Fjórir Íslendingar berjast í Belfast um helgina Pétur Marinó Jónsson skrifar 22. apríl 2014 22:30 Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. Magnús Ingi Ingvarsson berst gegn hinum írska Jamie O’Neil í áhugamannabardaga í léttvigt. Þetta verður þriðji MMA bardagi Magnúsar en hann hefur sigrað einn og gert eitt jafntefli. Viðtal við Magnús má sjá hér. Egill Øydvin Hjördísarson berst við Litháann Julius Ziurauskis í áhugamannabardaga í millivigt. Þetta verður annar MMA bardagi Egils en hann barðist síðast í september þar sem hann sigraði eftir “triangle” hengingu í fyrstu lotu. Viðtal við kappann má sjá hér að ofan. Birgir Örn Tómasson keppir sinn fyrsta MMA bardaga gegn Ryan Greene í léttvigt. Birgir er einn besti sparkboxari landsins og á að baki bardaga í boxi og Muay Thai. Viðtal við hann kemur á vef MMA Frétta á morgun. Diego Björn Valencia berst sinn fyrsta atvinnumannabardaga gegn Conor Cooke. Upphaflegi andstæðingur Cooke meiddist en Diego samþykkti að berjast við hann aðeins 10 dögum fyrir settan dag. Diego ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þar sem Cooke er afar sterkur andstæðingur og verður mikil prófraun fyrir hann í sínum fyrsta atvinnumannabardaga. Diego er með þrjá áhugamannabardaga að baki, tvo sigra og eitt tap. Eina tapið hans kom eftir að Diego var dæmdur úr leik eftir ólöglegt högg. Eftir að andstæðingur hans lá niðri eftir hausspark fylgdi Diego eftir með höggum í gólfinu en slíkt var ólöglegt í þeirri keppni. Diego er margfaldur Íslandsmeistari í karate og hefur unnið til margra verðlauna á glímumótum hérlendis.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. Magnús Ingi Ingvarsson berst gegn hinum írska Jamie O’Neil í áhugamannabardaga í léttvigt. Þetta verður þriðji MMA bardagi Magnúsar en hann hefur sigrað einn og gert eitt jafntefli. Viðtal við Magnús má sjá hér. Egill Øydvin Hjördísarson berst við Litháann Julius Ziurauskis í áhugamannabardaga í millivigt. Þetta verður annar MMA bardagi Egils en hann barðist síðast í september þar sem hann sigraði eftir “triangle” hengingu í fyrstu lotu. Viðtal við kappann má sjá hér að ofan. Birgir Örn Tómasson keppir sinn fyrsta MMA bardaga gegn Ryan Greene í léttvigt. Birgir er einn besti sparkboxari landsins og á að baki bardaga í boxi og Muay Thai. Viðtal við hann kemur á vef MMA Frétta á morgun. Diego Björn Valencia berst sinn fyrsta atvinnumannabardaga gegn Conor Cooke. Upphaflegi andstæðingur Cooke meiddist en Diego samþykkti að berjast við hann aðeins 10 dögum fyrir settan dag. Diego ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þar sem Cooke er afar sterkur andstæðingur og verður mikil prófraun fyrir hann í sínum fyrsta atvinnumannabardaga. Diego er með þrjá áhugamannabardaga að baki, tvo sigra og eitt tap. Eina tapið hans kom eftir að Diego var dæmdur úr leik eftir ólöglegt högg. Eftir að andstæðingur hans lá niðri eftir hausspark fylgdi Diego eftir með höggum í gólfinu en slíkt var ólöglegt í þeirri keppni. Diego er margfaldur Íslandsmeistari í karate og hefur unnið til margra verðlauna á glímumótum hérlendis.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira