Ýmist sett Íslandsmet eða fjárhagurinn í tómu tjóni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. apríl 2014 17:39 Dagur og Halldór. Vísir/Vilhelm Deilt er um raunverulega stöðu fjármála Reykjavíkurborgar. Ársreikningar borgarsjóðs voru kynntir á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsinu í dag. Jón Gnarr borgarstjóri kynnti reikningana og í kjölfarið skiptust borgarfulltrúar á skoðunum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna, heldur því fram að reksturinn hafi verið slæmur í tíð „vinstri aflanna“ – eins og hann kallar þá flokka sem hafa verið í borgarstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, talar aftur á móti um nýtt met í skuldaniðurgreiðslum og nefnir töluna 35 milljarða í því samhengi. Báðir saka hvor annan um að segja hálfan sannleikann, með það fyrir augum að láta málin líta betur út fyrir flokk sinn. Dagur segist horfa á fjármál borgarinnar í heild sinni og telur fyrirtæki í eigu hennar með í heildarmyndinni. Halldór einblínir á stöðu borgarsjóðs og segir slæma stöðu hans vera til marks um að reksturinn sé ekki góður.Deilt um skuldir borgarsjóðs Oddvitar flokkanna deila um raunverulega skuldastöðu borgarsjóðs. Halldór bendir á að skuldir hafi hækkað um 30 prósent en á sama tíma hafi skuldaaukning annarra sveitarfélaga landsins verið um þrjú prósent að meðaltali. Þetta svipar til málflutnings Júlíus Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, á fundi borgarstjórnar í dag. Júlíus var afar harðorður í garð meirihluta borgarstjórnar. Hann sagði hann hafa hækkað skuldir, ekki haldið eignum borgarinnar nægjanlega vel við og hundsað athugasemdir borgarbúa. Hann sagði meirihlutann hafa mætt athugasemdum borgarbúa með aulabröndurum. Dagur telur að ekki sé eingöngu hægt að horfa á skuldarstöðu borgarsjóðs – fjárhagur borgarinnar og fyrirtækja í hennar eigu tengist að hans mati. „Til dæmis eru tólf af þeim sextán milljörðum sem borgarsjóður skuldar komnir til vegna láns til Orkuveitunnar.“ Dagur segir meirihlutann vera stoltan af rekstri borgarinnar og nefnir Orkuveituna sérstaklega í því samhengi. „Við lokuðum fimmtíu milljarða gati þar. Og það ættu allir að geta tekið undir að þar hafi verið unnið gott verk. Við göngum stolt frá því verki.“ Dagur bendir á að einhverjir hafi ekki haft trú á því að meirihlutanum tækist að bæta rekstur Orkuveitunnar með þessum hætti.Veltufé frá rekstriHalldór hefur birt fjölda súlurita á Facebook síðu sinni sem snúa að svokölluðu veltufé frá rekstri. Þegar hann er beðinn að útskýra það hugtak í stuttu máli svaraði hann um hæl: „Peningar í vasann.“ Af súluritum Halldórs að dæma hefur rekstur borgarsjóðs gengið betur í tíð Sjálfstæðismanna en annarra flokka undanfarin tólf ár. Dagur segir að þegar þessi súlurit séu skoðuð þurfi að taka mið af því að Sjálfstæðismenn notuðu arðgreiðslur úr Orkuveitunni til að „halda borgarsjóði á floti“. Dagur segir það ekki hafa verið ábyrga fjármálastjórn. Óhætt er að segja að oddvitarnir séu ósammála um stöðu fjármála borgarinnar og fyrirtækja hennar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46 Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Deilt er um raunverulega stöðu fjármála Reykjavíkurborgar. Ársreikningar borgarsjóðs voru kynntir á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsinu í dag. Jón Gnarr borgarstjóri kynnti reikningana og í kjölfarið skiptust borgarfulltrúar á skoðunum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna, heldur því fram að reksturinn hafi verið slæmur í tíð „vinstri aflanna“ – eins og hann kallar þá flokka sem hafa verið í borgarstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, talar aftur á móti um nýtt met í skuldaniðurgreiðslum og nefnir töluna 35 milljarða í því samhengi. Báðir saka hvor annan um að segja hálfan sannleikann, með það fyrir augum að láta málin líta betur út fyrir flokk sinn. Dagur segist horfa á fjármál borgarinnar í heild sinni og telur fyrirtæki í eigu hennar með í heildarmyndinni. Halldór einblínir á stöðu borgarsjóðs og segir slæma stöðu hans vera til marks um að reksturinn sé ekki góður.Deilt um skuldir borgarsjóðs Oddvitar flokkanna deila um raunverulega skuldastöðu borgarsjóðs. Halldór bendir á að skuldir hafi hækkað um 30 prósent en á sama tíma hafi skuldaaukning annarra sveitarfélaga landsins verið um þrjú prósent að meðaltali. Þetta svipar til málflutnings Júlíus Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, á fundi borgarstjórnar í dag. Júlíus var afar harðorður í garð meirihluta borgarstjórnar. Hann sagði hann hafa hækkað skuldir, ekki haldið eignum borgarinnar nægjanlega vel við og hundsað athugasemdir borgarbúa. Hann sagði meirihlutann hafa mætt athugasemdum borgarbúa með aulabröndurum. Dagur telur að ekki sé eingöngu hægt að horfa á skuldarstöðu borgarsjóðs – fjárhagur borgarinnar og fyrirtækja í hennar eigu tengist að hans mati. „Til dæmis eru tólf af þeim sextán milljörðum sem borgarsjóður skuldar komnir til vegna láns til Orkuveitunnar.“ Dagur segir meirihlutann vera stoltan af rekstri borgarinnar og nefnir Orkuveituna sérstaklega í því samhengi. „Við lokuðum fimmtíu milljarða gati þar. Og það ættu allir að geta tekið undir að þar hafi verið unnið gott verk. Við göngum stolt frá því verki.“ Dagur bendir á að einhverjir hafi ekki haft trú á því að meirihlutanum tækist að bæta rekstur Orkuveitunnar með þessum hætti.Veltufé frá rekstriHalldór hefur birt fjölda súlurita á Facebook síðu sinni sem snúa að svokölluðu veltufé frá rekstri. Þegar hann er beðinn að útskýra það hugtak í stuttu máli svaraði hann um hæl: „Peningar í vasann.“ Af súluritum Halldórs að dæma hefur rekstur borgarsjóðs gengið betur í tíð Sjálfstæðismanna en annarra flokka undanfarin tólf ár. Dagur segir að þegar þessi súlurit séu skoðuð þurfi að taka mið af því að Sjálfstæðismenn notuðu arðgreiðslur úr Orkuveitunni til að „halda borgarsjóði á floti“. Dagur segir það ekki hafa verið ábyrga fjármálastjórn. Óhætt er að segja að oddvitarnir séu ósammála um stöðu fjármála borgarinnar og fyrirtækja hennar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46 Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46
Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44