99 kg flokkur karla

1. sæti: Halldór Logi Valsson (Fenrir)

2. sæti: Pétur Jóhannes Óskarsson (Mjölnir)

3. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)

Opinn flokkur kvenna

1. sæti: Sigrún Helga Lund (Mjölnir)

2. sæti: Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)

3. sæti: Inga Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur karla

1. sæti: Þráinn Kolbeinsson (Mjölnir)

2. sæti: EgillØydvin Hjördísarson (Mjölnir)

3. sæti: Thomas Fromo (MMA Trondheim)

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×