Innlent

Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA/Vilhelm
Hópur sjóræningja í Kópavogi stefnir á framboð undir nafni Dögunar, en hópurinn mun vera á móti niðurstöðum prófkjörs flokksins sem haldið var nýverið. Á félagsfundi Pírata í kvöld segja heimildir Vísis að til standi að stjórnin muni leggja fram nýjan lista undir nafni Dögunar og láta velja á milli.

„Stjórnin er að vinna að framboði Dögunar og ekki að framboði Pírata í Kópavogi, heldur þvert á móti er hún að leggjast gegn því. Það er þvert á við það sem hún á að gera samkvæmt lögum Pírata. Í þokkabót er hún að gera þetta opinberlega, þau leyna þessu ekki heldur réttlæta það,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, sem situr á þingi fyrir Pírata.

Mikið rót er meðal Pírata vegna málsins og hafa miklar umræður verið um þetta á Facebook síðu sem kallast Pírataspjall. Þar er því haldið fram að stjórnin hafi ekki hafið undirskriftasöfnun fyrir Pírata, en hafi þess í stað safnað undirskriftum fyrir Dögun. Er það sagt vera mikill trúnaðarbrestur.

Ingólfur Árni Gunnarsson, sem er efstur á lista Pírata í Kópavogi, segir í samtali við Vísi að niðurstaða prófkjörsins hafi verið skýr og erfitt sé að véfengja hana.

Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×