Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 24-19 | Valur í kjörstöðu Anton Ingi Leifsson í Vodafone-höllinni skrifar 29. apríl 2014 11:42 Hrafnhildur Skúladóttir skýtur að marki gegn ÍBV í kvöld. Vísir/Valli Valur er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvíginu gegn ÍBV í Olís-deild kvenna eftir góðan sigur í hörkuleik í kvöld. ÍBV liðið byrjaði af krafti og það var ljóst frá fyrstu mínútu að það stefndi í hörkuleik í Vodafone-höllinni í kvöld. Gestirnir brugðu á það ráð að spila með aukamann í sókninni í staðin fyrir markvörðinn og gekk það ágætlega. Þær komust í 0-1 og 1-2 og voru að spila fínasta bolta, en þá kveiktist á Valsvélinni. Þær leiddu alltaf með einum til tveimur mörkum, en Eyjaliðið var alls ekki langt undan. Valssliðið tók svo góðan kafla um miðjan fyrir hálfleikinn þegar þær breyttu stöðunni úr 8-7 í 11-7. Gestirnir voru þó ekki af baki dottnir og héldu vel í við heimastúlkur. Staðan í hálfleik var svo 13-11, en Guðbjörg Guðmannsdóttir minnkaði muninn í tvö mörk þegar innan við mínúta var eftir af hálfleiknum. Mikilvægt mark því Eyjastúlkur byrjuðu einnig með boltann í síðari hálfleik og þær voru einnig einum fleiri. Tæknimistök beggja liða voru full mörg í fyrri hálfleik og ætluðu þjálfara beggja liða að leggja áherslu á að fækka þessum mistökum. Valsstúlkur héldu forystunni í upphafi síðari hálfleiks og ekki hjálpaði það gestunum að Berglind Íris var í þvílíkum ham og varði hvert skotið á fætur öðru. Lítil markvarsla var hjá ÍBV í leiknum, en þegar stundarfjórðungur var til leiksloka hafði Dröfn einungis varið þrjú skot. Heimastúlkur leiddu þá með fimm mörkum og nú var spurning hvort gestirnir ætluðu að bíta frá sér síðasta stundarfjórðunginn. Það var ekki uppá teningnum. Valsstúlkur gáfu bara í ef eitthvað var og unnu að lokum fimm marka sigur, 24-19. Berglind Íris Hansdóttir var algjörlega mögnuð í marki Vals og var um 50% markvörslu. Kristín Guðmundsdóttir var frábær í liði Vals, skoraði sex mörk og gaf fjöldan allan af stoðsendingum. Anna Úrsúla spilaði líka vel í vörn sem og sókn. Í liði ÍBV spilaði vinstri hornamaðurinn Díana Dögg Magnúsdóttir afar vel og Vera Lopez skoraði nokkur mörk, en hún hefur þó nýtt sín færi betur. Markvarslan var lítil sem engin hjá ÍBV og þar liggur stóri munurinn. Varnarleikurinn var þó fínn og geta þær byggt á honum fyrir næsta leik í Eyjum sem er á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Gaman var að fylgjast með fjölda fólks frá Vestmannaeyjum sem studdi lið sitt af miklum krafti og áttu Vodafone-höllina, að minnsta kosti í fyrri leiknum. Frábær stuðningur sem hjálpaði Eyjaliðinu, klárlega.Jón Gunnlaugur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliJón Gunnlaugur Viggósson: Ætla ekki að skella tapinu á Dröfn „Við vorum bara ekki að spila nægilega vel hérna í dag. Varnarleikurinn var góður," sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „,Við vorum að fá þær í skotin sem við vildum fá þær í, en þær voru bara einfaldlega að skora úr þeim í dag. Það gerist ekki aftur næst." Jón Gunnlaugur sagði markvörsluna hefði mátt vera betri, en nýtingin sóknarlega hafði ekki verið sérstök heldur: ,,Vörnin var virkilega góð, en við skoruðum bara 19 mörk. Við fáum á okkur 24 mörk, en samt erum við bara með þrjá til fjóra bolta varða. Ég ætla ekki að skella tapinu á Dröfn því nýtingin í sókninni var alls ekki góð heldur. Þetta er blanda af mörgu sem fer með þetta í dag." „Á köflum vorum við að spila eins og tvö lið; sumar vildu keyra fram, en aðrar vildu hægja á leiknum. Það gengur ekki upp og við þurfum að laga á fimmtudaginn," sagði Gulli, eins og hann er kallaður, sem ætlar alls ekki í sumarfrí á fimmtudag: „Nei, við ætlum að vinna á fimmtudaginn og koma aftur hingað í oddaleik. Við ætlum að sýna það að það er hægt að vinna hérna," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi í leikslok.Kristín Guðmundsdóttir brýst í gegn í kvöld.Vísir/ValliKristín Guðmundsdóttir: Vorum alls ekki með í síðasta leik ,,Við vorum með á nótunum í dag, en við vorum alls ekki með í síðasta leik," sagði Kristín Guðmundsson í leikslok. Hún átti afar góðan leik. „Í Eyjum var enginn með. Nú í dag voru nokkrar, en alls ekki allar. Við þurfum ekki að spila allar vel, en ef tvær til þrjár stíga almennilega upp fer þetta vel eins og í dag." „Við vorum að taka styttri sendingar og ekki kasta boltanum útaf í gríð og erg eins og í Eyjum. Við löguðum þá hluti sem þurfti að laga, þótt við höfum kastað boltanum þarna nokkrum sinnum útaf í þessum leik," sagði Kristín og glotti. „Það er fáranlega gaman að spila í Eyjum. Það er brjáluð stemning, fullt hús af fólki og maður heyrir varla í næsta manni. Þannig á þetta að vera," segir hún og Valsstúlkur ætla klára þetta á fimmtudag: „Við ætlum til Eyja á fimmtudaginn og tryggja okkur í úrslit," sagði Kristín Guðmundsdóttir við Vísi í leikslok. Olís-deild kvenna Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Valur er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvíginu gegn ÍBV í Olís-deild kvenna eftir góðan sigur í hörkuleik í kvöld. ÍBV liðið byrjaði af krafti og það var ljóst frá fyrstu mínútu að það stefndi í hörkuleik í Vodafone-höllinni í kvöld. Gestirnir brugðu á það ráð að spila með aukamann í sókninni í staðin fyrir markvörðinn og gekk það ágætlega. Þær komust í 0-1 og 1-2 og voru að spila fínasta bolta, en þá kveiktist á Valsvélinni. Þær leiddu alltaf með einum til tveimur mörkum, en Eyjaliðið var alls ekki langt undan. Valssliðið tók svo góðan kafla um miðjan fyrir hálfleikinn þegar þær breyttu stöðunni úr 8-7 í 11-7. Gestirnir voru þó ekki af baki dottnir og héldu vel í við heimastúlkur. Staðan í hálfleik var svo 13-11, en Guðbjörg Guðmannsdóttir minnkaði muninn í tvö mörk þegar innan við mínúta var eftir af hálfleiknum. Mikilvægt mark því Eyjastúlkur byrjuðu einnig með boltann í síðari hálfleik og þær voru einnig einum fleiri. Tæknimistök beggja liða voru full mörg í fyrri hálfleik og ætluðu þjálfara beggja liða að leggja áherslu á að fækka þessum mistökum. Valsstúlkur héldu forystunni í upphafi síðari hálfleiks og ekki hjálpaði það gestunum að Berglind Íris var í þvílíkum ham og varði hvert skotið á fætur öðru. Lítil markvarsla var hjá ÍBV í leiknum, en þegar stundarfjórðungur var til leiksloka hafði Dröfn einungis varið þrjú skot. Heimastúlkur leiddu þá með fimm mörkum og nú var spurning hvort gestirnir ætluðu að bíta frá sér síðasta stundarfjórðunginn. Það var ekki uppá teningnum. Valsstúlkur gáfu bara í ef eitthvað var og unnu að lokum fimm marka sigur, 24-19. Berglind Íris Hansdóttir var algjörlega mögnuð í marki Vals og var um 50% markvörslu. Kristín Guðmundsdóttir var frábær í liði Vals, skoraði sex mörk og gaf fjöldan allan af stoðsendingum. Anna Úrsúla spilaði líka vel í vörn sem og sókn. Í liði ÍBV spilaði vinstri hornamaðurinn Díana Dögg Magnúsdóttir afar vel og Vera Lopez skoraði nokkur mörk, en hún hefur þó nýtt sín færi betur. Markvarslan var lítil sem engin hjá ÍBV og þar liggur stóri munurinn. Varnarleikurinn var þó fínn og geta þær byggt á honum fyrir næsta leik í Eyjum sem er á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Gaman var að fylgjast með fjölda fólks frá Vestmannaeyjum sem studdi lið sitt af miklum krafti og áttu Vodafone-höllina, að minnsta kosti í fyrri leiknum. Frábær stuðningur sem hjálpaði Eyjaliðinu, klárlega.Jón Gunnlaugur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliJón Gunnlaugur Viggósson: Ætla ekki að skella tapinu á Dröfn „Við vorum bara ekki að spila nægilega vel hérna í dag. Varnarleikurinn var góður," sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „,Við vorum að fá þær í skotin sem við vildum fá þær í, en þær voru bara einfaldlega að skora úr þeim í dag. Það gerist ekki aftur næst." Jón Gunnlaugur sagði markvörsluna hefði mátt vera betri, en nýtingin sóknarlega hafði ekki verið sérstök heldur: ,,Vörnin var virkilega góð, en við skoruðum bara 19 mörk. Við fáum á okkur 24 mörk, en samt erum við bara með þrjá til fjóra bolta varða. Ég ætla ekki að skella tapinu á Dröfn því nýtingin í sókninni var alls ekki góð heldur. Þetta er blanda af mörgu sem fer með þetta í dag." „Á köflum vorum við að spila eins og tvö lið; sumar vildu keyra fram, en aðrar vildu hægja á leiknum. Það gengur ekki upp og við þurfum að laga á fimmtudaginn," sagði Gulli, eins og hann er kallaður, sem ætlar alls ekki í sumarfrí á fimmtudag: „Nei, við ætlum að vinna á fimmtudaginn og koma aftur hingað í oddaleik. Við ætlum að sýna það að það er hægt að vinna hérna," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi í leikslok.Kristín Guðmundsdóttir brýst í gegn í kvöld.Vísir/ValliKristín Guðmundsdóttir: Vorum alls ekki með í síðasta leik ,,Við vorum með á nótunum í dag, en við vorum alls ekki með í síðasta leik," sagði Kristín Guðmundsson í leikslok. Hún átti afar góðan leik. „Í Eyjum var enginn með. Nú í dag voru nokkrar, en alls ekki allar. Við þurfum ekki að spila allar vel, en ef tvær til þrjár stíga almennilega upp fer þetta vel eins og í dag." „Við vorum að taka styttri sendingar og ekki kasta boltanum útaf í gríð og erg eins og í Eyjum. Við löguðum þá hluti sem þurfti að laga, þótt við höfum kastað boltanum þarna nokkrum sinnum útaf í þessum leik," sagði Kristín og glotti. „Það er fáranlega gaman að spila í Eyjum. Það er brjáluð stemning, fullt hús af fólki og maður heyrir varla í næsta manni. Þannig á þetta að vera," segir hún og Valsstúlkur ætla klára þetta á fimmtudag: „Við ætlum til Eyja á fimmtudaginn og tryggja okkur í úrslit," sagði Kristín Guðmundsdóttir við Vísi í leikslok.
Olís-deild kvenna Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira