Innlent

Píratakafteinn býður Guðrúnu Bryndísi um borð

Halldór Auðar Svansson skipar fyrsta sæti listans.
Halldór Auðar Svansson skipar fyrsta sæti listans. vísir/daníel
Halldór Auðar Svansson, kafteinn Pírata í Reykjavík, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann lýsir yfir eftirsjá af góðum frambjóðanda í sveitarstjórnarkosningunum, og á þar við Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur.

Hún taldi sig vera komna í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík eftir að Óskar Bergsson vék úr því sæti vegna lélegs gengis flokksins í skoðanakönnunum. Halldór Auðar býður Guðrúnu Bryndísi jafnframt laust sæti á lista Pírata í borginni, en sem kunnugt er sagði hún sig úr Framsóknarflokknum nýverið.

Guðrún Bryndís sagði farir sínar ekki sléttar eftir veru sína í framsóknarflokknum undanfarna mánuði í pistli sem hún birti í gær. Kom meðal annars fram að menn á bak við tjöldin virtust öllu stjórna, hún hefði fengið „vegginn“ hjá flokksfólki og endurtekið óskað eftir því að hún færi af lista flokksins.


Tengdar fréttir

„Er búið að dömpa mér?“

Ef fréttamenn hringja í þig er svarið: "No comment“ við öllu rifjar Guðrún Bryndís Karlsdóttir upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×