Tónlist

Secret Solstice á lista yfir hátíðir sem ekki má missa af

Friðrik er einn skipuleggjenda Secret Solstice
Friðrik er einn skipuleggjenda Secret Solstice
Secret Solstice-tónlistarhátíðin er í áttunda sæti á tónlistarvefnum Pigeons and planes í grein um 25 tónlistarhátíðir sem ekki má missa af áður en þú deyrð. Ásamt hinni íslensku hátíð prýða listann heimsfræg festivöl á borð við CoachellA í Kaliforníu, Glastonbury í Englandi, Sónar í Barselóna og fleiri heimsþekktar hátíðir.

Á síðunni segir um Secret Solstice:

„Hátíðin sem ekki sefur, bókstaflega. Í ár verður fyrsta hátíðin haldin, en Secret Solstice verður ekki eins og aðrar hátíðir, ekki einu sinni nálægt því. Í þrjá daga kemur sólin aldrei til með að setjast. 72 klukkutímar af dagsbirtu.“

Um 150 tónlistaratriði koma fram á Secret Solstice, sem fer fram dagana 20-22 júní, en meðal þeirra sem koma fram eru stór nöfn á borð við Massive Attack, Woodkid, Carl Craig og Kerri Chandler.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×