Jón Gnarr þriðji borgarstjórinn frá 1982 til að sitja heilt kjörtímabil Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. maí 2014 11:40 Jón Gnarr, Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa setið lengst í stóli borgarstjóra síðan 1982. Jón Gnarr, fráfarandi borgarstjóri, verður þriðji borgarstjórinn til þess að ljúka kjörtímabili síðan 1982 þegar hann lætur af störfum í næsta mánuði. Hinir tveir borgarstjórarnir sem luku kjörtímabili á þessum rúmu þremur áratugum eru Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Átta borgarstjórar sátu ekki heilt kjörtímabil, eða fjögur ár, á þessu tímabili, af mismunandi ástæðum. „Hann gengur nú út sem einskonar sigurvegari,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur. Gunnar Helgi segir að ólíkar útskýringar séu á því hvers vegna fyrri borgarstjórum hafi gengið svona illa að sitja heil kjörtímabil. „Bæði R-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn lentu í einskonar leiðtogakrísu eftir að Davíð og Ingibjörg Sólrún hættu. Það er megin útskýringin á veltunni á borgarstjórum til ársins 2006. En frá 2006 til 2010 var mikið ólgutímabil í borgarstjórn. Þar skiptust sætin óheppilega og Frjálslyndi flokkurinn var í oddastöðu sem var óheppilegt því Ólafur F. Magnússon fór í veikindaleyfi og þá fór meirihlutinn nánast eftir því hvaða frambjóðandi flokksins sat í borgarstjórn.“Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur.Merkilegur árangur Jóns Gunnar Helgi segir árangur Jóns sem borgarstjóra í raun vera merkilegan, sérstaklega miðað við kjörtímabilið á undan. „Það hefur ríkt tiltölulega mikill friður um hann miðað við áður og hann er almennt vel þokkaður.“ Gunnar Helgi telur að Jón sé að „hætta á toppnum“ eins og gjarnan er talað um í íþróttum. „Já, það má segja að hann hafi sýnt að hefðbundnar pólitískar formúlur eru ekki náttúrulögmál. Það er hægt að vinna þetta á annan veg en hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar. Hann talar allt öðruvísi við kjósendur en aðrir stjórnmálamenn og það hefur fallið vel í kramið hjá mörgum,“ útskýrir hann.Stöðugleiki í samstarfinu Athygli vakti að Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hrósaði Jóni í hástert í eldhúsdagsumræðum í þinginu á miðvikudagskvöld. Þar sagði Árni Páll meðal annars „Þegar Jón Gnarr býr sig nú undir að kveðja hið pólitíska svið er öllum ljóst að aðrir hefðbundnari stjórnmálamenn hafa frekar orðið til þess að skapa pólitíska upplausn undanfarin ár en hann og hið yfirlýsta grínframboð. Það ætti að verða okkur öllum umhugsunarefni. Ekki síst í þessum sal.“ Ef við skoðum þessi orð Árna Páls, má þá segja að þetta svokallaða grínframboð hafi komið á pólitískum stöðugleika í Reykjavík? „Ég veit nú ekki hvort að grínframboðið sem slíkt hafi komið á einhverjum stöðugleika. En það er ljóst að þessi samsteypa á milli Besta flokksins og Samfylkingarinnar var stöðug. Og það ríkti sérstaklega mikill stöðugleiki í borgarstjórn miðað við árin á undan.“Gunnar Thoroddsen sat lengst allra í stóli borgarstjóra.Tíð borgarstjóraskipti í þrjá áratugi Jón Gnarr er ellefti borgarstjórinn síðan 1982. Borgarstjóraskipti hafa verið tíð á þessum þrjátíu og tveimur árum, ef frá eru talin þau ár sem Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún gegndu embættinu. Bæði sátu þau í tæp níu ár í borgarstjórastóli, Davíð nokkrum mánuðum lengur. Á þeim tíu árum frá 1982 til 2010 sem Davíð og Ingibjörg voru ekki borgarstjórar reyndu átta einstaklingar fyrir sér í embættinu án þess að ná að sitja út heilt kjörtímabil eða fjögur ár. Þessir átta einstaklingar sátu því í um eitt ár og þrjá mánuði að meðaltali. Árni Sigfússon, núverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefur gengt borgarstjóraembættinu styst af öllum, eða í 89 daga á vormánuðum árið 1994. Dagur B. Eggertsson, núverandi leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík, sat í 101 dag í kringum áramótin 2007 til 2008. Gunnar Thoroddsen sat lengst allra, eða frá 4. febrúar 1947 til 6. október 1960, sem er 4994 dagar. Það er rúmlega 56 sinnum lengur en Árni Sigfússon sat. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Jón Gnarr, fráfarandi borgarstjóri, verður þriðji borgarstjórinn til þess að ljúka kjörtímabili síðan 1982 þegar hann lætur af störfum í næsta mánuði. Hinir tveir borgarstjórarnir sem luku kjörtímabili á þessum rúmu þremur áratugum eru Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Átta borgarstjórar sátu ekki heilt kjörtímabil, eða fjögur ár, á þessu tímabili, af mismunandi ástæðum. „Hann gengur nú út sem einskonar sigurvegari,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur. Gunnar Helgi segir að ólíkar útskýringar séu á því hvers vegna fyrri borgarstjórum hafi gengið svona illa að sitja heil kjörtímabil. „Bæði R-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn lentu í einskonar leiðtogakrísu eftir að Davíð og Ingibjörg Sólrún hættu. Það er megin útskýringin á veltunni á borgarstjórum til ársins 2006. En frá 2006 til 2010 var mikið ólgutímabil í borgarstjórn. Þar skiptust sætin óheppilega og Frjálslyndi flokkurinn var í oddastöðu sem var óheppilegt því Ólafur F. Magnússon fór í veikindaleyfi og þá fór meirihlutinn nánast eftir því hvaða frambjóðandi flokksins sat í borgarstjórn.“Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur.Merkilegur árangur Jóns Gunnar Helgi segir árangur Jóns sem borgarstjóra í raun vera merkilegan, sérstaklega miðað við kjörtímabilið á undan. „Það hefur ríkt tiltölulega mikill friður um hann miðað við áður og hann er almennt vel þokkaður.“ Gunnar Helgi telur að Jón sé að „hætta á toppnum“ eins og gjarnan er talað um í íþróttum. „Já, það má segja að hann hafi sýnt að hefðbundnar pólitískar formúlur eru ekki náttúrulögmál. Það er hægt að vinna þetta á annan veg en hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar. Hann talar allt öðruvísi við kjósendur en aðrir stjórnmálamenn og það hefur fallið vel í kramið hjá mörgum,“ útskýrir hann.Stöðugleiki í samstarfinu Athygli vakti að Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hrósaði Jóni í hástert í eldhúsdagsumræðum í þinginu á miðvikudagskvöld. Þar sagði Árni Páll meðal annars „Þegar Jón Gnarr býr sig nú undir að kveðja hið pólitíska svið er öllum ljóst að aðrir hefðbundnari stjórnmálamenn hafa frekar orðið til þess að skapa pólitíska upplausn undanfarin ár en hann og hið yfirlýsta grínframboð. Það ætti að verða okkur öllum umhugsunarefni. Ekki síst í þessum sal.“ Ef við skoðum þessi orð Árna Páls, má þá segja að þetta svokallaða grínframboð hafi komið á pólitískum stöðugleika í Reykjavík? „Ég veit nú ekki hvort að grínframboðið sem slíkt hafi komið á einhverjum stöðugleika. En það er ljóst að þessi samsteypa á milli Besta flokksins og Samfylkingarinnar var stöðug. Og það ríkti sérstaklega mikill stöðugleiki í borgarstjórn miðað við árin á undan.“Gunnar Thoroddsen sat lengst allra í stóli borgarstjóra.Tíð borgarstjóraskipti í þrjá áratugi Jón Gnarr er ellefti borgarstjórinn síðan 1982. Borgarstjóraskipti hafa verið tíð á þessum þrjátíu og tveimur árum, ef frá eru talin þau ár sem Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún gegndu embættinu. Bæði sátu þau í tæp níu ár í borgarstjórastóli, Davíð nokkrum mánuðum lengur. Á þeim tíu árum frá 1982 til 2010 sem Davíð og Ingibjörg voru ekki borgarstjórar reyndu átta einstaklingar fyrir sér í embættinu án þess að ná að sitja út heilt kjörtímabil eða fjögur ár. Þessir átta einstaklingar sátu því í um eitt ár og þrjá mánuði að meðaltali. Árni Sigfússon, núverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefur gengt borgarstjóraembættinu styst af öllum, eða í 89 daga á vormánuðum árið 1994. Dagur B. Eggertsson, núverandi leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík, sat í 101 dag í kringum áramótin 2007 til 2008. Gunnar Thoroddsen sat lengst allra, eða frá 4. febrúar 1947 til 6. október 1960, sem er 4994 dagar. Það er rúmlega 56 sinnum lengur en Árni Sigfússon sat.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira