Hér má hlusta á viðtal sem tekið var við Guðna Finnsson, gula pollann í hljómsveitinni Pollapönk, í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Guðni, sem er talinn þriðji kynþokkafyllsti karlflytjandinn í Eurovision að mati vefsíðunnar Good Evening Europe, var hress enda eru strákarnir komnir áfram í úrslit Eurovision.
