Frábær kvennabardagi á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson skrifar 16. apríl 2014 22:45 Liz Carmouche á bakinu á Ronda Rousey Vísir/Getty Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti UFC bardagi kvenna fór fram þann 23. febrúar 2013 þegar Ronda Rousey mætti Liz Carmouche í aðalbardaga kvöldsins. Rousey sigraði eftir “armbar” í fyrstu lotu og er hún enn ríkjandi meistari í bantamvigt kvenna í UFC og ein stærsta stjarnan í MMA í dag. Tveir fyrrum andstæðingar hennar, Miesha Tate og Liz Carmouche, mætast á laugardaginn. Báðar hafa þær tapað gegn Rousey eftir “armbar” í fyrstu lotu og hefur Tate meira að segja tapað tvisvar fyrir henni, í bæði skiptin eftir “armbar” í fyrstu lotu. Liz Carmouche er fyrsti opinberlega samkynhneigði bardagamaðurinn í UFC. Hún var í bandaríska hernum í 5 ár áður en hún gerði MMA að atvinnu sinni. Upphaflega hóf hún að æfa MMA til að reyna að finna skemmtilega líkamsrækt en fann fljótt að þetta var eitthvað sem hún var góð í. Miesha Tate er ein þekktasta bardagakona heims um þessar mundir. Hún var meistarinn í bantamvigt kvenna í Strikeforce áður en Ronda Rousey tók titilinn af henni. Á sínum yngri árum æfði hún með strákaliði skólans í glímu og varð ríkismeistari í kvennaflokki. Eftir að vinkona Tate dró hana með sér á MMA æfingu átti íþróttin hug hennar allan. Þar kynntist hún einnig núverandi unnusta sínum, UFC bardagamanninum Bryan Caraway. Miesha Tate og Ronda Rousey hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í fyrsta bardaga þeirra ætlaði Tate ekki að gefast upp þegar Rousey náði henni í “armbar” og brotnaði því höndin. Þær voru svo þjálfarar andspænis hvor annarri í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem hatur þeirra á hvor annarri jókst statt og stöðugt. Þegar Rousey sigraði Tate í annað sinn í desember 2013 neitaði hún að taka í hönd Tate. Illindin milli þeirra hefðu getað endað þarna en svo virtist sem Rousey hafi ekki verið tilbúin að grafa stríðsöxina. Bardaginn er næst síðasti bardagi kvöldsins en aðrir bardagar kvöldsins eru Brad Tavares gegn Yoel Romero, Donald Cerrone gegn Edzon Barboza og aðalbardagi kvöldsins er milli Fabricio Werdum og Travis Browne.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti UFC bardagi kvenna fór fram þann 23. febrúar 2013 þegar Ronda Rousey mætti Liz Carmouche í aðalbardaga kvöldsins. Rousey sigraði eftir “armbar” í fyrstu lotu og er hún enn ríkjandi meistari í bantamvigt kvenna í UFC og ein stærsta stjarnan í MMA í dag. Tveir fyrrum andstæðingar hennar, Miesha Tate og Liz Carmouche, mætast á laugardaginn. Báðar hafa þær tapað gegn Rousey eftir “armbar” í fyrstu lotu og hefur Tate meira að segja tapað tvisvar fyrir henni, í bæði skiptin eftir “armbar” í fyrstu lotu. Liz Carmouche er fyrsti opinberlega samkynhneigði bardagamaðurinn í UFC. Hún var í bandaríska hernum í 5 ár áður en hún gerði MMA að atvinnu sinni. Upphaflega hóf hún að æfa MMA til að reyna að finna skemmtilega líkamsrækt en fann fljótt að þetta var eitthvað sem hún var góð í. Miesha Tate er ein þekktasta bardagakona heims um þessar mundir. Hún var meistarinn í bantamvigt kvenna í Strikeforce áður en Ronda Rousey tók titilinn af henni. Á sínum yngri árum æfði hún með strákaliði skólans í glímu og varð ríkismeistari í kvennaflokki. Eftir að vinkona Tate dró hana með sér á MMA æfingu átti íþróttin hug hennar allan. Þar kynntist hún einnig núverandi unnusta sínum, UFC bardagamanninum Bryan Caraway. Miesha Tate og Ronda Rousey hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í fyrsta bardaga þeirra ætlaði Tate ekki að gefast upp þegar Rousey náði henni í “armbar” og brotnaði því höndin. Þær voru svo þjálfarar andspænis hvor annarri í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem hatur þeirra á hvor annarri jókst statt og stöðugt. Þegar Rousey sigraði Tate í annað sinn í desember 2013 neitaði hún að taka í hönd Tate. Illindin milli þeirra hefðu getað endað þarna en svo virtist sem Rousey hafi ekki verið tilbúin að grafa stríðsöxina. Bardaginn er næst síðasti bardagi kvöldsins en aðrir bardagar kvöldsins eru Brad Tavares gegn Yoel Romero, Donald Cerrone gegn Edzon Barboza og aðalbardagi kvöldsins er milli Fabricio Werdum og Travis Browne.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira