Innlent

Halldór vill nýja íbúakosningu um framtíð flugvallarins

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill halda sérstaka íbúakosningu meðal reykvískra kjósenda um framtíð Reykjavíkurflugvallar þegar nefnd um framtíð vallarins skilar tillögum í lok árs. Flokkurinn vill taka upp 5 ára bekk sem tilraunaverkefni í grunnskóla og gera strætóskýlin hlýrri. 

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, kynnti stefnumál flokksins á fundi í Rimaskóla ásamt öðrum frambjóðendum flokksins.

Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur lögfræðings og fyrrverandi dóms- og mannréttindamálaráðherra á að skila tillögum um framtíð Reykjavíkurflugvallar í lok þessa árs. Halldór segir að sjálfstæðismenn vilji halda sérstaka íbúakosningu um framtíð flugvallarins þegar niðurstöður nefndarinnar liggi fyrir en hann telur íbúakosninguna frá 2001 úrelta.

Rætt var við Halldór í fréttum Stöðvar 2 um stefnumál flokksins og má nálgast umfjöllun í meðfylgjandi myndskeiði.

Þá var rætt við Halldór í hádegisfréttum Bylgjunnar um stefnumál flokksins í skipulagsmálum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×