Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 09:09 Vísir/GVA Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, vill koma á frístundakorti fyrir eldri borgara, líkt og tíðkast með börn í mörgum sveitarfélögum landsins. Segir hann Framsóknarflokkinn vilja að frístundakortið verði 20.000 krónur sem geti nýst í sund, tónlistarnám, námskeið og tómstundir. Birkir Jón sagði í samtali við Vísi að rekstur Kópavogs hafi gengið vel á kjörtímabilinu, skuldir hafi lækkað og það sé verkefni nýrrar bæjarstjórnar að loknum kosningum að halda áfram á þeirri braut.Málefni unga fólksins eru honum einnig hugleikin. „Við viljum koma til móts við þarfi barnafjölskyldna í Kópavogi. Þar eru skólamálin fyrirferðamikil sem og íþrótta og tómstundamálin. Við viljum auka þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með því að taka upp frístundakort að upphæð 40.000 kr - kortið nái einnig til tónlistarnáms og fleiri tómstunda en áður,“ segir Birkir Jón. Kosningabaráttan er við það að fara á fullt í Kópavogi. Birkir Jón er afar sáttur við að vera kominn aftur í stjórnmálin og segir sveitarstjórnarstigið heilla. „Kópavogur er í dag að gera marga góða hluti - en við getum gert betur. Ég vonast til þess að reynsla mín á þingi og sveitarstjórnarmálum muni nýtast til að koma góðum málum áleiðis. Í sveitarstjórn er maður mikið nær allri ákvarðanatöku heldur en á Alþingi og kosningabaráttan tekur mið af því. Við eigum að reka samfélag þar sem velferð fólks verður ekki bara mæld í krónum og aurum.“ „Ef við fáum gott brautargengi í vor þá munum við verða í góðri stöðu til að gera Kópavog að enn betra samfélagi,“ segir Birkir Jón að lokum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, vill koma á frístundakorti fyrir eldri borgara, líkt og tíðkast með börn í mörgum sveitarfélögum landsins. Segir hann Framsóknarflokkinn vilja að frístundakortið verði 20.000 krónur sem geti nýst í sund, tónlistarnám, námskeið og tómstundir. Birkir Jón sagði í samtali við Vísi að rekstur Kópavogs hafi gengið vel á kjörtímabilinu, skuldir hafi lækkað og það sé verkefni nýrrar bæjarstjórnar að loknum kosningum að halda áfram á þeirri braut.Málefni unga fólksins eru honum einnig hugleikin. „Við viljum koma til móts við þarfi barnafjölskyldna í Kópavogi. Þar eru skólamálin fyrirferðamikil sem og íþrótta og tómstundamálin. Við viljum auka þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með því að taka upp frístundakort að upphæð 40.000 kr - kortið nái einnig til tónlistarnáms og fleiri tómstunda en áður,“ segir Birkir Jón. Kosningabaráttan er við það að fara á fullt í Kópavogi. Birkir Jón er afar sáttur við að vera kominn aftur í stjórnmálin og segir sveitarstjórnarstigið heilla. „Kópavogur er í dag að gera marga góða hluti - en við getum gert betur. Ég vonast til þess að reynsla mín á þingi og sveitarstjórnarmálum muni nýtast til að koma góðum málum áleiðis. Í sveitarstjórn er maður mikið nær allri ákvarðanatöku heldur en á Alþingi og kosningabaráttan tekur mið af því. Við eigum að reka samfélag þar sem velferð fólks verður ekki bara mæld í krónum og aurum.“ „Ef við fáum gott brautargengi í vor þá munum við verða í góðri stöðu til að gera Kópavog að enn betra samfélagi,“ segir Birkir Jón að lokum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira