Sport

Upphitun fyrir UFC Fight Night: Nogueira vs. Nelson

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Big Nog og Roy Nelson
Big Nog og Roy Nelson Vísir/Getty
Föstudagskvöldið 11. apríl fer UFC: Nogueira vs. Nelson fram í Abu Dhabi þar sem Roy Nelson og Antonio “Big Nog” Nogueira etja kappi í aðalbardaga kvöldsins. Fjórir bardagar verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst veislan kl 18.

Roy Nelson (19-9-0) gegn Antonio “Big Nog” Nogueira (34-8-1) - þungavigt

Þrátt fyrir að báðir bardagakappanir séu orðnir 37 ára gamlir er hér um þrælskemmtilegan bardaga að ræða.-Roy Nelson hefur aldrei litið út fyrir að vera atvinnuíþróttamaður en það hefur ekki aftrað honum í að komast í fremstu röð í MMA.-Eftir að hafa barist í hinum ýmsu bardagasamtökum komst hann í UFC í gegnum raunveruleikaþáttinn The Ultimate Fighter. Þar sigraði hann m.a. Youtube stjörnuna Kimbo Slice þar sem hann notaði yfirburðar glímugetu sína til að knýja fram sigur. Nelson komst alla leið í úrslit þáttarins þar sem hann rotaði Brendan Schaub og stóð uppi sem sigurvegari.

Árangur Roy Nelson í UFC eru 6 sigrar og 5 töp en allir sigrar hans hafa komið eftir rothögg á meðan töpin hafa allt verið eftir dómaraákvarðanir. Hann er augljóslega með mikinn höggþunga en er einnig svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur sigrað 5 bardaga eftir uppgjafartak. Nánar má lesa um afrek Roy Nelson hér.

Styrkleikar

  • Mjög höggþungur
  • Góður glímumaður
  • Góða höku en hann hefur aðeins einu sinni verið rotaður
Veikleikar

  • Fyrirsjáanlegur
  • Lélegt úthald - þreytist mjög þegar líður á bardagann
Antonio Big Nog Nogueira (oftast kallaður bara Big Nog) er ein mesta goðsögnin í sögu MMA.

Hann skapaði sér nafn í japönsku bardagakeppninni Pride þar sem hann virtist endalaust geta tekið við höggum en náði oftast að knýja fram sigur á endanum. Hann er með ótrúlegt hjarta og er frábær gólfglímumaður en hann hefur sigrað 21 bardaga eftir uppgjafartak. Hann hefur ekki náð sömu hæðum í UFC eins og í Pride enda kominn af léttasta skeiði. Hann varð þó þungavigtarmeistarinn í UFC en náði ekki að verja titilinn. Nánar má lesa um afrek Big Nog hér.

Styrkleikar

  • Frábær gólfglímumaður
  • Með góða stungu
  • Gefst aldrei upp
Veikleikar

  • Hægur
  • Hakan mun veikari en áður
  • Útbrunninn
Guida og Kawajiri horfast í augu eftir vigtunina í dag.Vísir/Getty
Clay Guida (30-14) gegn Tatsuya Kawajiri (33-7-2) - fjaðurvigt (66 kg)

Þetta er bardagi tveggja glímumanna sem eru með afar svipaðan stíl. Báðir vilja draga bardagann í gólfið og halda honum þar svo þetta gæti orðið afar athyglisverður bardagi!

Clay Guida var eitt sinn einn allra skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Eftir tvö töp í röð skipti hann yfir í mun íhaldssamari bardagastíl. Í dag einblínir hann mest á að taka andstæðinga sína niður og halda þeim þar án þess að reyna uppgjafartök. Guida barðist lengi vel í léttvigtinni en færði sig niður í fjaðurvigtina þar sem hann er nú. Guida trúir því að það besta eigi enn eftir að koma frá honum en hann æfir hjá Greg Jackson sem er einn virtasti þjálfarinn í MMA í dag.

Styrkleikar

  • Góðar fellur
  • Hreyfir sig mikið sem gerir andstæðingum erfitt fyrir að reikna hann út
  • Gott úthald
Veikleikar

  • Lítill kraftur í höggunum hans
  • Virðist ekki reyna að klára bardaga sína
Tatsuya Kawajiri var lengi vel einn af bestu léttvigtarmönnum heims en virtist vera kominn á endastöð eftir töp gegn Gilbert Melendez og Shinya Aoki. Síðan hann færði sig niður í fjaðurvigtina árið 2011 hefur hann sigrað 5 bardaga í röð. Hann fékk sinn fyrsta bardaga í UFC í janúar á þessu ári þar sem hann svæfði hinn efnilega Sean Soriano í 2. lotu.

Styrkleikar

  • Góðar fellur
  • Setur mikla pressu á andstæðinginn
Veikleikar

  • Á erfiðleikum með að halda fjarlægðinni með höggum
  • Leikáætlun hans er fyrirsjáanleg
John Howard (22-8) gegn Ryan LaFlare (10-0) - veltivigt (77 kg)

John Howard barðist fyrst í UFC í janúar 2009 og sigraði fyrstu fjóra bardaga sína þar. Eftir 3 töp í röð gegn sterkum andstæðingum (Jake Ellenberger, Thiago Alves og Matt Brown) var hann látinn fara. Howard gekk vel utan UFC og sigraði 6 af 7 bardögum sínum þar. Þegar að andstæðingur Uriah Hall meiddist bauð UFC Howard að koma til baka með skömmum fyrirvara. Howard stóð sig virkilega vel og sigraði TUF keppandann og stimplaði sig svo enn frekar inn í UFC með sigri á Siyar Bahadurzada í desember.

Styrkleikar

  • Harður af sér
  • Jafnvígur á öllum vígstöðum bardagans
  • Höggþungur
Veikleikar

  • Lendir í vandræðum þegar hann nær ekki að yfirbuga andstæðinga sína með styrk sínum
  • Einblínir bara á boxið og sparkar lítið sem getur orðið fyrirsjáanlegt
Ryan LaFlare hefur sigrað alla 10 bardaga sína og berst nú sinn 4. UFC bardaga á morgun. LaFlare hefur litið vel út í UFC og þá sérstaklega í bardaganum gegn Court McGee. LaFlare var ríkismeistari í glímu á menntaskólaárum sínum og er fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu.

Styrkleikar

  • Góðar fellur
  • Gefst aldrei upp við að reyna að ná fellunni og andstæðingar hans fá engan tíma til að athafna sig
Veikleikar

  • Léleg vörn gegn höggum
Ramsey Nijem (8-4) gegn Beneil Dariush (7-0) - léttvigt (70 kg)

Ramsey Nijem þekkja eflaust margir úr The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem hann hafnaði í 2. sæti. Nijem er góður glímumaður en verður seint kallaður góður boxari. Hann er með 4 sigra og 3 töp í UFC.

Styrkleikar

  • Góður fellur
  • Góður “scrambler”
Veikleikar

  • Mjög opinn fyrir gagnárásum (sjá Myles Jury bardagann)
  • Ónákvæmur boxari
  • Slæm haka
Þó báðir bardagamenn séu tiltölulega ungir þá er aðeins annar talinn efnilegur og það er Dariush. Beneil Dariusch er 24 ára ósigraður bardagamaður. Hann sigraði hinn reynslumikla Charlie Brennerman í janúar eftir “rear naked choke” í fyrstu lotu og leit mjög vel út þar. Hann er virkilega góður gólfgímumaður og hlaut svarta beltið sitt í brasilísku jiu-jitsu eftir aðeins 5 ár í íþróttinni.

Styrkleikar

  • Frábær gólfglímumaður
  • Hraður
  • Skarpur bardagamaður
Veikleikar

  • Sættir sig við að vera á botninum sem lítur ekki vel út í augum dómara
Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. 

MMA

Tengdar fréttir

Roy Nelson - rotarinn með stóru bumbuna

Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann.

Bardagamaðurinn sem átti ekki að ganga framar

Föstudaginn 11. apríl mætast þeir Antonio Rodrigo Nogueira og Roy Nelson í aðalbardaganum á UFC: Dubai viðburðinum. Bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×