Ekki bloggsorinn sem stóð í Guðna Jakob Bjarnar skrifar 25. apríl 2014 11:34 Það að Guðni hætti við framboð í Reykjavík kom Vigdísi Hauksdóttur jafn mikið á óvart og öðrum. Vígdís Hauksdóttir, 1. þingmaður Framsóknarmanna í Reykjavík suður, segist vita að ástæður þess að Guðni Ágústsson fór ekki fram í Reykjavík séu meðal annars aðrar en netofbeldi, þó hún tíundi ekki hverjar þær ástæður eru. Ákvörðun Guðna Ágústssonar þess efnis að vilja ekki leiða framsóknarmenn í borginni virðist hafa komið flestum í opna skjöldu. Fréttablaðið heyrði í fjölmörgum Framsóknarmönnum eftir að ákvörðunin lá fyrir og sá er tónninn. Einn þeirra er Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna sem segir að þeir hafi sett í feitan lax sem var Guðni, en hann hafi ákveðið að segja eftir umsóknarfrest loks nei. Sigrún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Þeir hafi farið hamförum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir Sigrún.Kom Vigdísi á óvart Vísir ræddi við Vigdísi nú fyrir skömmu en Vigdís tengist Guðna fjölskylduböndum; Guðni trúlofaðist næstelstu systur Vigdísar þegar Vigdís var átta ára og þingmaðurinn lítur á hann sem einn af fjölskyldunni, nánast eins og bróður. Engu að síður kom ákvörðun hans um að fara ekki fram henni mjög á óvart. „Já, ég held að það sé hægt að segja það að þetta kom mér jafn mikið á óvart og öðrum. Ég var meðal annars einn af hvatamönnum þess að Guðni íhugaði framboð og skoraði á hann opinberlega á fimmtudaginn fyrir páska. Vinnan var komin vel á veg en svo tók hann bara sína ákvörðun og ég virði hana – rétt eins og ég virti ákvörðun Óskars Bergssonar (fyrrum forystumann Framsóknarmanna í borginni),“ segir Vigdís.Aðrir þættir leiddu til ákvörðunar Guðna Menn velta því nú fyrir sér hvers vegna Guðni ákvað að láta það vera að taka slaginn og hefur til dæmis vefmiðillinn Eyjan haldið því fram að „nettröll“ hafi haft sigur og Sigrún Magnúsdóttir talar um „ógeð“... tekur Vigdís undir það? „Ég er vön þessum bloggsora sem birtist í aðdraganda framboðs Guðna Ágústssonar en ég veit að það voru, meðal annars, aðrir þættir sem leiddu til þess að hann tók þessa ákvörðun.“Skammur tími til stefnu Vigdís vildi ekki stjá sig um stöðu framboðsmála Framsóknarmanna í Reykjavík og vísaði öllum fyrirspurnum þess efnis til Þóris Ingþórssonar, formanns kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, en ekki náðist í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en nýr framboðslisti mun verða kynntur á þriðjudag í næstu viku. Skammur tími er til stefnu en sveitarstjórnarkosningar verða 31. maí. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með 2 til fjögurra prósenta fylgi í könnunum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08 Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18 „Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28 Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15 Leggja fram tillögu um framboðslista Framsóknar á morgun Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðað er til aukakjördæmaþings á morgun fimmtudaginn 24. apríl að Suðurlandsbraut 24 og hefst þingið kl. 11.00. 23. apríl 2014 17:38 Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vígdís Hauksdóttir, 1. þingmaður Framsóknarmanna í Reykjavík suður, segist vita að ástæður þess að Guðni Ágústsson fór ekki fram í Reykjavík séu meðal annars aðrar en netofbeldi, þó hún tíundi ekki hverjar þær ástæður eru. Ákvörðun Guðna Ágústssonar þess efnis að vilja ekki leiða framsóknarmenn í borginni virðist hafa komið flestum í opna skjöldu. Fréttablaðið heyrði í fjölmörgum Framsóknarmönnum eftir að ákvörðunin lá fyrir og sá er tónninn. Einn þeirra er Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna sem segir að þeir hafi sett í feitan lax sem var Guðni, en hann hafi ákveðið að segja eftir umsóknarfrest loks nei. Sigrún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Þeir hafi farið hamförum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir Sigrún.Kom Vigdísi á óvart Vísir ræddi við Vigdísi nú fyrir skömmu en Vigdís tengist Guðna fjölskylduböndum; Guðni trúlofaðist næstelstu systur Vigdísar þegar Vigdís var átta ára og þingmaðurinn lítur á hann sem einn af fjölskyldunni, nánast eins og bróður. Engu að síður kom ákvörðun hans um að fara ekki fram henni mjög á óvart. „Já, ég held að það sé hægt að segja það að þetta kom mér jafn mikið á óvart og öðrum. Ég var meðal annars einn af hvatamönnum þess að Guðni íhugaði framboð og skoraði á hann opinberlega á fimmtudaginn fyrir páska. Vinnan var komin vel á veg en svo tók hann bara sína ákvörðun og ég virði hana – rétt eins og ég virti ákvörðun Óskars Bergssonar (fyrrum forystumann Framsóknarmanna í borginni),“ segir Vigdís.Aðrir þættir leiddu til ákvörðunar Guðna Menn velta því nú fyrir sér hvers vegna Guðni ákvað að láta það vera að taka slaginn og hefur til dæmis vefmiðillinn Eyjan haldið því fram að „nettröll“ hafi haft sigur og Sigrún Magnúsdóttir talar um „ógeð“... tekur Vigdís undir það? „Ég er vön þessum bloggsora sem birtist í aðdraganda framboðs Guðna Ágústssonar en ég veit að það voru, meðal annars, aðrir þættir sem leiddu til þess að hann tók þessa ákvörðun.“Skammur tími til stefnu Vigdís vildi ekki stjá sig um stöðu framboðsmála Framsóknarmanna í Reykjavík og vísaði öllum fyrirspurnum þess efnis til Þóris Ingþórssonar, formanns kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, en ekki náðist í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en nýr framboðslisti mun verða kynntur á þriðjudag í næstu viku. Skammur tími er til stefnu en sveitarstjórnarkosningar verða 31. maí. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með 2 til fjögurra prósenta fylgi í könnunum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08 Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18 „Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28 Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15 Leggja fram tillögu um framboðslista Framsóknar á morgun Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðað er til aukakjördæmaþings á morgun fimmtudaginn 24. apríl að Suðurlandsbraut 24 og hefst þingið kl. 11.00. 23. apríl 2014 17:38 Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08
Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18
„Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28
Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15
Leggja fram tillögu um framboðslista Framsóknar á morgun Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðað er til aukakjördæmaþings á morgun fimmtudaginn 24. apríl að Suðurlandsbraut 24 og hefst þingið kl. 11.00. 23. apríl 2014 17:38
Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49