Elliðavatn opnar á fimmtudag Karl Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2014 11:24 Mynd: Aðalbjörn Sigurðsson Veiði hefst í Elliðavatni á fimmtudaginn og það má eins og venjulega reikna með fjölmenni við vatnið á fyrsta veiðideginum. Aðstæður líta mjög vel út hvað veður varðar en það er spáð sólskini á morgun og hinn sem á eftir að valda því að vatnið hitnar aðeins. Það eru einmitt bestu skilyrðin fyrir klak á púpu. Á fimmtudaginn er síðan spáð skýjuðu veðri og 3-5 metrum á sekúndu sem er afbragðs veður til að veiða á flugu. Það smá þess vegna reikna með að það verði mikið líf í vatninu og veiðin samkvæmt því góð. Urriðinn í Elliðavatni er oft mjög tökuglaður og fyrir þá veiðimenn sem eru að taka sín fyrstu skref við vatnið á fimmtudaginn má benda á að nota litlar straumflugur og svartar púpur í stærðum #14-#16. Þegar líður á sumarið veiðist líka vel á þurrflugu. hvað varðar val á veiðistað fyrsta daginn er vinsælt að vera við Elliðavatnsbæinn en eins má benda á að veiða Heiðmerkurmegin en t.d. við Þingnes er oft mikið af urriða fyrst á tímabilinu. Stangveiði Mest lesið Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði
Veiði hefst í Elliðavatni á fimmtudaginn og það má eins og venjulega reikna með fjölmenni við vatnið á fyrsta veiðideginum. Aðstæður líta mjög vel út hvað veður varðar en það er spáð sólskini á morgun og hinn sem á eftir að valda því að vatnið hitnar aðeins. Það eru einmitt bestu skilyrðin fyrir klak á púpu. Á fimmtudaginn er síðan spáð skýjuðu veðri og 3-5 metrum á sekúndu sem er afbragðs veður til að veiða á flugu. Það smá þess vegna reikna með að það verði mikið líf í vatninu og veiðin samkvæmt því góð. Urriðinn í Elliðavatni er oft mjög tökuglaður og fyrir þá veiðimenn sem eru að taka sín fyrstu skref við vatnið á fimmtudaginn má benda á að nota litlar straumflugur og svartar púpur í stærðum #14-#16. Þegar líður á sumarið veiðist líka vel á þurrflugu. hvað varðar val á veiðistað fyrsta daginn er vinsælt að vera við Elliðavatnsbæinn en eins má benda á að veiða Heiðmerkurmegin en t.d. við Þingnes er oft mikið af urriða fyrst á tímabilinu.
Stangveiði Mest lesið Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði