Íslendingarnir komu, sáu og sigruðu í Belfast Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. apríl 2014 11:15 Diego Björn Valencia fagnar sigrinum innilega. Mjölnir/Kjartan Páll Sæmundsson Í gærkvöldi stigu fjórir fræknir Mjölnismenn í MMA-búrið í Belfast. Þeir Birgir Örn Tómasson, Magnús Ingi Ingvarsson, Diego Björn Valencia og Egill Øydvin Hjördísarson stóðu sig feikilega vel og sigruðu allir sína bardaga. Þegar Vísir hafði samband við Jón Viðar Arnþórsson, formann Mjölnis og einn af þjálfurum Keppnisliðs Mjölnis, var hópurinn á leið í eftirpartý. Jón Viðar má vera afar stoltur af sínu liði en hann var ásamt Árna Ísakssyni í horni liðsins. Fyrstur af Íslendingunum var Birgir Örn Tómasson. Andstæðingur Birgis breyttist aðeins tveimur dögum fyrir bardagann og fékk Birgir mun sterkari andstæðing fyrir vikið. Birgir byrjaði bardagann fremur rólega en Ryan McIlwee náði honum niður með fellu í fyrstu lotu en Birgir varðist vel. Í 2. lotu þá byrjaði Birgir að finna taktinn og náði að raða inn höggunum. Hann náði góðum spörkum og þungum höggum á heimamanninn. Birgir lét höggin dynja á honum alls staðar, hausinn, skrokkinn og lærin. Hann endaði á að slá hann niður og sigraði með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Næstur á eftir Birgi var Magnús Ingi Ingvarsson. Eins og Birgir byrjaði Magnús rólega en andstæðingur hans, Ryan Greene, var góður glímumaður og er með fjólubláa beltið í brasilísku jiu-jitsu. Greene náði Magnúsi snemma niður en Magnús náði að snúa stöðunni við og endaði ofan á. Greene sótti í uppgjafartök af bakinu en Magnús varðist vel og náði 1-2 þungum höggum í Greene. Eftir smá stund lét dómarinn þá standa upp. Í standandi viðureign kom Magnús með gott vinstri háspark og fylgdi því eftir með vinstri krók sem steinrotaði Greene sem féll kylliflatur í gólfið. Magnús sigraði með rothöggi í 2. lotu, sannarlega glæsilegur sigur.Diego Björn læsir "triangle" hengingunni.Mjölnir/Kjartan PállDiego Björn Valencia var sá þriðji í röðinni af Íslendingunum en hann mætti Conor Cooke í sínum fyrsta atvinnumannabardaga. Cooke var mun reyndari en Diego og var þetta 9. atvinnumannabardagi hans. Diego, sem er margfaldur Íslandsmeistari í karate, byrjaði bardagann mjög vel og náði nokkrum góðum spörkum í læri og skrokk. Cooke náði einnig góðum höggum en þeir enduðu í jörðinni þar sem Diego var nálægt því að sigra eftir “rear naked choke” uppgjafartak í lok lotunnar. Í 2. lotu byrjaði Cooke að láta höggin rigna á okkar manni og lenti nokkrum þungum höggum. Diego brást við því með því að reyna fellu en endaði undir í “mount” þar sem hann varðist vel. Í lotunni náðu báðir bakinu á hvor öðrum áður en lotan kláraðist. Diego virtist vera orðinn vel þreyttur eftir lotuna. Í 3. lotu komu fleiri þung högg frá Cooke og var Diego mjög vankaður en hann ætlaði ekki niður. Það var í raun ótrúlegt hvernig hann náði að standa í lappirnar og sýndi mikið hjarta þar sem Diego virtist vera á brauðfótum. Diego náði góðri beinni vinstri en á einum tímapunkti virtist Diego einfaldlega detta í gólfið. Cooke fylgdi Diego í gólfið og ætlaði að reyna að klára hann þar. Diego reyndi “armbar” af bakinu en skipti leiftursnöggt í “triangle” hengingu sem neyddi Cooke til að gefast upp! Diego sigraði bardagann eftir uppgjafartak í 3. lotu í sínum fyrsta atvinnumannabardaga. Þrátt fyrir að vera mjög vankaður náði hann að sýna ótrúlegan vilja til að halda áfram og endaði á að sigra. Síðastur af Íslendingunum var Egill Øydvin Hjördísarson. Egill stjórnaði bardaganum eiginlega allar þrjár loturnar. Í fyrstu lotu átti hann í erfiðleikum með að ná hinum nautsterka Julius Ziurauskis niður en Egill náði þungu hné í andlit Litháans. Í 2. lotu náði Egill honum loksins niður en það var þó seint í lotunni og náði hann ekki inn mörgum höggum. Þriðja lotan fór mest fram í “clinchinu” upp við búrið þar sem Egill náði góðum hnéspörkum í lærin og blóðgaði Ziurauskis. Egill endaði á að sigra bardagann eftir einróma dómaraúrskurð.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Fjórir Íslendingar berjast í Belfast um helgina Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. 22. apríl 2014 22:30 Íslendingarnir tilbúnir í slaginn í Belfast Annað kvöld munu fjórir fræknir Mjölnismenn stíga í MMA-búrið og keppa í Cage Contender. Kapparnir voru vigtaðir inn nú í hádeginu og náðu þeir allir tilsettri þyngd. 25. apríl 2014 22:45 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Í gærkvöldi stigu fjórir fræknir Mjölnismenn í MMA-búrið í Belfast. Þeir Birgir Örn Tómasson, Magnús Ingi Ingvarsson, Diego Björn Valencia og Egill Øydvin Hjördísarson stóðu sig feikilega vel og sigruðu allir sína bardaga. Þegar Vísir hafði samband við Jón Viðar Arnþórsson, formann Mjölnis og einn af þjálfurum Keppnisliðs Mjölnis, var hópurinn á leið í eftirpartý. Jón Viðar má vera afar stoltur af sínu liði en hann var ásamt Árna Ísakssyni í horni liðsins. Fyrstur af Íslendingunum var Birgir Örn Tómasson. Andstæðingur Birgis breyttist aðeins tveimur dögum fyrir bardagann og fékk Birgir mun sterkari andstæðing fyrir vikið. Birgir byrjaði bardagann fremur rólega en Ryan McIlwee náði honum niður með fellu í fyrstu lotu en Birgir varðist vel. Í 2. lotu þá byrjaði Birgir að finna taktinn og náði að raða inn höggunum. Hann náði góðum spörkum og þungum höggum á heimamanninn. Birgir lét höggin dynja á honum alls staðar, hausinn, skrokkinn og lærin. Hann endaði á að slá hann niður og sigraði með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Næstur á eftir Birgi var Magnús Ingi Ingvarsson. Eins og Birgir byrjaði Magnús rólega en andstæðingur hans, Ryan Greene, var góður glímumaður og er með fjólubláa beltið í brasilísku jiu-jitsu. Greene náði Magnúsi snemma niður en Magnús náði að snúa stöðunni við og endaði ofan á. Greene sótti í uppgjafartök af bakinu en Magnús varðist vel og náði 1-2 þungum höggum í Greene. Eftir smá stund lét dómarinn þá standa upp. Í standandi viðureign kom Magnús með gott vinstri háspark og fylgdi því eftir með vinstri krók sem steinrotaði Greene sem féll kylliflatur í gólfið. Magnús sigraði með rothöggi í 2. lotu, sannarlega glæsilegur sigur.Diego Björn læsir "triangle" hengingunni.Mjölnir/Kjartan PállDiego Björn Valencia var sá þriðji í röðinni af Íslendingunum en hann mætti Conor Cooke í sínum fyrsta atvinnumannabardaga. Cooke var mun reyndari en Diego og var þetta 9. atvinnumannabardagi hans. Diego, sem er margfaldur Íslandsmeistari í karate, byrjaði bardagann mjög vel og náði nokkrum góðum spörkum í læri og skrokk. Cooke náði einnig góðum höggum en þeir enduðu í jörðinni þar sem Diego var nálægt því að sigra eftir “rear naked choke” uppgjafartak í lok lotunnar. Í 2. lotu byrjaði Cooke að láta höggin rigna á okkar manni og lenti nokkrum þungum höggum. Diego brást við því með því að reyna fellu en endaði undir í “mount” þar sem hann varðist vel. Í lotunni náðu báðir bakinu á hvor öðrum áður en lotan kláraðist. Diego virtist vera orðinn vel þreyttur eftir lotuna. Í 3. lotu komu fleiri þung högg frá Cooke og var Diego mjög vankaður en hann ætlaði ekki niður. Það var í raun ótrúlegt hvernig hann náði að standa í lappirnar og sýndi mikið hjarta þar sem Diego virtist vera á brauðfótum. Diego náði góðri beinni vinstri en á einum tímapunkti virtist Diego einfaldlega detta í gólfið. Cooke fylgdi Diego í gólfið og ætlaði að reyna að klára hann þar. Diego reyndi “armbar” af bakinu en skipti leiftursnöggt í “triangle” hengingu sem neyddi Cooke til að gefast upp! Diego sigraði bardagann eftir uppgjafartak í 3. lotu í sínum fyrsta atvinnumannabardaga. Þrátt fyrir að vera mjög vankaður náði hann að sýna ótrúlegan vilja til að halda áfram og endaði á að sigra. Síðastur af Íslendingunum var Egill Øydvin Hjördísarson. Egill stjórnaði bardaganum eiginlega allar þrjár loturnar. Í fyrstu lotu átti hann í erfiðleikum með að ná hinum nautsterka Julius Ziurauskis niður en Egill náði þungu hné í andlit Litháans. Í 2. lotu náði Egill honum loksins niður en það var þó seint í lotunni og náði hann ekki inn mörgum höggum. Þriðja lotan fór mest fram í “clinchinu” upp við búrið þar sem Egill náði góðum hnéspörkum í lærin og blóðgaði Ziurauskis. Egill endaði á að sigra bardagann eftir einróma dómaraúrskurð.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Fjórir Íslendingar berjast í Belfast um helgina Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. 22. apríl 2014 22:30 Íslendingarnir tilbúnir í slaginn í Belfast Annað kvöld munu fjórir fræknir Mjölnismenn stíga í MMA-búrið og keppa í Cage Contender. Kapparnir voru vigtaðir inn nú í hádeginu og náðu þeir allir tilsettri þyngd. 25. apríl 2014 22:45 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Fjórir Íslendingar berjast í Belfast um helgina Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. 22. apríl 2014 22:30
Íslendingarnir tilbúnir í slaginn í Belfast Annað kvöld munu fjórir fræknir Mjölnismenn stíga í MMA-búrið og keppa í Cage Contender. Kapparnir voru vigtaðir inn nú í hádeginu og náðu þeir allir tilsettri þyngd. 25. apríl 2014 22:45