Umfjöllun og viðtöl: ÍR - FH 27-28 | FH í úrslitakeppnina og ÍR í umspilið Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Austurbergi skrifar 14. apríl 2014 17:51 Ragnar Jóhannsson skýtur að marki ÍR. Vísir/Daníel FH-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Olísdeildar karla með sigri á ÍR í spennuþrungnum leik í Austurbergi. Tapið þýðir að ÍR datt niður í sjöunda sæti deildarinnar og þarf að fara í umspilskeppni um sæti í efstu deild karla. FH náði fjórða sætinu af Fram sem tapaði fyrir Val í Vodafone-höllinni. Akureyri vann öruggan sigur á HK og komst upp fyrir ÍR á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Norðanmenn eru því öruggir með sæti sitt í deildinni í haust. Hafnfirðingar leiddu frá fyrstu mínútu en baráttuglaðir ÍR-ingar gáfust aldrei upp. ÍR náði að jafna metin á lokamínútunum en Benedikt Reynir Kristinsson skoraði sigurmark FH hálfri mínútu fyrir leikslok. Sturla Ásgeirsson tók lokaskot ÍR en Sigurður Örn Arnarsson varði það. Tapið var í raun grátlegt fyrir ÍR-inga því jafntefli hefði dugað báðum liðum í kvöld - FH til að komast í úrslitakeppnina og ÍR til að sleppa við umspilið. En þrátt fyrir hörmulega byrjun börðust heimamenn til síðasta blóðdropa. FH komst í 7-1 forystu eftir tíu mínútuna leik og ÍR-ingar virtust einfaldlega ekki eiga möguleika gegn kröftugum Hafnfirðingum. FH varðist gríðarlega vel og refsaði grimmt með hraðaupphlaupsmörkum.Daníel Ingi Guðmundsson kom þá inn á af bekknum og náði að gangsetja sóknarleik Breiðhyltinga með nokkrum góðum mörkum. Leikstjórnandinn Guðni Már Kristinnsson hrökk líka í gang og Arnari Birki Hálfdánarsyni óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Munurinn var þrjú mörk í hálfleik, 16-13, og ÍR byrjaði vel í þeim síðari. Arnar Birkir fékk tækifæri til að jafna metin í stöðunni 18-17 en skaut í stöng. FH svaraði með því að skora úr hraðaupphlaupi og var þetta lýsandi fyrir gang leiksins. FH virtist alltaf eiga svar við áhlaupi ÍR-inga.Einar Rafn Eiðsson skorar fyrir gestina.Vísir/DaníelFH komst svo fimm mörkum yfir, 26-21, þegar átta mínútur voru eftir og verkefnið virtist vonlaust fyrir heimamenn. En þá hentu þeir öllu fram, tóku áhættuna og hún borgaði sig næstum því. Guðni Már náði að jafna metin fyrir ÍR þegar 50 sekúndur voru eftir en FH tryggði sér sem fyrr segir sigurinn stuttu síðar. Fögnuður þeirra var vitanlega ósvikinn í leikslok en leikmenn ÍR gengu niðurlútir af velli. Guðni Már var liði ÍR ótrúlega mikilvægur í kvöld og hélt sínum mönnum oft á tíðum inn í leiknum, nánast einn síns liðs. Daníel Ingi átti frábæran fyrri hálfleik og Arnar Birkir var öflugur í þeim síðari. Arnór Freyr Stefánsson byrjaði rólega í marki ÍR en kom sterkur inn í síðari hálfleik. Sturla var markahæstur ÍR-inga og sem fyrr lykilmaður í sókninni. Hann nýtti oftast færin vel en fór illa að ráði sinnu stöku sinnum - bæði í hraðaupphlaupi og af vítalínunni. Hjá FH voru þeir Ragnar Jóhannsson og Ásbjörn Friðriksson allt í öllu í sókninni, sérstaklega framan af leiknum. Nánast ekkert kom af vinstri væng FH-inga en Magnús Óli Magnússon, sem byrjaði mjög rólega, var liðinu gríðarlega mikilvægur á lokamínútunum og þá skoraði Benedikt Reynir tvö afar mikilvæg mörk.Ísak Rafnsson var öflugur í vörninni sem fyrr en félagi hans í vörninni, Andri Berg Haraldsson, fór út af með rautt eftir þrjár ódýrar brottvísanir.Kristján Arason er Einari Andra til aðstoðar.Vísir/DaníelEinar Andri: Við misstum aldrei trúna „Strákarnir voru á fullu og lögðu allt í sölurnar. Ég var mjög ánægður með þá í kvöld,“ sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH eftir sigurinn í kvöld. „Svona leikir vilja oft verða spennandi í lokin og það gerðist í kvöld. ÍR-ingar tóku sénsa sem borguðu sig en strákarnir héldu rónni og kláruðu þetta.“ FH komst í 7-1 forystu en ÍR náði að koma til baka. „Þetta hikstaði aðeins hjá okkur en ég tel þó að sigurinn hafi verið verðskuldaður hjá okkur,“ segir Einar Andri. FH var þremur stigum á eftir Fram þegar tvær umferðir voru eftir og virtist vonin um sæti í úrslitakeppninni lítil. „Við misstum aldrei trúna og við ætluðum að halda áfram fram á síðustu stundu. Saga þessara deildar sýnir að tveir sigrar í röð geta breytt öllu og það kom á daginn.“ FH mætir nú Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar og Einar Andra hlakkar til. „Það verður erfitt og krefjandi en rosalega gaman. Það er skemmtilegt fyrir bæinn að fá svona slag.“Bjarki Sigurðsson á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/DaníelBjarki: Stöngin út hjá okkur Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, var eðlilega svekktur og súr með niðurstöðuna eftir leikinn í kvöld. Tapið gegn FH þýðir að liðið fer í umspil með þremur liðum úr 1. deildinni í vor. „Við fengum fullt af sénsum til að koma til baka eftir að hafa byrjað svona illa,“ sagði Bjarki og bætti við að það hefði kostað liðið mikla orku að bæta upp fyrir að lenda 7-1 undir á upphafsmínútum leiksins. „Svo er allt að vinna gegn okkur. Stangarskot, sláarskot og víti sem klikka. Dauðafærin voru okkur ekki hliðholl í dag - svona er þetta bara,“ sagði Bjarki. „Svona hefur þetta verið hjá okkur. Við höfum misst marga í meiðsli og Björgvins Hólmgeirssonar er sárt saknað. En nú erum við að fara í umspil og verðum að takast á við það.“ Hann efast ekki um að ÍR-ingar mæti klárir í umspilsbaráttuna. „ÍR-hjartað er í góðu lagi og menn mæta á fullu í þessa leiki.“Ásbjörn stýrir leik FH.Vísir/DaníelÁsbjörn: Nú hefst nýtt mót Leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson sér fram á spennandi rimmu gegn Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Olísdeildinni. „Við vorum nokkurn veginn komnir með þetta að manni fannst. En þá tóku þeir nokkra sénsa og komu sér inn í leikinn,“ sagði Ásbjörn. „Síðustu sekúndurnar voru svolítið lengi að líða.“ Hann segir að FH-ingar hafi aldrei gefið upp vonina um sæti í úrslitakeppninni. „Staðan var ekki glæsileg þegar tvær umferðir eftir en við höfðum heppnina með okkur. Nú hefst bara nýtt mót þar sem öll lið byrja á núlli.“ FH mætir erkifjendum sínum í Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Haukar eru ríkjandi deildarmeistarar en Ásbjörn óttast þá ekki. „Þrátt fyrir að vera með ungan hóp er talsvert um reynslu í liðinu og FH-ingar mæta alltaf klárir í slaginn gegn Haukum - það er nokkuð ljóst.“ „Við höfum ekki mætt Haukum í einvígi áður en margoft spilað gegn þeim síðustu árin. Þeir hafa unnið okkur nokkuð oft í vetur og því vona ég að okkar tími sé núna kominn.“ Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Sjá meira
FH-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Olísdeildar karla með sigri á ÍR í spennuþrungnum leik í Austurbergi. Tapið þýðir að ÍR datt niður í sjöunda sæti deildarinnar og þarf að fara í umspilskeppni um sæti í efstu deild karla. FH náði fjórða sætinu af Fram sem tapaði fyrir Val í Vodafone-höllinni. Akureyri vann öruggan sigur á HK og komst upp fyrir ÍR á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Norðanmenn eru því öruggir með sæti sitt í deildinni í haust. Hafnfirðingar leiddu frá fyrstu mínútu en baráttuglaðir ÍR-ingar gáfust aldrei upp. ÍR náði að jafna metin á lokamínútunum en Benedikt Reynir Kristinsson skoraði sigurmark FH hálfri mínútu fyrir leikslok. Sturla Ásgeirsson tók lokaskot ÍR en Sigurður Örn Arnarsson varði það. Tapið var í raun grátlegt fyrir ÍR-inga því jafntefli hefði dugað báðum liðum í kvöld - FH til að komast í úrslitakeppnina og ÍR til að sleppa við umspilið. En þrátt fyrir hörmulega byrjun börðust heimamenn til síðasta blóðdropa. FH komst í 7-1 forystu eftir tíu mínútuna leik og ÍR-ingar virtust einfaldlega ekki eiga möguleika gegn kröftugum Hafnfirðingum. FH varðist gríðarlega vel og refsaði grimmt með hraðaupphlaupsmörkum.Daníel Ingi Guðmundsson kom þá inn á af bekknum og náði að gangsetja sóknarleik Breiðhyltinga með nokkrum góðum mörkum. Leikstjórnandinn Guðni Már Kristinnsson hrökk líka í gang og Arnari Birki Hálfdánarsyni óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Munurinn var þrjú mörk í hálfleik, 16-13, og ÍR byrjaði vel í þeim síðari. Arnar Birkir fékk tækifæri til að jafna metin í stöðunni 18-17 en skaut í stöng. FH svaraði með því að skora úr hraðaupphlaupi og var þetta lýsandi fyrir gang leiksins. FH virtist alltaf eiga svar við áhlaupi ÍR-inga.Einar Rafn Eiðsson skorar fyrir gestina.Vísir/DaníelFH komst svo fimm mörkum yfir, 26-21, þegar átta mínútur voru eftir og verkefnið virtist vonlaust fyrir heimamenn. En þá hentu þeir öllu fram, tóku áhættuna og hún borgaði sig næstum því. Guðni Már náði að jafna metin fyrir ÍR þegar 50 sekúndur voru eftir en FH tryggði sér sem fyrr segir sigurinn stuttu síðar. Fögnuður þeirra var vitanlega ósvikinn í leikslok en leikmenn ÍR gengu niðurlútir af velli. Guðni Már var liði ÍR ótrúlega mikilvægur í kvöld og hélt sínum mönnum oft á tíðum inn í leiknum, nánast einn síns liðs. Daníel Ingi átti frábæran fyrri hálfleik og Arnar Birkir var öflugur í þeim síðari. Arnór Freyr Stefánsson byrjaði rólega í marki ÍR en kom sterkur inn í síðari hálfleik. Sturla var markahæstur ÍR-inga og sem fyrr lykilmaður í sókninni. Hann nýtti oftast færin vel en fór illa að ráði sinnu stöku sinnum - bæði í hraðaupphlaupi og af vítalínunni. Hjá FH voru þeir Ragnar Jóhannsson og Ásbjörn Friðriksson allt í öllu í sókninni, sérstaklega framan af leiknum. Nánast ekkert kom af vinstri væng FH-inga en Magnús Óli Magnússon, sem byrjaði mjög rólega, var liðinu gríðarlega mikilvægur á lokamínútunum og þá skoraði Benedikt Reynir tvö afar mikilvæg mörk.Ísak Rafnsson var öflugur í vörninni sem fyrr en félagi hans í vörninni, Andri Berg Haraldsson, fór út af með rautt eftir þrjár ódýrar brottvísanir.Kristján Arason er Einari Andra til aðstoðar.Vísir/DaníelEinar Andri: Við misstum aldrei trúna „Strákarnir voru á fullu og lögðu allt í sölurnar. Ég var mjög ánægður með þá í kvöld,“ sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH eftir sigurinn í kvöld. „Svona leikir vilja oft verða spennandi í lokin og það gerðist í kvöld. ÍR-ingar tóku sénsa sem borguðu sig en strákarnir héldu rónni og kláruðu þetta.“ FH komst í 7-1 forystu en ÍR náði að koma til baka. „Þetta hikstaði aðeins hjá okkur en ég tel þó að sigurinn hafi verið verðskuldaður hjá okkur,“ segir Einar Andri. FH var þremur stigum á eftir Fram þegar tvær umferðir voru eftir og virtist vonin um sæti í úrslitakeppninni lítil. „Við misstum aldrei trúna og við ætluðum að halda áfram fram á síðustu stundu. Saga þessara deildar sýnir að tveir sigrar í röð geta breytt öllu og það kom á daginn.“ FH mætir nú Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar og Einar Andra hlakkar til. „Það verður erfitt og krefjandi en rosalega gaman. Það er skemmtilegt fyrir bæinn að fá svona slag.“Bjarki Sigurðsson á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/DaníelBjarki: Stöngin út hjá okkur Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, var eðlilega svekktur og súr með niðurstöðuna eftir leikinn í kvöld. Tapið gegn FH þýðir að liðið fer í umspil með þremur liðum úr 1. deildinni í vor. „Við fengum fullt af sénsum til að koma til baka eftir að hafa byrjað svona illa,“ sagði Bjarki og bætti við að það hefði kostað liðið mikla orku að bæta upp fyrir að lenda 7-1 undir á upphafsmínútum leiksins. „Svo er allt að vinna gegn okkur. Stangarskot, sláarskot og víti sem klikka. Dauðafærin voru okkur ekki hliðholl í dag - svona er þetta bara,“ sagði Bjarki. „Svona hefur þetta verið hjá okkur. Við höfum misst marga í meiðsli og Björgvins Hólmgeirssonar er sárt saknað. En nú erum við að fara í umspil og verðum að takast á við það.“ Hann efast ekki um að ÍR-ingar mæti klárir í umspilsbaráttuna. „ÍR-hjartað er í góðu lagi og menn mæta á fullu í þessa leiki.“Ásbjörn stýrir leik FH.Vísir/DaníelÁsbjörn: Nú hefst nýtt mót Leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson sér fram á spennandi rimmu gegn Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Olísdeildinni. „Við vorum nokkurn veginn komnir með þetta að manni fannst. En þá tóku þeir nokkra sénsa og komu sér inn í leikinn,“ sagði Ásbjörn. „Síðustu sekúndurnar voru svolítið lengi að líða.“ Hann segir að FH-ingar hafi aldrei gefið upp vonina um sæti í úrslitakeppninni. „Staðan var ekki glæsileg þegar tvær umferðir eftir en við höfðum heppnina með okkur. Nú hefst bara nýtt mót þar sem öll lið byrja á núlli.“ FH mætir erkifjendum sínum í Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Haukar eru ríkjandi deildarmeistarar en Ásbjörn óttast þá ekki. „Þrátt fyrir að vera með ungan hóp er talsvert um reynslu í liðinu og FH-ingar mæta alltaf klárir í slaginn gegn Haukum - það er nokkuð ljóst.“ „Við höfum ekki mætt Haukum í einvígi áður en margoft spilað gegn þeim síðustu árin. Þeir hafa unnið okkur nokkuð oft í vetur og því vona ég að okkar tími sé núna kominn.“
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Sjá meira