Oddviti Íbúahreyfingarinnar: "Á betri stað en hjá Samfylkingu“ 9. maí 2014 11:29 Sigrún Pálsdóttir hættir í Samfylkingu. Sigrún H. Pálsdóttir er nýr oddviti M-lista íbúahreyfingarinnar í sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ. Jón Jósef Bjarnason, sá sem leiddi listann síðast, skipar annað sætið. Sigrún H. Pálsdóttir hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna lengi, verið vefstjóri flokksins og situr í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fyrir Samfylkinguna. Sigrún segir vistaskiptin ánægjuleg fyrir sig og telur sig vera á betri stað en hjá Samfylkingu. „Ég er á mjög góðum stað núna. Það hefur öllum verið ljóst að ég hef náin tengsl við Íbúahreyfinguna, þetta eru vinir mínir og síðan á ég einnig systur í hreyfingunni,“ segir Sigrún. „Ég fékk þetta góða boð frá Íbúahreyfingunni, þau hafa lengi boðið mér að vera með þeim á lista. Svo buðu þau mér bara mikið betur en Samfylkingin.“ Sigrún segir stöðuna innan Samfylkingarinnar allt aðra eftir oddvitaskipti þar. Jónas Sigurðsson, bæjarfulltrúi flokksins hættir sem oddviti og Anna Sigríður Guðnadóttir tók við keflinu. „Nú er uppi allt önnur staða eftir að Jónas fer. Samfylkingin bauð mér 14. sætið sem mér fannst ekki endurspegla þá vinnu sem ég var búinn að leggja leggja á mig fyrir Samfylkinguna á kjörtímabilinu.“ Íbúahreyfingin náði þeim árangri í síðustu kosningum að verða annað stærsta stjórnmálaaflið í Mosfellsbæ með 15,2% atkvæða og einn bæjarfulltrúa kjörinn. Opnir og lýðræðislegir stjórnarhættir eru mikið hagsmunamál fyrir íbúa að mati Íbúahreyfingarinnar því þeir stuðla að málefnalegri meðferð mála og réttlátari og hagkvæmari ráðstöfun fjár. Ráðandi öfl fá þannig aðhald og verða síður ofurseld þrýstingi sérhagsmunaaðila. listi íbúahreyfingarinnar: 1. sæti. Sigrún H. Pálsdóttir, verkefnisstjóri og leiðsögumaður 2. sæti. Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi og hluthafi hjá IT ráðgjöf ehf. 3. sæti. Hildur Margrétardóttir, myndlistarkona og kennari 4. sæti. Jón Jóhannsson, glerlistamaður og garðyrkjubóndi 5. sæti. Birta Jóhannesdóttir, leiðsögumaður og klínískur tannsmiður 6. sæti. Þórður Björn Sigurðsson, mannfræðingur 7. sæti. Úrsúla Jünemann, kennari og leiðsögumaður 8. sæti. Jóhannes B. Eðvarðsson, húsasmíðameistari 9. sæti. Kristín I. Pálsdóttir, bókmenntafræðingur 10. sæti. Emil Pétursson, húsasmíðameistari 11. sæti. Alma Ósk Guðjónsdóttir, leikskólakennari 12. sæti. Páll Kristjánsdóttir, hnífasmiður 13. sæti. Sæunn Þorsteinsdóttir, myndlistarkona og verkstæðisstýra 14. sæti. Valdís Steinarrsdóttir, skyndihjálparkennari 15. sæti. Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur 16. sæti. Soffía Alice Sigurðardóttir, leiðsögumaður og listakona 17. sæti. Ellen Ruth Ingimundardóttir, dýralæknir 18. sæti. Ingimar Sveinsson, fv. bóndi og kennari í hestafræðum Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Sigrún H. Pálsdóttir er nýr oddviti M-lista íbúahreyfingarinnar í sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ. Jón Jósef Bjarnason, sá sem leiddi listann síðast, skipar annað sætið. Sigrún H. Pálsdóttir hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna lengi, verið vefstjóri flokksins og situr í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fyrir Samfylkinguna. Sigrún segir vistaskiptin ánægjuleg fyrir sig og telur sig vera á betri stað en hjá Samfylkingu. „Ég er á mjög góðum stað núna. Það hefur öllum verið ljóst að ég hef náin tengsl við Íbúahreyfinguna, þetta eru vinir mínir og síðan á ég einnig systur í hreyfingunni,“ segir Sigrún. „Ég fékk þetta góða boð frá Íbúahreyfingunni, þau hafa lengi boðið mér að vera með þeim á lista. Svo buðu þau mér bara mikið betur en Samfylkingin.“ Sigrún segir stöðuna innan Samfylkingarinnar allt aðra eftir oddvitaskipti þar. Jónas Sigurðsson, bæjarfulltrúi flokksins hættir sem oddviti og Anna Sigríður Guðnadóttir tók við keflinu. „Nú er uppi allt önnur staða eftir að Jónas fer. Samfylkingin bauð mér 14. sætið sem mér fannst ekki endurspegla þá vinnu sem ég var búinn að leggja leggja á mig fyrir Samfylkinguna á kjörtímabilinu.“ Íbúahreyfingin náði þeim árangri í síðustu kosningum að verða annað stærsta stjórnmálaaflið í Mosfellsbæ með 15,2% atkvæða og einn bæjarfulltrúa kjörinn. Opnir og lýðræðislegir stjórnarhættir eru mikið hagsmunamál fyrir íbúa að mati Íbúahreyfingarinnar því þeir stuðla að málefnalegri meðferð mála og réttlátari og hagkvæmari ráðstöfun fjár. Ráðandi öfl fá þannig aðhald og verða síður ofurseld þrýstingi sérhagsmunaaðila. listi íbúahreyfingarinnar: 1. sæti. Sigrún H. Pálsdóttir, verkefnisstjóri og leiðsögumaður 2. sæti. Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi og hluthafi hjá IT ráðgjöf ehf. 3. sæti. Hildur Margrétardóttir, myndlistarkona og kennari 4. sæti. Jón Jóhannsson, glerlistamaður og garðyrkjubóndi 5. sæti. Birta Jóhannesdóttir, leiðsögumaður og klínískur tannsmiður 6. sæti. Þórður Björn Sigurðsson, mannfræðingur 7. sæti. Úrsúla Jünemann, kennari og leiðsögumaður 8. sæti. Jóhannes B. Eðvarðsson, húsasmíðameistari 9. sæti. Kristín I. Pálsdóttir, bókmenntafræðingur 10. sæti. Emil Pétursson, húsasmíðameistari 11. sæti. Alma Ósk Guðjónsdóttir, leikskólakennari 12. sæti. Páll Kristjánsdóttir, hnífasmiður 13. sæti. Sæunn Þorsteinsdóttir, myndlistarkona og verkstæðisstýra 14. sæti. Valdís Steinarrsdóttir, skyndihjálparkennari 15. sæti. Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur 16. sæti. Soffía Alice Sigurðardóttir, leiðsögumaður og listakona 17. sæti. Ellen Ruth Ingimundardóttir, dýralæknir 18. sæti. Ingimar Sveinsson, fv. bóndi og kennari í hestafræðum Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira