Innlent

Jórunn vill ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Jórunn Ósk Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi.
Jórunn Ósk Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi.
Jórunn Ósk Frimannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur óskað formlega eftir því að fara af lista flokksins til borgaarstjórnarkosninga, þar sem hún átti að skipa heiðurssæti.

Hún segist ekki eiga lengur samleið með Sjálfstæðisflokknum og ekki skilja á hvaða vegferð hann er í Evrópusambandsmálum, en þetta kemur fram í pistli hennar á Eyjunni.

Þá bendir hún á að í farvatninu sé stofnun nýs flokks og að vandað verði til alls undirbúnings, enda séu þrjú ár í næstu Alþingiskosningar, að öllu óbreyttu.

„Ég vona að félagar mínir innan flokksins virði afstöðu mína og vil þakka þeim fyrir samstarfið á liðnum árum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×