"Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri“ Baldvin Þormóðsson skrifar 27. apríl 2014 23:24 Brynjar Dagur er virkilega hæfileikaríkur dansari. Vísir/Andri „Mér líður mjög vel,“ segir hinn ungi dansari, Brynjar Dagur Albertsson í viðtali við Vísi en hann vann sigur í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í kvöld. „Þetta er búið að vera svo geggjað ævintýri,“ segir sigurvegarinn. „Ég er bara svo ánægður að hafa kynnst öllum þessu krökkum, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt.“ Aðspurður hvað Brynjar Dagur ætli að gera við verðlaunaféð segist hann ætla að eyða einhverju í dansinn og eiga síðan eitthvað fyrir framtíðina. „Síðan kaupi ég mér bara eitthvað flott,“ segir Brynjar og hlær. Ungi dansarinn hefur þó fleiri áhugamál en hann er að sækja um í tölvu- og forritunarnám í Tækniskólanum. „Pabbi minn er forritari og mig hefur alltaf langað til þess að læra það líka.“ Brynjar segir að af dómurunum þá sé Bubbi Morthens í uppáhaldi. „Mér finnst hann bara svo skemmtilegur og algjör kóngur.“Jón Arnór er svakalegur á sviði.Vísir/AndriTöfraði sig inn í hjörtu Íslendinga Sá sem þurfti að bíta í það súra epli að lenda í öðru sæti var töframaðurinn Jón Arnór Pétursson, en hann náði að töfra sig inn í hjörtu margra Íslendinga á undanförnum vikum þrátt fyrir að hafa ekki hafnað í fyrsta sæti. Aðspurður segist Jón Arnór þó ekki láta ósigurinn á sig fá. „Mér líður bara vel,“ segir ungi töframaðurinn sem bætir því við að það muni ekkert stöðva hann í töfrabransanum. „Ég myndi aldrei hætta að töfra,“ segir Jón Arnór en áhugasamir geta bókað töframanninn í veislur eða uppákomur. „Það er bara hægt að hringja í pabba.“Þórunn Antonía er ánægð með niðurstöður kvöldsins.Vísir/AndriVissi ekkert við hverju átti að búastÞórunn Antonía Magnúsdóttir var ein dómara Ísland Got Talent en hún segir keppnina hafa verið frábæra lífsreynslu. „Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég tók við þessu verkefni,“ segir söngkonan. „Þegar maður er sjálfur listamaður þá er svolítið skrítið að setja sig í þessa aðstöðu að dæma aðra,“ segir Þórunn sem bætir því við að það kom henni verulega á óvart hvað verkefnið var skemmtilegt, krefjandi og gefandi. Aðspurð hvað henni finnist um niðurstöður kvöldsins segist hún vera rosalega ánægð. „Ég hefði líka verið sátt við öll atriði úrslitakvöldsins að enda sem siguratriði,’’ segir Þórunn. ,,En með Brynjar Dag, það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi ótvíræða hæfileika, hann er ótrúlegur þessi strákur eins og hinir krakkarnir.“ Þórunn segist ekki vita hvernig dómaraskipanin verður í næstu seríu þáttarins en hún bætir því við að hún hefði klárlega áhuga á að taka að sér verkefnið aftur. Brynjar Dagur mætti í viðtal í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun og talaði um upplifun sína af keppninni. Hér má hlusta á viðtalið. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14 Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15 Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30 Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel,“ segir hinn ungi dansari, Brynjar Dagur Albertsson í viðtali við Vísi en hann vann sigur í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í kvöld. „Þetta er búið að vera svo geggjað ævintýri,“ segir sigurvegarinn. „Ég er bara svo ánægður að hafa kynnst öllum þessu krökkum, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt.“ Aðspurður hvað Brynjar Dagur ætli að gera við verðlaunaféð segist hann ætla að eyða einhverju í dansinn og eiga síðan eitthvað fyrir framtíðina. „Síðan kaupi ég mér bara eitthvað flott,“ segir Brynjar og hlær. Ungi dansarinn hefur þó fleiri áhugamál en hann er að sækja um í tölvu- og forritunarnám í Tækniskólanum. „Pabbi minn er forritari og mig hefur alltaf langað til þess að læra það líka.“ Brynjar segir að af dómurunum þá sé Bubbi Morthens í uppáhaldi. „Mér finnst hann bara svo skemmtilegur og algjör kóngur.“Jón Arnór er svakalegur á sviði.Vísir/AndriTöfraði sig inn í hjörtu Íslendinga Sá sem þurfti að bíta í það súra epli að lenda í öðru sæti var töframaðurinn Jón Arnór Pétursson, en hann náði að töfra sig inn í hjörtu margra Íslendinga á undanförnum vikum þrátt fyrir að hafa ekki hafnað í fyrsta sæti. Aðspurður segist Jón Arnór þó ekki láta ósigurinn á sig fá. „Mér líður bara vel,“ segir ungi töframaðurinn sem bætir því við að það muni ekkert stöðva hann í töfrabransanum. „Ég myndi aldrei hætta að töfra,“ segir Jón Arnór en áhugasamir geta bókað töframanninn í veislur eða uppákomur. „Það er bara hægt að hringja í pabba.“Þórunn Antonía er ánægð með niðurstöður kvöldsins.Vísir/AndriVissi ekkert við hverju átti að búastÞórunn Antonía Magnúsdóttir var ein dómara Ísland Got Talent en hún segir keppnina hafa verið frábæra lífsreynslu. „Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég tók við þessu verkefni,“ segir söngkonan. „Þegar maður er sjálfur listamaður þá er svolítið skrítið að setja sig í þessa aðstöðu að dæma aðra,“ segir Þórunn sem bætir því við að það kom henni verulega á óvart hvað verkefnið var skemmtilegt, krefjandi og gefandi. Aðspurð hvað henni finnist um niðurstöður kvöldsins segist hún vera rosalega ánægð. „Ég hefði líka verið sátt við öll atriði úrslitakvöldsins að enda sem siguratriði,’’ segir Þórunn. ,,En með Brynjar Dag, það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi ótvíræða hæfileika, hann er ótrúlegur þessi strákur eins og hinir krakkarnir.“ Þórunn segist ekki vita hvernig dómaraskipanin verður í næstu seríu þáttarins en hún bætir því við að hún hefði klárlega áhuga á að taka að sér verkefnið aftur. Brynjar Dagur mætti í viðtal í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun og talaði um upplifun sína af keppninni. Hér má hlusta á viðtalið.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14 Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15 Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30 Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14
Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15
Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30