Breytingar á fasteignamarkaði og áhersla á umhverfisvænni samgöngur eru meðal stefnumála Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi kosningar.
Stefnumál flokksins voru kynnt á blaðamannafundi í Rimaskóla í Grafarvogi í dag þar sem Halldór Halldórsson, efsti maður á lista flokksins, og aðrir frambjóðendur sátu fyrir svörum. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö.
