Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 21-17 | Valur tók forystuna Anton Ingi Leifsson í Vodafone-höllinni skrifar 24. apríl 2014 13:07 Vísir/Valli Valur er komið í 1- 0 gegn ÍBV, en liðin leika í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Vinna þarf þrjá leiki til að fara í úrslit. Eyjastúlkur byrjuðu leikinn á því að láta aukamann inná í vesti og tóku markvörðinn útaf í staðinn. Það gekk ágætlega upp og þær leiddu með tveimur mörkum, 3-5, þegar átta mínútur voru liðnar af leiknum. Valsstúlkur lokuðu þá vörninni og jöfnuðu metin í 5-5 þegar stundarfjórðungur var liðin. Heimastúlkur gerðu sig seka um klaufaleg mistök hvað eftir annað og töpuðu boltanum í gríð og erg. Guðrún Jenný gerði vel í að verja í markinu, en hún var með yfir 50% markvörslu í fyrri hálfleik. Rebekka Rut Skúladóttir skoraði úr hraðaupphlaupi eftir átján mínútna leik og kom Val í 7-6, en það var í fyrsta skipti sem Valur leiddi í fyrri hálfleik. Það var einnig eina mark fyrri hálfleiks úr hraðaupphlaupi og söknuðu heimastúlkur þess að geta ekki nýtt sér hraðaupphlaupin betur. Eyjastúlkur gerðu vel í að hlaupa til baka og stoppa hraðaupphlaupin. Staðan í hálfleik var svo 9-7 heimastúlkum í vil, en fyrrnefnd Rebekka skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks fimm sekúndum áður en flautan gall. Ekki mikið skorað og leikurinn einkenndist aðallega af töpuðum boltum, en bæði lið misstu boltann hvað eftir annað á afar klaufalegan máta. Þjálfararnir hafa líklega lagt áherslu á að fækka þessum töpuðu boltum í hálfleik. Varnarleikur beggja liða var með ágætis móti og var forvitnilegt að sjá hvernig síðari hálfleikurinn þróaðist. Valsstúlkur voru svo sannarlega mættar til leiks í síðari hálfleik en þær skoruðu fimm fyrstu mörkin og voru komnar í 14-7 þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Eftir það var engin spurning um hvoru meginn sigurinn myndi enda. Þrátt fyrir ágætis áhlaup undir lok síðari hálfleiks hjá gestunum unnu heimastúlkur fjögurra marka sigur, 21-17. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði vel í markinu og var hún með rúmlega 50% markvörslu sem er magnað. Ekki er hægt að taka neitt af Jenný, en mörg skotin sem hún fékk á sig voru máttlítil og stóð vörn Vals þétt fyrir framan hana og hjálpaði henni gífurlega mikið. Að öðru leyti í Valsliðinu voru það sem fyrr Kristín Guðmundsdóttir, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Ósk sem voru atkvæðamestar. Kristín stýrði leiknum af festu auk þess að nýta fjögur af fimm vítaköstum Vals. Anna Úrsúla var drjúg á línunni og spilaði einnig virkilega vel í vörninni. Hjá ÍBV var varnarleikurinn ágætur, en ætli þær sér að vinna Val í þessu einvígi þurfa þær að spila mikið betri sóknarleik. Einungis fjórir leikmenn ÍBV komust á blað, sem er sáralítið og í þokkabót skoruðu einungis tveir leikmenn þrjú eða fleiri mörk. Dröfn Haraldsdóttir átti fínan leik í markinu hjá ÍBV og varði vel. Næsti leikur liðanna fer fram á sunnudag í Eyjum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals: Helst að fara bara til Vestmannaeyja einu sinni ,,Við vissum að þær myndu koma brjálaðar til leiks. Varnir beggja liða voru gífurlega góðar og í hálfleik var 9-7, ekki er það mikið skorað. Ef við fáum svona fá mörk á okkur þá erum við að fara vinna leiki," sagði Hrafnhildur Ósk við Vísi í leikslok. Valsstúllkur skoruðu fimm fyrstu mörk síðari hálfleiks og lögðu grunninn að sigrinum þar: ,,Það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik frá áramótum og þessir kaflar eru byrjaðar að koma í hverjum einasta leik. Það munar gífurlega miklu að ná svona kafla þar sem við fáum á okkur eitt mark á sautján mínútum eða eitthvað." ,,Við fórum að fá auðveld mörk í upphafi síðari hálfleiks. Við byrjuðum að skora mörk úr annari bylgju sem við vorum ekki að fá í fyrri hálfleik. Við þurftum að hafa mikið fyrir mörkunum í fyrri hálfleik. Svo fengum við nokkuð auðveld þrjú mörk í byrjun síðari hálfleiks og þá náum við svona mjög þæginlegu forskoti sem við létum aldrei af hendi aftur." Hrafnhildi langar helst bara til Eyja einu sinni í einvíginu: ,,Það væri óskandi að komast í 2-0 á sunnudaginn og það er klárlega stefnan. Helst að fara bara til Vestmananeyja einu sinni í þessu einvígi," sagði Hrafnhildur brosandi í leikslok. Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV: Erum að skjóta of mikið í Jenný ,,Þetta gekk ekki alveg nógu vel. Við vorum of ragar sóknarlega og það vantaði að vera beittari og að þora að taka af skarið," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi í leikslok. ,,Við erum að skjóta alltof mikið í Jenný(markvörð Vals) og hún var ekki að hafa mikið fyrir skotunum sem hún fékk á sig. Það og hraðaupphlaupin sem við klikkuðum í þessum leik telja mjög dýrt í leikjum sem er lítið skorað í." Aðspurður hvað hafði gerst í upphafi síðari hálfleiks svaraði Jón Gunnlaugur: ,,Við vorum alltof ragar. Við skutum illa á markið eða skjóta ekki neitt. Þetta er það sem við þurfum að laga fyrir sunnudaginn og þetta verður komið í lag." ,,Vörnin var frábær og ég er ekki í vafa um að stelpurnir sýni sitt rétta andlit sóknarlega í Eyjum. Það vantar ekki metnaðinn og dugnaðinn í þær. Ég er ekki í vafa um að þessi smáatriði verði klár á sunnudaginn. Við ætlum að vinna á sunnudaginn. Það er klárt," sagði Jón Gunnlaugur kokhraustur í leikslok. Olís-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Valur er komið í 1- 0 gegn ÍBV, en liðin leika í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Vinna þarf þrjá leiki til að fara í úrslit. Eyjastúlkur byrjuðu leikinn á því að láta aukamann inná í vesti og tóku markvörðinn útaf í staðinn. Það gekk ágætlega upp og þær leiddu með tveimur mörkum, 3-5, þegar átta mínútur voru liðnar af leiknum. Valsstúlkur lokuðu þá vörninni og jöfnuðu metin í 5-5 þegar stundarfjórðungur var liðin. Heimastúlkur gerðu sig seka um klaufaleg mistök hvað eftir annað og töpuðu boltanum í gríð og erg. Guðrún Jenný gerði vel í að verja í markinu, en hún var með yfir 50% markvörslu í fyrri hálfleik. Rebekka Rut Skúladóttir skoraði úr hraðaupphlaupi eftir átján mínútna leik og kom Val í 7-6, en það var í fyrsta skipti sem Valur leiddi í fyrri hálfleik. Það var einnig eina mark fyrri hálfleiks úr hraðaupphlaupi og söknuðu heimastúlkur þess að geta ekki nýtt sér hraðaupphlaupin betur. Eyjastúlkur gerðu vel í að hlaupa til baka og stoppa hraðaupphlaupin. Staðan í hálfleik var svo 9-7 heimastúlkum í vil, en fyrrnefnd Rebekka skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks fimm sekúndum áður en flautan gall. Ekki mikið skorað og leikurinn einkenndist aðallega af töpuðum boltum, en bæði lið misstu boltann hvað eftir annað á afar klaufalegan máta. Þjálfararnir hafa líklega lagt áherslu á að fækka þessum töpuðu boltum í hálfleik. Varnarleikur beggja liða var með ágætis móti og var forvitnilegt að sjá hvernig síðari hálfleikurinn þróaðist. Valsstúlkur voru svo sannarlega mættar til leiks í síðari hálfleik en þær skoruðu fimm fyrstu mörkin og voru komnar í 14-7 þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Eftir það var engin spurning um hvoru meginn sigurinn myndi enda. Þrátt fyrir ágætis áhlaup undir lok síðari hálfleiks hjá gestunum unnu heimastúlkur fjögurra marka sigur, 21-17. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði vel í markinu og var hún með rúmlega 50% markvörslu sem er magnað. Ekki er hægt að taka neitt af Jenný, en mörg skotin sem hún fékk á sig voru máttlítil og stóð vörn Vals þétt fyrir framan hana og hjálpaði henni gífurlega mikið. Að öðru leyti í Valsliðinu voru það sem fyrr Kristín Guðmundsdóttir, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Ósk sem voru atkvæðamestar. Kristín stýrði leiknum af festu auk þess að nýta fjögur af fimm vítaköstum Vals. Anna Úrsúla var drjúg á línunni og spilaði einnig virkilega vel í vörninni. Hjá ÍBV var varnarleikurinn ágætur, en ætli þær sér að vinna Val í þessu einvígi þurfa þær að spila mikið betri sóknarleik. Einungis fjórir leikmenn ÍBV komust á blað, sem er sáralítið og í þokkabót skoruðu einungis tveir leikmenn þrjú eða fleiri mörk. Dröfn Haraldsdóttir átti fínan leik í markinu hjá ÍBV og varði vel. Næsti leikur liðanna fer fram á sunnudag í Eyjum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals: Helst að fara bara til Vestmannaeyja einu sinni ,,Við vissum að þær myndu koma brjálaðar til leiks. Varnir beggja liða voru gífurlega góðar og í hálfleik var 9-7, ekki er það mikið skorað. Ef við fáum svona fá mörk á okkur þá erum við að fara vinna leiki," sagði Hrafnhildur Ósk við Vísi í leikslok. Valsstúllkur skoruðu fimm fyrstu mörk síðari hálfleiks og lögðu grunninn að sigrinum þar: ,,Það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik frá áramótum og þessir kaflar eru byrjaðar að koma í hverjum einasta leik. Það munar gífurlega miklu að ná svona kafla þar sem við fáum á okkur eitt mark á sautján mínútum eða eitthvað." ,,Við fórum að fá auðveld mörk í upphafi síðari hálfleiks. Við byrjuðum að skora mörk úr annari bylgju sem við vorum ekki að fá í fyrri hálfleik. Við þurftum að hafa mikið fyrir mörkunum í fyrri hálfleik. Svo fengum við nokkuð auðveld þrjú mörk í byrjun síðari hálfleiks og þá náum við svona mjög þæginlegu forskoti sem við létum aldrei af hendi aftur." Hrafnhildi langar helst bara til Eyja einu sinni í einvíginu: ,,Það væri óskandi að komast í 2-0 á sunnudaginn og það er klárlega stefnan. Helst að fara bara til Vestmananeyja einu sinni í þessu einvígi," sagði Hrafnhildur brosandi í leikslok. Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV: Erum að skjóta of mikið í Jenný ,,Þetta gekk ekki alveg nógu vel. Við vorum of ragar sóknarlega og það vantaði að vera beittari og að þora að taka af skarið," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi í leikslok. ,,Við erum að skjóta alltof mikið í Jenný(markvörð Vals) og hún var ekki að hafa mikið fyrir skotunum sem hún fékk á sig. Það og hraðaupphlaupin sem við klikkuðum í þessum leik telja mjög dýrt í leikjum sem er lítið skorað í." Aðspurður hvað hafði gerst í upphafi síðari hálfleiks svaraði Jón Gunnlaugur: ,,Við vorum alltof ragar. Við skutum illa á markið eða skjóta ekki neitt. Þetta er það sem við þurfum að laga fyrir sunnudaginn og þetta verður komið í lag." ,,Vörnin var frábær og ég er ekki í vafa um að stelpurnir sýni sitt rétta andlit sóknarlega í Eyjum. Það vantar ekki metnaðinn og dugnaðinn í þær. Ég er ekki í vafa um að þessi smáatriði verði klár á sunnudaginn. Við ætlum að vinna á sunnudaginn. Það er klárt," sagði Jón Gunnlaugur kokhraustur í leikslok.
Olís-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira