Erlent

Ekkert lát er á hlýnun jarðar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Loftmengun í Kína
Loftmengun í Kína Vísir/AP
Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna er að finna enn ítarlegri og nákvæmari greiningu á áhrifum og orsökum hlýnunar loftslags á jörðinni.

Áhrifin verða alvarleg og munu hafa æ meiri áhrif á líf allra jarðarbúa eftir því sem líða tekur á þessa öld.

Meðal annars má búast við auknum veðuröfgum, flóðum og fárviðrum ásamt þurrkum og hitabylgjum.

Sérstök athygli er vakin á þeirri hættu sem stafar af því að þurrkarnir geta eyðilagt uppskeru og haft mikil áhrif á matvælaöryggi fólks.

Á norðurhveli jarðar var tímabilið 1983-2012 að öllum líkindum heitasta 30 ára tímabil sem vitað er um á þessum slóðum undanfarin 1400 ár.

Skýrslan er mikil að vöxtum, 2.600 blaðsíður í 32 bindum og hún er afrakstur þriggja ára vinnu meira en 300 vísindamanna.

Þetta er fimmta heildarskýrslan um áhrif og orsakir loftslagsbreytinga sem birt hefur verið frá árinu 1990. Í þessari skýrslu eru fleiri varnaglar slegnir en í fyrri skýrslum og jafnframt eru dregnar fram fréttir af framförum sem orðið hafa vegna baráttunnar gegn losun gróðurhúsalofttegunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×