Bardagamaðurinn sem átti ekki að ganga framar Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. apríl 2014 22:45 Föstudaginn 11. apríl mætast þeir AntonioRodrigo Nogueira og Roy Nelson í aðalbardaganum á UFC: Dubai viðburðinum. Bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18. Antonio Rodrigo Nogueira, eða Big Nog eins og hann er betur þekktur, er ein af goðsögnum MMA heimsins. Þessi 37 ára Brassi er einn af bestu þungavigtarmönnum sögunnar en hann skipar stóran sess í hjörtum bardagaáhugamanna. Big Nog og tvíburabróðir hans, Antonio Rogerio Nogueira (Lil Nog), hafa barist sem atvinnumenn í íþróttinni í 15 ár. Þeir byrjuðu aðeins 4 ára gamlir í júdó og var það byrjunin á löngum ferli þeirra í bardagaíþróttum. Það er í raun afrek út af fyrir sig að Big Nog skuli vera atvinnuíþróttamaður í dag þar sem hann lenti í alvarlegu slysi sem barn og átti ekki að geta gengið framar. Hann var 10 ára gamall þegar stór flutningarbíll bakkaði yfir hann. Big Nog lá í dái í 4 daga og þurfti að fjarlægja hluta lifrinnar, hluta úr bakvöðvum hans og eitt rifbein eftir slysið. Big Nog var tjáð að hann ætti ekki eftir að ganga aftur en hann neitaði að trúa því og fór í stífa sjúkraþjálfun til að læra að ganga aftur. Þremur árum eftir slysið gat hann aftur æft bardagaíþróttir og var búinn að ná sér að fullu. Eftir að æft box, jiu-jitsu og standandi glímu tók hann sinn fyrsta MMA bardaga árið 2001. Hann varð Pride þungavigtarmeistari en tapaði titlinum til erkifjandar síns, Fedor Emelianenko. Þeir mættust þrisvar í Pride en aldrei náði Big Nog að sigra. Big Nog var þekktur fyrir að vera með gríðarlega sterka höku og gat tekið við ógrynni af höggum án þess að rotast. Leikáætlun hans virtist oft á tíðum snúast um að liggja á bakinu og láta kýla sig í hausinn þangað til andstæðingurinn varð þreyttur en þá nýtti Big Nog tækifærið og náði þeim í uppgjafartök. Big Nog er frábær gólfglímumaður en hann er með 21 sigur að baki eftir uppgjafartök. Bardagi hans gegn Bob Sapp er afar minnistæður en Sapp var 70 kg þyngri en þungavigtarmaðurinn Big Nog. Hinn risavaxni Sapp kastaði Big Nog til og frá og lamdi hann eins og harðfisk þangað til Big Nog náði honum í “armbar” í 2. lotu. Brot úr bardaganum má sjá hér að ofan. Í desember 2011 mættust þeir Big Nog og Frank Mir í annað sinn. Big Nog ætlaði ekki að gefast upp (tappa út) eftir að Frank Mir náði honum í uppgjafartak og því brotnaði hönd Big Nog. Brasilíumaðurinn er stoltur maður og ætlaði ekki að láta Frank Mir vera fyrsta manninn til að sigra sig eftir uppgjafartak. Big Nog hefur átt misjöfnu gengi að fagna og aldrei unnið fleiri en einn bardaga í röð á undanförnum árum. Hann er þó löngu orðin goðsögn í íþróttinni og á enn stóran aðdáendahóp. Á föstudaginn mætir hann Roy Nelson og verður forvitnilegt að sjá hvernig þessir gömlu jálkar munu koma til leiks. Nánar má lesa um Big Nog hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Roy Nelson - rotarinn með stóru bumbuna Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. 3. apríl 2014 12:15 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Föstudaginn 11. apríl mætast þeir AntonioRodrigo Nogueira og Roy Nelson í aðalbardaganum á UFC: Dubai viðburðinum. Bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18. Antonio Rodrigo Nogueira, eða Big Nog eins og hann er betur þekktur, er ein af goðsögnum MMA heimsins. Þessi 37 ára Brassi er einn af bestu þungavigtarmönnum sögunnar en hann skipar stóran sess í hjörtum bardagaáhugamanna. Big Nog og tvíburabróðir hans, Antonio Rogerio Nogueira (Lil Nog), hafa barist sem atvinnumenn í íþróttinni í 15 ár. Þeir byrjuðu aðeins 4 ára gamlir í júdó og var það byrjunin á löngum ferli þeirra í bardagaíþróttum. Það er í raun afrek út af fyrir sig að Big Nog skuli vera atvinnuíþróttamaður í dag þar sem hann lenti í alvarlegu slysi sem barn og átti ekki að geta gengið framar. Hann var 10 ára gamall þegar stór flutningarbíll bakkaði yfir hann. Big Nog lá í dái í 4 daga og þurfti að fjarlægja hluta lifrinnar, hluta úr bakvöðvum hans og eitt rifbein eftir slysið. Big Nog var tjáð að hann ætti ekki eftir að ganga aftur en hann neitaði að trúa því og fór í stífa sjúkraþjálfun til að læra að ganga aftur. Þremur árum eftir slysið gat hann aftur æft bardagaíþróttir og var búinn að ná sér að fullu. Eftir að æft box, jiu-jitsu og standandi glímu tók hann sinn fyrsta MMA bardaga árið 2001. Hann varð Pride þungavigtarmeistari en tapaði titlinum til erkifjandar síns, Fedor Emelianenko. Þeir mættust þrisvar í Pride en aldrei náði Big Nog að sigra. Big Nog var þekktur fyrir að vera með gríðarlega sterka höku og gat tekið við ógrynni af höggum án þess að rotast. Leikáætlun hans virtist oft á tíðum snúast um að liggja á bakinu og láta kýla sig í hausinn þangað til andstæðingurinn varð þreyttur en þá nýtti Big Nog tækifærið og náði þeim í uppgjafartök. Big Nog er frábær gólfglímumaður en hann er með 21 sigur að baki eftir uppgjafartök. Bardagi hans gegn Bob Sapp er afar minnistæður en Sapp var 70 kg þyngri en þungavigtarmaðurinn Big Nog. Hinn risavaxni Sapp kastaði Big Nog til og frá og lamdi hann eins og harðfisk þangað til Big Nog náði honum í “armbar” í 2. lotu. Brot úr bardaganum má sjá hér að ofan. Í desember 2011 mættust þeir Big Nog og Frank Mir í annað sinn. Big Nog ætlaði ekki að gefast upp (tappa út) eftir að Frank Mir náði honum í uppgjafartak og því brotnaði hönd Big Nog. Brasilíumaðurinn er stoltur maður og ætlaði ekki að láta Frank Mir vera fyrsta manninn til að sigra sig eftir uppgjafartak. Big Nog hefur átt misjöfnu gengi að fagna og aldrei unnið fleiri en einn bardaga í röð á undanförnum árum. Hann er þó löngu orðin goðsögn í íþróttinni og á enn stóran aðdáendahóp. Á föstudaginn mætir hann Roy Nelson og verður forvitnilegt að sjá hvernig þessir gömlu jálkar munu koma til leiks. Nánar má lesa um Big Nog hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Roy Nelson - rotarinn með stóru bumbuna Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. 3. apríl 2014 12:15 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Roy Nelson - rotarinn með stóru bumbuna Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. 3. apríl 2014 12:15