Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 25-18 | ÍBV vann eftir slæma byrjun Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 6. apríl 2014 00:01 Vísir/Valli Eyjastúlkur eru einum sigri frá undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær sigruðu FH-inga hér í Vestmannaeyjum í dag með sjö marka mun eftir mjög kaflaskiptan leik. Leikurinn fór alls ekki fjörlega af stað og virtist ekki stefna í neina markasúpu. Það voru gestirnir sem tóku yfirhöndina í leiknum og voru komnar í 1-5 eftir tólf mínútna leik en þá hafði þeim tekist að loka á öll helstu sóknarvopn heimakvenna. Þegar staðan var orðin 2-7 var heimakonum nóg boðið og ákváðu þær að skipta um gír. Þær skoruðu níu mörk gegn einu það sem eftir var af hálfleiknum og voru því með nokkuð þægilega forystu, 11-8, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eyjakonur spiluðu á sama liði allan fyrri hálfleikinn, en gestirnir rúlluðu sínu liði vel yfir allan leikinn. Eftir nokkrar mínútur af seinni hálfleiknum var forystan orðin fimm mörk og virtust Eyjakonur einungis ætla að gefa í og skilja gestina eftir. Á 43. mínútu leiksins fór Aníta Mjöll Ægisdóttir upp í skot og braut Vera Lopes á henni. Hörður Aðalsteinsson, dómari leiksins lyfti skömmu síðar upp rauða spjaldinu sem vakti mikla undrun áhorfenda og þjálfara Eyjaliðsins. Á næstu mínútum tókst gestunum að minnka muninn í tvö mörk en nær komust þær ekki vegna þess að Eyjakonur skoruðu sjö af seinustu níu mörkum leiksins og sigruðu með sjö marka mun, 25-18. Liðin mætast aftur í Kaplakrika á þriðjudaginn en þá geta Eyjakonur tryggt sig í undanúrslitin.Guðmundur Pedersen: Við missum kjarkinn „Þær bæta sinn leik og við missum kjarkinn, í seinni hálfleik erum við alltaf á eftir og það vantar klókindi og skynsemi hjá okkur til að klára leikinn,“ sagði Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, eftir tap sinna kvenna gegn Eyjastúlkum í dag. „ÍBV er heilt yfir með frábært lið, við þurfum að stoppa fullt af leikmönnum þegar við stöndum okkar vörn,“ sagði Guðmundur en hann tekur marga jákvæða hluti úr þessum leik í leikinn á þriðjudaginn. „Ég þori ekki að tjá mig um það, mér sýnist hún vera að gera sig líklega til þess að skjóta á markið og þá er rifið aftan í hana. Ef að það er rétt hjá mér þá held ég að það sé rautt,“ sagði Guðmundur að lokum um rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum.Jón Gunnlaugur: Mér finnst halla verulega á okkur í dómgæslunni „Ég vil byrja á því að hrósa starfsfólkinu sem gerir allt klárt fyrir okkur og kemur fram við okkur eins og prinsessur, en liðið mætir ekki til leiks og það er ekki í boði í næsta leik,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna eftir sjö marka sigur á sínum gömlu lærimeyjum í FH á heimavelli í dag. „Mér finnst verulega halla á okkur í dómgæslunni, ef þetta fer eitthvað lengra biðst ég strax afsökunar á þessum ummælum. Við unnum en við getum miklu betur, við erum með tuttugu tæknifeila í þessum leik en við verðum að spila miklu betur í leik númer tvö.“ Við spurðum Jón Gunnlaug út í rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum og hafði hann þetta að segja. „Hún fer ekki aftan í hana - það er alveg klárt mál. En hún fær rautt og ég veit ekki hvort hún verður í banni í næsta leik. Þetta var ekki rautt spjald.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira
Eyjastúlkur eru einum sigri frá undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær sigruðu FH-inga hér í Vestmannaeyjum í dag með sjö marka mun eftir mjög kaflaskiptan leik. Leikurinn fór alls ekki fjörlega af stað og virtist ekki stefna í neina markasúpu. Það voru gestirnir sem tóku yfirhöndina í leiknum og voru komnar í 1-5 eftir tólf mínútna leik en þá hafði þeim tekist að loka á öll helstu sóknarvopn heimakvenna. Þegar staðan var orðin 2-7 var heimakonum nóg boðið og ákváðu þær að skipta um gír. Þær skoruðu níu mörk gegn einu það sem eftir var af hálfleiknum og voru því með nokkuð þægilega forystu, 11-8, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eyjakonur spiluðu á sama liði allan fyrri hálfleikinn, en gestirnir rúlluðu sínu liði vel yfir allan leikinn. Eftir nokkrar mínútur af seinni hálfleiknum var forystan orðin fimm mörk og virtust Eyjakonur einungis ætla að gefa í og skilja gestina eftir. Á 43. mínútu leiksins fór Aníta Mjöll Ægisdóttir upp í skot og braut Vera Lopes á henni. Hörður Aðalsteinsson, dómari leiksins lyfti skömmu síðar upp rauða spjaldinu sem vakti mikla undrun áhorfenda og þjálfara Eyjaliðsins. Á næstu mínútum tókst gestunum að minnka muninn í tvö mörk en nær komust þær ekki vegna þess að Eyjakonur skoruðu sjö af seinustu níu mörkum leiksins og sigruðu með sjö marka mun, 25-18. Liðin mætast aftur í Kaplakrika á þriðjudaginn en þá geta Eyjakonur tryggt sig í undanúrslitin.Guðmundur Pedersen: Við missum kjarkinn „Þær bæta sinn leik og við missum kjarkinn, í seinni hálfleik erum við alltaf á eftir og það vantar klókindi og skynsemi hjá okkur til að klára leikinn,“ sagði Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, eftir tap sinna kvenna gegn Eyjastúlkum í dag. „ÍBV er heilt yfir með frábært lið, við þurfum að stoppa fullt af leikmönnum þegar við stöndum okkar vörn,“ sagði Guðmundur en hann tekur marga jákvæða hluti úr þessum leik í leikinn á þriðjudaginn. „Ég þori ekki að tjá mig um það, mér sýnist hún vera að gera sig líklega til þess að skjóta á markið og þá er rifið aftan í hana. Ef að það er rétt hjá mér þá held ég að það sé rautt,“ sagði Guðmundur að lokum um rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum.Jón Gunnlaugur: Mér finnst halla verulega á okkur í dómgæslunni „Ég vil byrja á því að hrósa starfsfólkinu sem gerir allt klárt fyrir okkur og kemur fram við okkur eins og prinsessur, en liðið mætir ekki til leiks og það er ekki í boði í næsta leik,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna eftir sjö marka sigur á sínum gömlu lærimeyjum í FH á heimavelli í dag. „Mér finnst verulega halla á okkur í dómgæslunni, ef þetta fer eitthvað lengra biðst ég strax afsökunar á þessum ummælum. Við unnum en við getum miklu betur, við erum með tuttugu tæknifeila í þessum leik en við verðum að spila miklu betur í leik númer tvö.“ Við spurðum Jón Gunnlaug út í rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum og hafði hann þetta að segja. „Hún fer ekki aftan í hana - það er alveg klárt mál. En hún fær rautt og ég veit ekki hvort hún verður í banni í næsta leik. Þetta var ekki rautt spjald.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira