Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 21-24 | Oddaleikur í Hafnarfirði Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 29. apríl 2014 11:50 Árni Steinn Steinþórsson skorar fyrir Hauka í kvöld. Vísir/Valli Haukar lögðu FH 24-21 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16. FH mætti mjög ákveðið til leiks og greinilegt að leikmenn liðsins voru ákveðnir í að láta ekki rassskella líkt og í þriðja leik liðanna. FH lék frábæra vörn framan af og sóknin gekk vel. Svo vel að Patrekur tók leikhlé á tólftu mínútu en þegar stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik snérist leikurinn. FH var þremur mörkum yfir 9-6 en Haukar skoruðu átta af tíu síðustu mörkum fyrri hálfleiks og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-11. Miklu munaði um frábæra innkomu Giedrius Morkunas í mark Hauka. Hann var með 70% markvörslu á sextán mínútum í fyrri hálfleik og með hann í því formi fyrir aftan öfluga vörnina fengu Haukar hraðaupphlaupin sem liðið nærist á. Haukar skoruðu sex hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik, þar af fimm þeirra á síðasta stundarfjórðungnum. Daníel Freyr Andrésson kom inn í mark FH í upphafi seinni hálfleiks og varði fyrsta skot Hauka en Haukar skoruðu engu að síður fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks þar sem ekkert gekk í sókn FH. Alls liðu 20 mínútur þar sem FH skoraði bara tvö mörk. Haukar náði þá sjö marka forystu en FH náði að minnka muninn í þrjú mörk og fékk færi til minnka muninn í tvö mörk sem liðið nýtti ekki. Frábær tuttugu mínútna kafli hjá Haukum réð úrslitum í kvöld. Liðið lék frábæra vörn og fékk þá mörg mörk úr hraðaupphlaupum auk þess sem sóknin gekk vel. Þess utan var jafnræði með liðunum og geta Haukar þakkað Morkunas í markinu að FH náði ekki að gera leikinn enn meira spennandi á loka mínútunum.Patrekur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliPatrekur: Rimman er ekki búin „Þetta er úrslitakeppni og það getur allt gerst. Þetta var hörku rimma tveggja góðra liða. Það eru allir að leggja allt í þetta, bæði FH og við,“ sagði diplómatískur Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka í leikslok. „Við erum að spila við FH. Auðvitað geta komið slys eins og hjá okkur í fyrsta leiknum og þeim í þriðja leiknum en annars hafa báðir leikirnir verið mjög svipaðir. Rimman er ekki búin, ég veit það. „Stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu í kvöld og auðvitað er ekki langt að fara í útileikinn en vonandi fáum við ennþá fleiri á fimmtudaginn á Ásvelli,“ sagði Patrekur.Haukarnir fagna í kvöld.Vísir/ValliMatthías Árni: Vil Haukamenn í rauðu og FH-inga í hvítu „Þetta var hörku leikur. Við gáfumst aldrei upp þó við höfum lentu undir í byrjun leiksins og þeir hafi átt góðan sprett um miðjan seinni hálfleik,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson fyrirliði Hauka. „Við náum halda áfram, vera áræðnir og nýta færin mjög vel. Við náum að standa vörnina mjög vel á köflum. „Giedrius (Morkunas) var frábær eftir að hann kom inn á og Einar (Ólafur Vilmundarson) náði að taka flotta bolta líka. Þetta var algjör vinnusigur liðsheildarinnar,“ sagði Matthías sem vill fá fulla Schenker höll á Ásvöllum á fimmtudaginn. „Ég vil hvetja alla Haukamenn til að mæta í rauða og FH-inga til að mæta í hvítu.“Einar Andri pirraður á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliEinar Andri: Menn hafa sumarið til að hvíla sig „Mér fannst við fara illa að ráði okkur í kvöld. Við vorum með frumkvæðið í leiknum og spiluðum góða vörn og náðum að keyra vel á þá en svo kemur slæmur kafli,“ sagði Einar Andir Einarsson þjálfari FH. „Við missum þá fram úr okkur undir lok fyrri hálfleiks og svo byrjum við seinni hálfleik mjög illa. Svo náum við að keyra þetta niður og fáum færi til að gera þetta að leik í lokin. Við vorum ekki nógu yfirvegaðir fyrir framan markið. „Í stöðunni 24-20 fengum við fimm dauðafæri. Auðvitað fá þeir færi líka en við hefðum virkilega getað gert þetta að leik í lokin ef við hefðum verið svalari fyrir framan markið. „Úrslitakeppnin er erfið. Við vorum ekkert að hugsa um að við værum að fara að klára þetta 3-0 eða einbeita okkur eitthvað að því. Við tökum hvern leik fyrir sig og erum núna búnir að tapa tveimur leikjum. „Við unnum fyrsta leikinn á Ásvöllum og það er enginn að segja að við getum ekki farið þangað og klárað það. Úrslitakeppnin er bara spiluð á nokkrum dögum og menn þurfa að halda áfram. Við þurfum að draga fram lengri góða kafla og fækka slæmu köflunum. Þá getum við klárað þetta. „Það verður enginn þreyttur í liðunum. Menn hafa sumarið til að hvíla sig og okkur langar í úrslitin. Það hefur enginn kvartað undan þreytu ennþá,“ sagði Einar Andri. Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Haukar lögðu FH 24-21 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16. FH mætti mjög ákveðið til leiks og greinilegt að leikmenn liðsins voru ákveðnir í að láta ekki rassskella líkt og í þriðja leik liðanna. FH lék frábæra vörn framan af og sóknin gekk vel. Svo vel að Patrekur tók leikhlé á tólftu mínútu en þegar stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik snérist leikurinn. FH var þremur mörkum yfir 9-6 en Haukar skoruðu átta af tíu síðustu mörkum fyrri hálfleiks og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-11. Miklu munaði um frábæra innkomu Giedrius Morkunas í mark Hauka. Hann var með 70% markvörslu á sextán mínútum í fyrri hálfleik og með hann í því formi fyrir aftan öfluga vörnina fengu Haukar hraðaupphlaupin sem liðið nærist á. Haukar skoruðu sex hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik, þar af fimm þeirra á síðasta stundarfjórðungnum. Daníel Freyr Andrésson kom inn í mark FH í upphafi seinni hálfleiks og varði fyrsta skot Hauka en Haukar skoruðu engu að síður fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks þar sem ekkert gekk í sókn FH. Alls liðu 20 mínútur þar sem FH skoraði bara tvö mörk. Haukar náði þá sjö marka forystu en FH náði að minnka muninn í þrjú mörk og fékk færi til minnka muninn í tvö mörk sem liðið nýtti ekki. Frábær tuttugu mínútna kafli hjá Haukum réð úrslitum í kvöld. Liðið lék frábæra vörn og fékk þá mörg mörk úr hraðaupphlaupum auk þess sem sóknin gekk vel. Þess utan var jafnræði með liðunum og geta Haukar þakkað Morkunas í markinu að FH náði ekki að gera leikinn enn meira spennandi á loka mínútunum.Patrekur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliPatrekur: Rimman er ekki búin „Þetta er úrslitakeppni og það getur allt gerst. Þetta var hörku rimma tveggja góðra liða. Það eru allir að leggja allt í þetta, bæði FH og við,“ sagði diplómatískur Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka í leikslok. „Við erum að spila við FH. Auðvitað geta komið slys eins og hjá okkur í fyrsta leiknum og þeim í þriðja leiknum en annars hafa báðir leikirnir verið mjög svipaðir. Rimman er ekki búin, ég veit það. „Stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu í kvöld og auðvitað er ekki langt að fara í útileikinn en vonandi fáum við ennþá fleiri á fimmtudaginn á Ásvelli,“ sagði Patrekur.Haukarnir fagna í kvöld.Vísir/ValliMatthías Árni: Vil Haukamenn í rauðu og FH-inga í hvítu „Þetta var hörku leikur. Við gáfumst aldrei upp þó við höfum lentu undir í byrjun leiksins og þeir hafi átt góðan sprett um miðjan seinni hálfleik,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson fyrirliði Hauka. „Við náum halda áfram, vera áræðnir og nýta færin mjög vel. Við náum að standa vörnina mjög vel á köflum. „Giedrius (Morkunas) var frábær eftir að hann kom inn á og Einar (Ólafur Vilmundarson) náði að taka flotta bolta líka. Þetta var algjör vinnusigur liðsheildarinnar,“ sagði Matthías sem vill fá fulla Schenker höll á Ásvöllum á fimmtudaginn. „Ég vil hvetja alla Haukamenn til að mæta í rauða og FH-inga til að mæta í hvítu.“Einar Andri pirraður á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliEinar Andri: Menn hafa sumarið til að hvíla sig „Mér fannst við fara illa að ráði okkur í kvöld. Við vorum með frumkvæðið í leiknum og spiluðum góða vörn og náðum að keyra vel á þá en svo kemur slæmur kafli,“ sagði Einar Andir Einarsson þjálfari FH. „Við missum þá fram úr okkur undir lok fyrri hálfleiks og svo byrjum við seinni hálfleik mjög illa. Svo náum við að keyra þetta niður og fáum færi til að gera þetta að leik í lokin. Við vorum ekki nógu yfirvegaðir fyrir framan markið. „Í stöðunni 24-20 fengum við fimm dauðafæri. Auðvitað fá þeir færi líka en við hefðum virkilega getað gert þetta að leik í lokin ef við hefðum verið svalari fyrir framan markið. „Úrslitakeppnin er erfið. Við vorum ekkert að hugsa um að við værum að fara að klára þetta 3-0 eða einbeita okkur eitthvað að því. Við tökum hvern leik fyrir sig og erum núna búnir að tapa tveimur leikjum. „Við unnum fyrsta leikinn á Ásvöllum og það er enginn að segja að við getum ekki farið þangað og klárað það. Úrslitakeppnin er bara spiluð á nokkrum dögum og menn þurfa að halda áfram. Við þurfum að draga fram lengri góða kafla og fækka slæmu köflunum. Þá getum við klárað þetta. „Það verður enginn þreyttur í liðunum. Menn hafa sumarið til að hvíla sig og okkur langar í úrslitin. Það hefur enginn kvartað undan þreytu ennþá,“ sagði Einar Andri.
Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira