Píratar vilja beinna lýðræði Linda Blöndal skrifar 7. maí 2014 20:12 Píratar segjast vilja „raunverulegar og róttækar kerfisbreytingar sem færa valdið til íbúanna og opna stjórnsýsluna gagnvart ytra aðhaldi, meðal annars með því að virkja upplýsingatæknina,“ eing og segir í stefnuskránni.Borgarar taki meiri þátt í skipulagsmálum Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík segir að samtökin vilji að íbúar fái meira um það ráðið innan hvers sveitarfélags hve marga þurfi til að kalla fram íbúakosningu um einstök mál. Einnig að opna megi vefgátt þar sem borgarbúar geti fylgst betur með í stórum málum eins og við gerð aðalskipulags borgarinnar og þannig koma í veg fyrir að slík mál verði mjög umdeild eins og nú ber á. Efla á sjálfstæði þjónustumiðstöðva og styrkja og útvíkka embætti umboðsmanns borgarbúa sem geti þá leitað í meiri mæli til umboðsmannsins.Vilja kanna mögulega spillingu„Við viljum algerlega gagnsætt bókhald hjá borginni en taka um leið fullt tillit til persónuverndar þar sem það á við”, segir Halldór. Starf sérstaks ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis myndi verða liður í að bæta stjórnsýsluna og Píratar hafa á stefnuskrá sinni að láta óháða stjórnsýsluúttekt fara fram á embættismannakerfi borgarinnar til að athuga hvort spilling sé þar að finna.Aukið vald kennara Stefnuskráin er í fimm köflum og fyrir utan stjórnsýslu og lýðræðisumbætur kemur hún inn á velferðar- og forvarnarmál, skólamál, íþrótta- og tómstundamál, skipulags- og samgöngumál. Píratar vilja til dæmis að Frístundakortið verði framfærslutengt og nýtist í fleiri tómstundir, kennarar fái aukið valt til stefnumótunar í skólamálum og að laun þeirra verði á við meðalkennaralaun í OECD-ríkjum. Unnið verði áfram að skóla án aðgreiningar og að verk- og listmenntun verði aukin. Stuðla skal að auknu sjálfstæði leik- og grunnskóla varðandi kennsluaðferðir. Ýmsar félagslega umbætur eru á stefnuskránni. Til dæmis á gjaldtaka í skólum og frístundum á að koma betur til móts við tekjulágt fólk sem og gera innheimtu á vegum borgarinnar sanngjarnari og mildari. Auka verður félagslega aðstoð og forvarnir í skólum, segir í stefnunni.Efla miðbæi í hverfunum Píratar vilja efla miðbæjarkjarna í hverfum og þétta byggð án þess að gana á útvistarsvæði. Einnig vilja þeir vernda Laugardalinn og Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Einnig endurskoða hraðahindranir og finna annan kost til að draga úr umferðarhraða. Píratar vilja líka auka samvistir eldri og yngri kynslóðar skólabarna og auka möguleika barna til að vera í samvistum við dýr, sérstaklega að þau fái möguleika á því að umgangast hesta. Hugmyndir um að bæta þjónustu við heimilislausa, fíkla og fjölskyldur í vanda voru einnig kynntar í dag.Ekki afstaða til flugvallarins Píratar í Reykjavík vilja gera almenningssamgöngur að raunbetri valkosti með því að stórefla þær í samvinnu við íbúa borgarinnar og nærliggjandi sveitarfélög. Þeir vilja að sátt náist um framtíð flugvallarins, án þess þó að taka afstöðu til þess hvort völlurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Fylgi Pírata var 10,5 prósent í könnun Stöðvar tvö Fréttablaðsins 1.maí sl. Samkvæmt því fengi flokkurinn einn fulltrúa í borgastjórn. Kosið verður 31. maí næstkomandi. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Píratar segjast vilja „raunverulegar og róttækar kerfisbreytingar sem færa valdið til íbúanna og opna stjórnsýsluna gagnvart ytra aðhaldi, meðal annars með því að virkja upplýsingatæknina,“ eing og segir í stefnuskránni.Borgarar taki meiri þátt í skipulagsmálum Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík segir að samtökin vilji að íbúar fái meira um það ráðið innan hvers sveitarfélags hve marga þurfi til að kalla fram íbúakosningu um einstök mál. Einnig að opna megi vefgátt þar sem borgarbúar geti fylgst betur með í stórum málum eins og við gerð aðalskipulags borgarinnar og þannig koma í veg fyrir að slík mál verði mjög umdeild eins og nú ber á. Efla á sjálfstæði þjónustumiðstöðva og styrkja og útvíkka embætti umboðsmanns borgarbúa sem geti þá leitað í meiri mæli til umboðsmannsins.Vilja kanna mögulega spillingu„Við viljum algerlega gagnsætt bókhald hjá borginni en taka um leið fullt tillit til persónuverndar þar sem það á við”, segir Halldór. Starf sérstaks ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis myndi verða liður í að bæta stjórnsýsluna og Píratar hafa á stefnuskrá sinni að láta óháða stjórnsýsluúttekt fara fram á embættismannakerfi borgarinnar til að athuga hvort spilling sé þar að finna.Aukið vald kennara Stefnuskráin er í fimm köflum og fyrir utan stjórnsýslu og lýðræðisumbætur kemur hún inn á velferðar- og forvarnarmál, skólamál, íþrótta- og tómstundamál, skipulags- og samgöngumál. Píratar vilja til dæmis að Frístundakortið verði framfærslutengt og nýtist í fleiri tómstundir, kennarar fái aukið valt til stefnumótunar í skólamálum og að laun þeirra verði á við meðalkennaralaun í OECD-ríkjum. Unnið verði áfram að skóla án aðgreiningar og að verk- og listmenntun verði aukin. Stuðla skal að auknu sjálfstæði leik- og grunnskóla varðandi kennsluaðferðir. Ýmsar félagslega umbætur eru á stefnuskránni. Til dæmis á gjaldtaka í skólum og frístundum á að koma betur til móts við tekjulágt fólk sem og gera innheimtu á vegum borgarinnar sanngjarnari og mildari. Auka verður félagslega aðstoð og forvarnir í skólum, segir í stefnunni.Efla miðbæi í hverfunum Píratar vilja efla miðbæjarkjarna í hverfum og þétta byggð án þess að gana á útvistarsvæði. Einnig vilja þeir vernda Laugardalinn og Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Einnig endurskoða hraðahindranir og finna annan kost til að draga úr umferðarhraða. Píratar vilja líka auka samvistir eldri og yngri kynslóðar skólabarna og auka möguleika barna til að vera í samvistum við dýr, sérstaklega að þau fái möguleika á því að umgangast hesta. Hugmyndir um að bæta þjónustu við heimilislausa, fíkla og fjölskyldur í vanda voru einnig kynntar í dag.Ekki afstaða til flugvallarins Píratar í Reykjavík vilja gera almenningssamgöngur að raunbetri valkosti með því að stórefla þær í samvinnu við íbúa borgarinnar og nærliggjandi sveitarfélög. Þeir vilja að sátt náist um framtíð flugvallarins, án þess þó að taka afstöðu til þess hvort völlurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Fylgi Pírata var 10,5 prósent í könnun Stöðvar tvö Fréttablaðsins 1.maí sl. Samkvæmt því fengi flokkurinn einn fulltrúa í borgastjórn. Kosið verður 31. maí næstkomandi.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira