Upphitun fyrir UFC 172 Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. apríl 2014 21:15 Jon Jones og Glover Teixeira berjast um titilinn annað kvöld. Vísir/Getty Einn besti bardagamaður heims, Jon Jones, mun verja beltið sitt í léttþungavigtinni í 7. sinn þegar hann tekst á við Glover Teixeira annað kvöld. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 172 bardagakvöldinu en bardagaveislan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.Jon Jones (19-1-0) gegn Glover Teixeira (22-2-0) – titilbardagi í léttþungavigt (92 kg) Ríkjandi meistarinn í léttþungavigt, Jon Jones, er í dag besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall hefur hann nú þegar bætt metið yfir flestar titilvarnir í léttþungavigtinni en hann hefur nú varið titil sinn í sex skipti. Í öllum sínum bardögum hefur hann litið út fyrir að vera nánast ómannlegur og sigrað andstæðinga sína með yfirburðum. Hann er jafnframt yngsti maðurinn í sögu UFC til að vinna titil en hann var aðeins 23 ára þegar hann varð fyrst meistari.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannFrábær að nota faðmlengd sína (með lengstu faðmlengd í UFC)Sigraði 5 fyrrum UFC meistara í röðEr með eitt besta “ground ’n’ pound” í MMA Glover Teixeira verður sjöundi maðurinn til að gera atlögu að titli Jones. Engum, nema Alexander Gustafsson, hefur komist nálægt því að hirða titilinn af honum. Teixeira býður þó upp á nýja möguleika, hann er bæði mjög höggþungur og stórhættulegur í gólfinu. Hann hefur sigrað alla fimm bardaga sína í UFC afar sannfærandi. Vandamál með vegabréfsáritun olli því að hann var lengi að fá samning í UFC en hefur sýnt að hann á svo sannarlega heima þar. Stóra spurningin er hins vegar hvort hann sé nógu góður til að sigra einn þann besta í sögu UFC?3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannEr á 20 bardaga sigurgöngu13 sigrar eftir rothöggEr gríðarlega höggþungur og hefur þann hæfileika að geta rotað menn með einu höggiPhil Davis í vigtuninni fyrr í kvöld.Vísir/GettyPhil Davis (12-1-0) gegn Anthony Johnson (16-4-0) – léttþungavigt (92 kg) Næstsíðasti bardagi kvöldsins er einnig í léttþungavigt. Phil Davis er einn af allra fremstu glímumönnum UFC. Hann var fjórfaldur All-American (á topp 8 á sínum þyngdarflokki á landsvísu) í bandarísku háskólaglímunni og varð meistari í efstu deild glímunnar 2008. Honum hefur gengið nokkuð vel á sínum ferli í UFC og aðeins tapað gegn Rashad Evans.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannAldrei verið rotaður (eða kýldur niður) eða tapað eftir uppgjafartakFær að meðaltali aðeins 1,16 högg í sig á mínútu sem er það 4. lægsta í sögu UFCMun leitast við að taka Johnson niðurAnthony Johnson snýr aftur í UFC eftir að hafa verið látinn fara þaðan í byrjun árs 2012. Það var ekki vegna skort á hæfileikum sem hann var látinn fara heldur vegna þess að hann náði ítrekað ekki tilsettri þyngd. Á þeim tíma barðist hann í veltivigt sem ótrúlegt í ljósi þess hversu stór Johnson er. Hann virðist nú hafa fundið sinn rétta farveg í léttþungavigtinni og er spennandi viðbót við þyngdarflokkinn í UFC.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannHefur keppt í veltivigt, millivigt, léttþungavigt og þungavigt11 sigrar eftir rothöggMun sennilega reyna að halda bardaganum standandi og rota Phil DavisLuke Rockhold (11-2-0) gegn Tim Boetsch (17-6-0) – millivigt (84 kg)Luke Rockhold byrjaði MMA feril sinn sem glímumaður en að mati þjálfara sinna er hann orðinn jafn góður í sparkboxinu. Hann var Strikeforce millivigtarmeistarinn áður en samtökin lögðu upp laupana. Rockhold er frábær sparkari en einnig afar fær glímumaður og því óhætt að segja að hann sé jafnvígur alls staðar.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagann9 af 11 sigrum hans hafa komið eftir rothögg eða uppgjafartak í fyrstu lotuÆfir hjá AKA (American Kickboxing Academy) ásamt Daniel Cormier og Cain VelasquezMun sennilega reyna að halda Boetsch frá sér með spörkunum sínumTim Boetsch er einn af þessum vinnusömu bardagamönnum sem gera ekki flókna hluti í búrinu. Hann komst þó óvænt á topp 10 í millivigtinni eftir óvænta sigra gegn Hector Lombard og Yushin Okami. Boetsch er góður glímumaður en hans stærsti kostur er hve gríðarlega harður af sér hann er.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannÁtti frábæra endurkomu gegn Yushin Okami eftir að hafa tapað fyrstu tveimur lotunum sannfærandiRekur garðvinnufyrirtæki meðfram UFC ferli sínumMeð harða hökuJim Miller (23-4-0) gegn Yancy Medeiros (9-1-0) - léttvigt (70 kg)Jim Miller er einn skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Miller er ekki bardagamaður sem kemur til með að leggjast á andstæðinga sína og halda þeim niðri heldur stefnir hann alltaf að því að klára andstæðing sinn. Hann var á sjö bardaga sigurgöngu um tíma og var nálægt því að fá titilbardaga.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannHefur þrisvar fengið bónus fyrir bardaga kvöldsins og þrisvar fyrir uppgjafartak kvöldsins13 sigrar eftir uppgjafartökBróðir hans, Dan Miller, berst einnig í UFC.Yancy Medeiros kemur inn í þennan bardaga á síðustu stundu þar sem upphaflegi andstæðingur Miller, Bobby Green, meiddist í enn eitt skiptið. Medeiros sigraði fyrstu níu bardaga sína áður en hann mætti öflugum Rússa sem kastaði honum með þeim afleiðingum að þumalputtinn fór úr lið. Medeiros vildi halda áfram en dómarinn tók það ekki í mál. Hann rotaði svo Yves Edwards glæsilega í fyrstu lotu í fyrra en sigurinn var dæmdur ógildur þar sem Medeiros féll á lyfjaprófi vegna marijúana neyslu.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannVar 110 kg áður en hann hóf að æfa MMA en keppir nú í léttvigt (70 kg)Mun reyna að halda bardaganum standandiEr með fimm sigra eftir rothögg eða uppgjafartak í fyrstu lotuMax Holloway (8-3-0) gegn Andre Fili (13-1-0) – fjaðurvigt (66 kg)Max Holloway er 22 ára gamall en er þrátt fyrir ungan aldur búinn með 11 bardaga og hefur barist sem atvinnumaður frá því að hann var 18 ára.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannVill halda bardaganum standandiTapaði síðast gegn Conor McGregorSigraði Harris Sarmiento í sínum þriðja bardaga en Sarmiento var þá búinn með 53 bardagaAndre Fili er einnig ungur bardagamaður á uppleið en hann er aðeins 23 ára gamall. Fili er einn efnilegasti fjaðurvigtarmaðurinn í UFC en fær hér sinn erfiðasta andstæðing til þessa. Hann er með einn bardaga í UFC að baki en þar sigraði hann Jeremy Larsen eftir rothögg í 2. lotu. Hann kom inn í bardagann með stuttum fyrirvara og náði ekki þyngd en náði tilsettri þyngd fyrir þennan bardaga.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannÆfir hjá Uriah Faber í Team Alpha Male (einn virtasti bardagaklúbbur veraldar)Eina tapið hans kom vegna hnémeiðsla7 sigrar eftir rothöggVísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Glover Teixeira er hinn brasilíski Mike Tyson | Myndband Næsta laugardagskvöld (eða aðfaranótt sunnudags) fer UFC 172 fram í Baltimore í Bandaríkjunum. Hæst ber að nefna að UFC léttþungavigtarmeistarinn, Jon Jones, ver titil sinn gegn hinum brasilíska Glover Teixeira. 23. apríl 2014 23:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Einn besti bardagamaður heims, Jon Jones, mun verja beltið sitt í léttþungavigtinni í 7. sinn þegar hann tekst á við Glover Teixeira annað kvöld. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 172 bardagakvöldinu en bardagaveislan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.Jon Jones (19-1-0) gegn Glover Teixeira (22-2-0) – titilbardagi í léttþungavigt (92 kg) Ríkjandi meistarinn í léttþungavigt, Jon Jones, er í dag besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall hefur hann nú þegar bætt metið yfir flestar titilvarnir í léttþungavigtinni en hann hefur nú varið titil sinn í sex skipti. Í öllum sínum bardögum hefur hann litið út fyrir að vera nánast ómannlegur og sigrað andstæðinga sína með yfirburðum. Hann er jafnframt yngsti maðurinn í sögu UFC til að vinna titil en hann var aðeins 23 ára þegar hann varð fyrst meistari.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannFrábær að nota faðmlengd sína (með lengstu faðmlengd í UFC)Sigraði 5 fyrrum UFC meistara í röðEr með eitt besta “ground ’n’ pound” í MMA Glover Teixeira verður sjöundi maðurinn til að gera atlögu að titli Jones. Engum, nema Alexander Gustafsson, hefur komist nálægt því að hirða titilinn af honum. Teixeira býður þó upp á nýja möguleika, hann er bæði mjög höggþungur og stórhættulegur í gólfinu. Hann hefur sigrað alla fimm bardaga sína í UFC afar sannfærandi. Vandamál með vegabréfsáritun olli því að hann var lengi að fá samning í UFC en hefur sýnt að hann á svo sannarlega heima þar. Stóra spurningin er hins vegar hvort hann sé nógu góður til að sigra einn þann besta í sögu UFC?3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannEr á 20 bardaga sigurgöngu13 sigrar eftir rothöggEr gríðarlega höggþungur og hefur þann hæfileika að geta rotað menn með einu höggiPhil Davis í vigtuninni fyrr í kvöld.Vísir/GettyPhil Davis (12-1-0) gegn Anthony Johnson (16-4-0) – léttþungavigt (92 kg) Næstsíðasti bardagi kvöldsins er einnig í léttþungavigt. Phil Davis er einn af allra fremstu glímumönnum UFC. Hann var fjórfaldur All-American (á topp 8 á sínum þyngdarflokki á landsvísu) í bandarísku háskólaglímunni og varð meistari í efstu deild glímunnar 2008. Honum hefur gengið nokkuð vel á sínum ferli í UFC og aðeins tapað gegn Rashad Evans.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannAldrei verið rotaður (eða kýldur niður) eða tapað eftir uppgjafartakFær að meðaltali aðeins 1,16 högg í sig á mínútu sem er það 4. lægsta í sögu UFCMun leitast við að taka Johnson niðurAnthony Johnson snýr aftur í UFC eftir að hafa verið látinn fara þaðan í byrjun árs 2012. Það var ekki vegna skort á hæfileikum sem hann var látinn fara heldur vegna þess að hann náði ítrekað ekki tilsettri þyngd. Á þeim tíma barðist hann í veltivigt sem ótrúlegt í ljósi þess hversu stór Johnson er. Hann virðist nú hafa fundið sinn rétta farveg í léttþungavigtinni og er spennandi viðbót við þyngdarflokkinn í UFC.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannHefur keppt í veltivigt, millivigt, léttþungavigt og þungavigt11 sigrar eftir rothöggMun sennilega reyna að halda bardaganum standandi og rota Phil DavisLuke Rockhold (11-2-0) gegn Tim Boetsch (17-6-0) – millivigt (84 kg)Luke Rockhold byrjaði MMA feril sinn sem glímumaður en að mati þjálfara sinna er hann orðinn jafn góður í sparkboxinu. Hann var Strikeforce millivigtarmeistarinn áður en samtökin lögðu upp laupana. Rockhold er frábær sparkari en einnig afar fær glímumaður og því óhætt að segja að hann sé jafnvígur alls staðar.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagann9 af 11 sigrum hans hafa komið eftir rothögg eða uppgjafartak í fyrstu lotuÆfir hjá AKA (American Kickboxing Academy) ásamt Daniel Cormier og Cain VelasquezMun sennilega reyna að halda Boetsch frá sér með spörkunum sínumTim Boetsch er einn af þessum vinnusömu bardagamönnum sem gera ekki flókna hluti í búrinu. Hann komst þó óvænt á topp 10 í millivigtinni eftir óvænta sigra gegn Hector Lombard og Yushin Okami. Boetsch er góður glímumaður en hans stærsti kostur er hve gríðarlega harður af sér hann er.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannÁtti frábæra endurkomu gegn Yushin Okami eftir að hafa tapað fyrstu tveimur lotunum sannfærandiRekur garðvinnufyrirtæki meðfram UFC ferli sínumMeð harða hökuJim Miller (23-4-0) gegn Yancy Medeiros (9-1-0) - léttvigt (70 kg)Jim Miller er einn skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Miller er ekki bardagamaður sem kemur til með að leggjast á andstæðinga sína og halda þeim niðri heldur stefnir hann alltaf að því að klára andstæðing sinn. Hann var á sjö bardaga sigurgöngu um tíma og var nálægt því að fá titilbardaga.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannHefur þrisvar fengið bónus fyrir bardaga kvöldsins og þrisvar fyrir uppgjafartak kvöldsins13 sigrar eftir uppgjafartökBróðir hans, Dan Miller, berst einnig í UFC.Yancy Medeiros kemur inn í þennan bardaga á síðustu stundu þar sem upphaflegi andstæðingur Miller, Bobby Green, meiddist í enn eitt skiptið. Medeiros sigraði fyrstu níu bardaga sína áður en hann mætti öflugum Rússa sem kastaði honum með þeim afleiðingum að þumalputtinn fór úr lið. Medeiros vildi halda áfram en dómarinn tók það ekki í mál. Hann rotaði svo Yves Edwards glæsilega í fyrstu lotu í fyrra en sigurinn var dæmdur ógildur þar sem Medeiros féll á lyfjaprófi vegna marijúana neyslu.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannVar 110 kg áður en hann hóf að æfa MMA en keppir nú í léttvigt (70 kg)Mun reyna að halda bardaganum standandiEr með fimm sigra eftir rothögg eða uppgjafartak í fyrstu lotuMax Holloway (8-3-0) gegn Andre Fili (13-1-0) – fjaðurvigt (66 kg)Max Holloway er 22 ára gamall en er þrátt fyrir ungan aldur búinn með 11 bardaga og hefur barist sem atvinnumaður frá því að hann var 18 ára.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannVill halda bardaganum standandiTapaði síðast gegn Conor McGregorSigraði Harris Sarmiento í sínum þriðja bardaga en Sarmiento var þá búinn með 53 bardagaAndre Fili er einnig ungur bardagamaður á uppleið en hann er aðeins 23 ára gamall. Fili er einn efnilegasti fjaðurvigtarmaðurinn í UFC en fær hér sinn erfiðasta andstæðing til þessa. Hann er með einn bardaga í UFC að baki en þar sigraði hann Jeremy Larsen eftir rothögg í 2. lotu. Hann kom inn í bardagann með stuttum fyrirvara og náði ekki þyngd en náði tilsettri þyngd fyrir þennan bardaga.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannÆfir hjá Uriah Faber í Team Alpha Male (einn virtasti bardagaklúbbur veraldar)Eina tapið hans kom vegna hnémeiðsla7 sigrar eftir rothöggVísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Glover Teixeira er hinn brasilíski Mike Tyson | Myndband Næsta laugardagskvöld (eða aðfaranótt sunnudags) fer UFC 172 fram í Baltimore í Bandaríkjunum. Hæst ber að nefna að UFC léttþungavigtarmeistarinn, Jon Jones, ver titil sinn gegn hinum brasilíska Glover Teixeira. 23. apríl 2014 23:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Glover Teixeira er hinn brasilíski Mike Tyson | Myndband Næsta laugardagskvöld (eða aðfaranótt sunnudags) fer UFC 172 fram í Baltimore í Bandaríkjunum. Hæst ber að nefna að UFC léttþungavigtarmeistarinn, Jon Jones, ver titil sinn gegn hinum brasilíska Glover Teixeira. 23. apríl 2014 23:00