Körfubolti

NBA: 26 leikja taphrina Sixers á enda - 17 sigrar í röð hjá San Antonio

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Philadelphia 76ers voru búnir að bíða lengi eftir þessum sigri.
Leikmenn Philadelphia 76ers voru búnir að bíða lengi eftir þessum sigri. Vísir/AP
Philadelphia 76ers lét sér nægja að jafna metið yfir flesta tapleiki í röð í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sannfærandi sigur á Detroit Pistons í nótt. San Antonio Spurs hélt áfram sigurgöngu sinni, Los Angeles Clippers tryggði sig inn í úrslitakeppnina og meiðslarhjáð Miami-lið vann sinn leik.

Philadelphia 76ers vann sannfærandi 123-98 sigur á Detroit Pistons í nótt þar sem að þeir Michael Carter-Williams og Thaddeus Young skoruðu báðir 21 stig fyrir Sixers.

Philadelphia 76ers liðið var búið að tapa 26 leikjum í röð og jafna NBA-met Cleveland Cavaliers liðsins frá 2010-11. Sixers-menn voru ekki búnir að vinna leik í tvo mánuði.

Marco Belinelli skoraði 18 stig þegar San Antonio Spurs fagnaði sínum 17. sigurleik í röð með því að vinna 96-80 sigur á New Orleans Pelicans. Kawhi Leonard og Manu Ginobili voru b´ðair með fimmtán stig. Spurs hefur unnið 57 af 73 leikjum sínum og er með þrjá og hálfan leik í forskot á Oklahoma City Thunder.

Chris Paul var með 30 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 118-107 sigur á Houston Rockets og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni. DeAndre Jordan var með 20 stig og 12 fráköst en Blake Griffin yfirgaf leikinn í fyrsta leikhluta vegna bakmeiðsla. Houston lék án byrjunarliðsmannanna Dwight Howard og Pat Beverley en James Harden var stigahæstur með 32 stig.Chandler Parsons skoraði 28 stig.

Chris Bosh skoraði 14 stig og LeBron James bætti við 13 stigum þegar Miami Heat vann 88-67 sigur á Milwaukee Bucks. Miami lék án þeirra Dwyane Wade, Ray Allen og Mario Chalmers. Toney Douglas og Rashard Lewis voru einnig með 13 stig fyrir Miami-liðið og James Jones skoraði 10 stig.

Dirk Nowitzki skoraði 19 stig þegar Dallas Mavericks vann 103-100 sigur á Sacramento Kings eftir svaka endurkomu í fjórða leikhlutanum. Dallas-liðið varð að vinna þennan leik en liðið er í mikilli baráttu við Memphis um áttunda sætið inn í úrslitakeppnina.

Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt:

Philadelphia 76ers - Detroit Pistons 123-98

Houston Rockets - Los Angeles Clippers 107-118

Washington Wizards - Atlanta Hawks 101-97

Dallas Mavericks - Sacramento Kings 103-100

Milwaukee Bucks - Miami Heat 67-88

San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 96-80

Staðan í NBA-deildinni:









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×