Körfubolti

Brooklyn vann alla deildarleikina við Miami en hvað gerist í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mason Plumlee fagnar körfu á móti Maimi í vetur.
Mason Plumlee fagnar körfu á móti Maimi í vetur. Vísir/Getty
Einvígi NBA-meistaranna í Miami Heat og Brooklyn Nets í annarri umferð úrslitakeppni Austudeildar NBA-deildarinnar í körfubolta fer af stað í kvöld og bíða margir spenntir eftir því að sjá hvort Brooklyn-liðið hafi hreinlega tak á LeBron James og félögum í Miami Heat.

Miamt Heat náði vissulega miklu betri árangri í deildarkeppninni í vetur og kláraði Charlotte Bobcats liðið 4-0 í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á meðan Brooklyn Nets vann Toronto Raptors í æsispennandi oddaleik á útivelli.

Það sem gerir þennan leik í kvöld hinsvegar svo áhugaverðan er sú staðreynd að Brooklyn Nets vann alla fjóra innbyrðisleiki sína við Miami í deildarkeppninni á þessu tímabili.

„Þeir fundu leið til að vinna okkur fjórum sinnum í röð og það hefur ekki gerst áður," sagði Dwyane Wade en þess ber þó að geta að þrír leikjanna unnust á aðeins einu stigi.

Tölfræðin er ekki með Miami-liðinu því það hefur gerst 25 sinnum áður að lið hefur mætt liði í úrslitakeppninni eftir að unnið alla deildarleiki liðanna á leiktíðinni og í öll 25 skiptin hefur "sóparinn" í deildarleikjunum komist áfram í næstu umferð.

„Markmið með að koma hingað hefur alltaf verið að vinna meistaratitilinn og við gerum okkur grein fyrir því að til þess að ná því þá þurfum við að fara í gegnum bestu liðin," sagði Paul Pierce hjá Brooklyn Nets. Hann er að mæta Lebron Jams í fimmta sinn í úrslitakeppni. Lið Pierce unnu í fyrstu tvö skiptin en James hefur haft betur undanfarin tvö skipti.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 23.00 að íslenskum tíma.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×