Ýmist sett Íslandsmet eða fjárhagurinn í tómu tjóni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. apríl 2014 17:39 Dagur og Halldór. Vísir/Vilhelm Deilt er um raunverulega stöðu fjármála Reykjavíkurborgar. Ársreikningar borgarsjóðs voru kynntir á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsinu í dag. Jón Gnarr borgarstjóri kynnti reikningana og í kjölfarið skiptust borgarfulltrúar á skoðunum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna, heldur því fram að reksturinn hafi verið slæmur í tíð „vinstri aflanna“ – eins og hann kallar þá flokka sem hafa verið í borgarstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, talar aftur á móti um nýtt met í skuldaniðurgreiðslum og nefnir töluna 35 milljarða í því samhengi. Báðir saka hvor annan um að segja hálfan sannleikann, með það fyrir augum að láta málin líta betur út fyrir flokk sinn. Dagur segist horfa á fjármál borgarinnar í heild sinni og telur fyrirtæki í eigu hennar með í heildarmyndinni. Halldór einblínir á stöðu borgarsjóðs og segir slæma stöðu hans vera til marks um að reksturinn sé ekki góður.Deilt um skuldir borgarsjóðs Oddvitar flokkanna deila um raunverulega skuldastöðu borgarsjóðs. Halldór bendir á að skuldir hafi hækkað um 30 prósent en á sama tíma hafi skuldaaukning annarra sveitarfélaga landsins verið um þrjú prósent að meðaltali. Þetta svipar til málflutnings Júlíus Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, á fundi borgarstjórnar í dag. Júlíus var afar harðorður í garð meirihluta borgarstjórnar. Hann sagði hann hafa hækkað skuldir, ekki haldið eignum borgarinnar nægjanlega vel við og hundsað athugasemdir borgarbúa. Hann sagði meirihlutann hafa mætt athugasemdum borgarbúa með aulabröndurum. Dagur telur að ekki sé eingöngu hægt að horfa á skuldarstöðu borgarsjóðs – fjárhagur borgarinnar og fyrirtækja í hennar eigu tengist að hans mati. „Til dæmis eru tólf af þeim sextán milljörðum sem borgarsjóður skuldar komnir til vegna láns til Orkuveitunnar.“ Dagur segir meirihlutann vera stoltan af rekstri borgarinnar og nefnir Orkuveituna sérstaklega í því samhengi. „Við lokuðum fimmtíu milljarða gati þar. Og það ættu allir að geta tekið undir að þar hafi verið unnið gott verk. Við göngum stolt frá því verki.“ Dagur bendir á að einhverjir hafi ekki haft trú á því að meirihlutanum tækist að bæta rekstur Orkuveitunnar með þessum hætti.Veltufé frá rekstriHalldór hefur birt fjölda súlurita á Facebook síðu sinni sem snúa að svokölluðu veltufé frá rekstri. Þegar hann er beðinn að útskýra það hugtak í stuttu máli svaraði hann um hæl: „Peningar í vasann.“ Af súluritum Halldórs að dæma hefur rekstur borgarsjóðs gengið betur í tíð Sjálfstæðismanna en annarra flokka undanfarin tólf ár. Dagur segir að þegar þessi súlurit séu skoðuð þurfi að taka mið af því að Sjálfstæðismenn notuðu arðgreiðslur úr Orkuveitunni til að „halda borgarsjóði á floti“. Dagur segir það ekki hafa verið ábyrga fjármálastjórn. Óhætt er að segja að oddvitarnir séu ósammála um stöðu fjármála borgarinnar og fyrirtækja hennar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46 Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Deilt er um raunverulega stöðu fjármála Reykjavíkurborgar. Ársreikningar borgarsjóðs voru kynntir á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsinu í dag. Jón Gnarr borgarstjóri kynnti reikningana og í kjölfarið skiptust borgarfulltrúar á skoðunum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna, heldur því fram að reksturinn hafi verið slæmur í tíð „vinstri aflanna“ – eins og hann kallar þá flokka sem hafa verið í borgarstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, talar aftur á móti um nýtt met í skuldaniðurgreiðslum og nefnir töluna 35 milljarða í því samhengi. Báðir saka hvor annan um að segja hálfan sannleikann, með það fyrir augum að láta málin líta betur út fyrir flokk sinn. Dagur segist horfa á fjármál borgarinnar í heild sinni og telur fyrirtæki í eigu hennar með í heildarmyndinni. Halldór einblínir á stöðu borgarsjóðs og segir slæma stöðu hans vera til marks um að reksturinn sé ekki góður.Deilt um skuldir borgarsjóðs Oddvitar flokkanna deila um raunverulega skuldastöðu borgarsjóðs. Halldór bendir á að skuldir hafi hækkað um 30 prósent en á sama tíma hafi skuldaaukning annarra sveitarfélaga landsins verið um þrjú prósent að meðaltali. Þetta svipar til málflutnings Júlíus Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, á fundi borgarstjórnar í dag. Júlíus var afar harðorður í garð meirihluta borgarstjórnar. Hann sagði hann hafa hækkað skuldir, ekki haldið eignum borgarinnar nægjanlega vel við og hundsað athugasemdir borgarbúa. Hann sagði meirihlutann hafa mætt athugasemdum borgarbúa með aulabröndurum. Dagur telur að ekki sé eingöngu hægt að horfa á skuldarstöðu borgarsjóðs – fjárhagur borgarinnar og fyrirtækja í hennar eigu tengist að hans mati. „Til dæmis eru tólf af þeim sextán milljörðum sem borgarsjóður skuldar komnir til vegna láns til Orkuveitunnar.“ Dagur segir meirihlutann vera stoltan af rekstri borgarinnar og nefnir Orkuveituna sérstaklega í því samhengi. „Við lokuðum fimmtíu milljarða gati þar. Og það ættu allir að geta tekið undir að þar hafi verið unnið gott verk. Við göngum stolt frá því verki.“ Dagur bendir á að einhverjir hafi ekki haft trú á því að meirihlutanum tækist að bæta rekstur Orkuveitunnar með þessum hætti.Veltufé frá rekstriHalldór hefur birt fjölda súlurita á Facebook síðu sinni sem snúa að svokölluðu veltufé frá rekstri. Þegar hann er beðinn að útskýra það hugtak í stuttu máli svaraði hann um hæl: „Peningar í vasann.“ Af súluritum Halldórs að dæma hefur rekstur borgarsjóðs gengið betur í tíð Sjálfstæðismanna en annarra flokka undanfarin tólf ár. Dagur segir að þegar þessi súlurit séu skoðuð þurfi að taka mið af því að Sjálfstæðismenn notuðu arðgreiðslur úr Orkuveitunni til að „halda borgarsjóði á floti“. Dagur segir það ekki hafa verið ábyrga fjármálastjórn. Óhætt er að segja að oddvitarnir séu ósammála um stöðu fjármála borgarinnar og fyrirtækja hennar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46 Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46
Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44