Innlent

Guðrún og Halldór leiða lista Bjartrar framtíðar í Garðabæ

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Guðrún Elín Herbertsdóttir viðskiptafræðingur og Halldór Jörgensen framkvæmdastjóri.
Guðrún Elín Herbertsdóttir viðskiptafræðingur og Halldór Jörgensen framkvæmdastjóri.
Guðrún Elín Herbertsdóttir viðskiptafræðingur og Halldór Jörgensen framkvæmdastjóri skipa tvö efstu sæti lista Bjartrar framtíðar í Garðabæ í sveitastjórnarkosningunum 31. maí.

Flokkurinn býður í fyrsta sinn fram til sveitarstjórnar í Garðabæ og í tilkynningu segir að markmið listans sé er að fjölbreytt sjónarmið fái að njóta sín á sem flestum sviðum bæjarmála.

„Við viljum vinna að aukinni samstöðu í sameinuðu sveitarfélagi þar sem öll hverfi blómstra með sínum sérkennum. Með ábyrgð og skynsemi teljum við að hægt sé að gera meira fyrir minna í þágu allra bæjarbúa.“

Framboðslisti Bjartrar framtíðar í Garðabæ:

1. Guðrún Elín Herbertsdóttir, viðskiptafræðingur 

2. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri

3. Auður Hallgrímsdóttir, atvinnurekandi

4. Baldur Svavarsson, arkitekt

5. Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir, hársnyrtir og háskólanemi

6. Elsa Bjarnadóttir, háskólanemi og rekstrarstjóri

7. Ragnar Sverrisson, háskólanemi og kosningastjóri

8. Hlíf Böðvarsdóttir, viðskiptafræðingur

9. Harpa Hafberg, BA í sálfræði

10. Snævar Sigurðsson, erfðafræðingur

11. Erling Jóhannesson, leikstjóri og gullsmiður

12. Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögfræðingur

13. Hilmar Bjarnason, háskólanemi í viðskiptafræði

14. Kamilla Sigurðardóttir, háskólanemi í verkfræði

15. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, MSc í Mannvistfræði

16. Anna Hugadóttir, námsráðgjafi

17. Steingrímur Eyjólfsson, háskólanemi í viðskiptafræði

18. Bjarni J. Jónsson, iðnrekstrarfræðingur

19. Halldór Ó. Zoëga, verkfræðingur

20. Jón Sigvaldason, bílasmiður

21. Aðalbjörg Stefánsdóttir, fv. starfsmaður Garðabæjar

22. Ólafur Proppé, fv. rektor

Björt framtíð býður fram í fyrsta sinn í Garðabæ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×